Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. mars 2012 11:00 Séð yfir Tromsø Langir mjóir firðir og há fjöll geta skapað hættu á nokkrum stöðum í Noregi, bæði vegna hruns og svo vegna flóðbylgja sem geta myndast. Flóðbylgja í mjóum firði getur orðið margir tugir metra á hæð falli mörg þúsund tonn af bergi í sjóinn. Mynd/Tromsø Kommune Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð.Sveinn Kristján RúnarssonÍ júní stendur til að Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, og Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, fari til Tromsø Kommune og aðstoði við gerð rýmingaráætlana þar. Þar snúa áhyggjur manna helst að byggð í grennd við Lyngen-fjörðinn, austur af Tromsø. Í vikunni kynnti Norska jarðvísindastofnunin (NGU) hins vegar skýrslu um Storhaugen-bergið í Manndalen í Norður Noregi sem talið er að geti hrunið hvað úr hverju. Sveitarstjórn Kåfjord fundaði um málið á miðvikudagskvöld. Þá fjölluðu fjölmiðlar í Noregi nú í vikunni um hættuna á risavaxinni flóðbylgju í Storfjorden, skammt frá Álasundi, í vesturhluta landsins.Álasund í Noregi. Þar þykir vera með fegurstu bæjarstæðum heims.Fréttablaðið/ÓKÁÞar er bergstál í stóru fjalli, Åkneset, talið geta hrunið niður í fjörðinn með litlum fyrirvara. Bergið er um 54 milljónir rúmmetra og gæti valdið 85 metra háa flóðbylgju, að því er fram kom í umfjöllun norska ríkisútvarpsins, NRK. Þar er reiknað með því að rýma þurfi svæði þar sem búa 5 til 7 þúsund manns. Vonir standa til þess að allt að þriggja daga fyrirvari verði áður en að hruni kemur, en það gæti hvort heldur sem er orðið á morgun eða eftir 20 ár. Mælingar hafa að jafnaði sýnt um 15 sentimetra skrið á berginu síðustu ár. Síðustu ár hefur skriðið hins vegar aukist og ekki stoppað að vetri líkt og verið hefur. Sveinn Kristján segir fyrirhugaða ferð þeirra Víðis til komna vegna áhuga sveitarstjórnarmannsins Sveins Ludvigsen í Tromsø. „Þeir komu hingað í haust frá Tromsø til að kynna sér rýmingar og hvernig að þessum málum er staðið hér," segir Sveinn. Þar er litið til þess hvernig til tókst vegna eldgosa í Eyjafjallajökli og svo Grímsvötnum, sem og til áætlana sem til eru vegna Kötlugoss. „Þeir vilja fræðast um hvernig við nálgumst fólkið og læra að fræða án þess að hræða," segir Sveinn. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð.Sveinn Kristján RúnarssonÍ júní stendur til að Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, og Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, fari til Tromsø Kommune og aðstoði við gerð rýmingaráætlana þar. Þar snúa áhyggjur manna helst að byggð í grennd við Lyngen-fjörðinn, austur af Tromsø. Í vikunni kynnti Norska jarðvísindastofnunin (NGU) hins vegar skýrslu um Storhaugen-bergið í Manndalen í Norður Noregi sem talið er að geti hrunið hvað úr hverju. Sveitarstjórn Kåfjord fundaði um málið á miðvikudagskvöld. Þá fjölluðu fjölmiðlar í Noregi nú í vikunni um hættuna á risavaxinni flóðbylgju í Storfjorden, skammt frá Álasundi, í vesturhluta landsins.Álasund í Noregi. Þar þykir vera með fegurstu bæjarstæðum heims.Fréttablaðið/ÓKÁÞar er bergstál í stóru fjalli, Åkneset, talið geta hrunið niður í fjörðinn með litlum fyrirvara. Bergið er um 54 milljónir rúmmetra og gæti valdið 85 metra háa flóðbylgju, að því er fram kom í umfjöllun norska ríkisútvarpsins, NRK. Þar er reiknað með því að rýma þurfi svæði þar sem búa 5 til 7 þúsund manns. Vonir standa til þess að allt að þriggja daga fyrirvari verði áður en að hruni kemur, en það gæti hvort heldur sem er orðið á morgun eða eftir 20 ár. Mælingar hafa að jafnaði sýnt um 15 sentimetra skrið á berginu síðustu ár. Síðustu ár hefur skriðið hins vegar aukist og ekki stoppað að vetri líkt og verið hefur. Sveinn Kristján segir fyrirhugaða ferð þeirra Víðis til komna vegna áhuga sveitarstjórnarmannsins Sveins Ludvigsen í Tromsø. „Þeir komu hingað í haust frá Tromsø til að kynna sér rýmingar og hvernig að þessum málum er staðið hér," segir Sveinn. Þar er litið til þess hvernig til tókst vegna eldgosa í Eyjafjallajökli og svo Grímsvötnum, sem og til áætlana sem til eru vegna Kötlugoss. „Þeir vilja fræðast um hvernig við nálgumst fólkið og læra að fræða án þess að hræða," segir Sveinn.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira