Treystu ekki Kaupþingi 10. mars 2012 07:00 Vandamál Sturla sagði að íslenskt eignarhald á erlendum fyrirtækjum lækkaði eitt og sér virði þeirra. Framkvæmdastjóri alþjóðamarkaðssviðs Seðlabanka Íslands íslensku bankana hafa verið mjög meðvitaða um þann vanda sem vofði yfir þeim á árinu 2008. Sigurður Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri alþjóðamarkaðssviðs Seðlabanka Íslands, eða Sturla eins og hann er kallaður, sat í viðlagahópi innan Seðlabankans. Sá hópur útbjó meðal annars viðlagahandbók, sem kölluð var svarta bókin, og átti að vera uppflettirit ef allt færi á versta veg. Meðal verkefna sem hann vissi til að bankarnir voru að vinna að var sala eigna. Sturla bar vitni fyrir Landsdómi í gær. Það var þó ekki létt verk. Ráðgjafar frá JP Morgan, sem störfuðu fyrir Seðlabankann, sögðu til að mynda að verðmat á norska tryggingafélaginu Storebrand, sem var að hluta til í eigu Exista og Kaupþings, hafi verið 30 til 35% lægra en það átti að vera einungis vegna aðkomu íslenskra aðila að því. Í alþjóðlegu umhverfi hafi menn verið meðvitaðir um að íslensku bankarnir voru í vandræðum og að þeir hafi verið „lægstir í fæðukeðjunni". Sturla sagði að erlendum aðilum hafi fundist íslenskir athafnamenn hafa keypt þau fyrirtæki erlendis allt of dýru verði. Ef þeir myndu selja þau, eða bankarnir sem fjármögnuðu kaupin á þeim selja lánin þeirra, þá myndu þeir þurfa að selja með afslætti frá bókfærðu verði. Það myndi lækka eigið fé bankanna og það myndu þeir ekki þola. Sturla fór með Davíð Oddssyni til London í febrúar 2008. Þar funduðu þeir með fulltrúum ýmissa banka. Skilaboðin sem þeir fengu voru skýr: Íslenskir bankar nutu ekki trausts. Ef aðstæður til fjármögnunar á markaði myndu ekki lagast, gætu íslensku bankarnir ekki búist við því að geta fjármagnað sig með skuldabréfaútgáfu. Icesave hélt lífi í bönkunumFulltrúar tveggja banka sögðu að Kaupþing væri „alveg rúið trausti". Þeir treystu ekki því sem stjórnendur Kaupþings sögðu þegar þeir voru að kynna uppgjör sín, sagði Sturla. Traustið á hinum bönkunum var líka lítið og menn virtust almennt mjög meðvitaðir um að krosseignatengsl í íslenska fjármálakerfinu væru þannig að ef einn banki félli myndi það hafa gríðarleg áhrif á þann næsta. Skilaboðin sem föruneytið hafi tekið með sér heim úr þessari heimsókn hafi verið sú að staðan á Íslandi væri grafalvarleg. Að sögn Sturlu var það eina sem hélt lífi í bönkunum á árinu 2008 Icesave-innlánasöfnunin. Ef það hefði verið gripið til aðgerða til að stöðva hana, eða „kippa því úr sambandi" eins og Sturla orðaði það, þá hefði það haft áhrif á alla bankana. Þeir hefðu allir fallið. Aðspurður um töluvert útstreymi sem varð út af Icesave-reikningunum í mars 2008 sagði Sturla að Landsbankinn hefði staðið það af sér. Hann sagði að menn hefðu hrósað happi yfir því að Icesave væri að minnsta kosti ekki í venjulegum útibúi, heldur netreikningar. Þá gætu fjölmiðlar ekki tekið myndir af biðröðum þegar viðskiptavinir voru að taka úr peninga í gegnum internetið heima hjá sér. Fréttir Landsdómur Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Framkvæmdastjóri alþjóðamarkaðssviðs Seðlabanka Íslands íslensku bankana hafa verið mjög meðvitaða um þann vanda sem vofði yfir þeim á árinu 2008. Sigurður Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri alþjóðamarkaðssviðs Seðlabanka Íslands, eða Sturla eins og hann er kallaður, sat í viðlagahópi innan Seðlabankans. Sá hópur útbjó meðal annars viðlagahandbók, sem kölluð var svarta bókin, og átti að vera uppflettirit ef allt færi á versta veg. Meðal verkefna sem hann vissi til að bankarnir voru að vinna að var sala eigna. Sturla bar vitni fyrir Landsdómi í gær. Það var þó ekki létt verk. Ráðgjafar frá JP Morgan, sem störfuðu fyrir Seðlabankann, sögðu til að mynda að verðmat á norska tryggingafélaginu Storebrand, sem var að hluta til í eigu Exista og Kaupþings, hafi verið 30 til 35% lægra en það átti að vera einungis vegna aðkomu íslenskra aðila að því. Í alþjóðlegu umhverfi hafi menn verið meðvitaðir um að íslensku bankarnir voru í vandræðum og að þeir hafi verið „lægstir í fæðukeðjunni". Sturla sagði að erlendum aðilum hafi fundist íslenskir athafnamenn hafa keypt þau fyrirtæki erlendis allt of dýru verði. Ef þeir myndu selja þau, eða bankarnir sem fjármögnuðu kaupin á þeim selja lánin þeirra, þá myndu þeir þurfa að selja með afslætti frá bókfærðu verði. Það myndi lækka eigið fé bankanna og það myndu þeir ekki þola. Sturla fór með Davíð Oddssyni til London í febrúar 2008. Þar funduðu þeir með fulltrúum ýmissa banka. Skilaboðin sem þeir fengu voru skýr: Íslenskir bankar nutu ekki trausts. Ef aðstæður til fjármögnunar á markaði myndu ekki lagast, gætu íslensku bankarnir ekki búist við því að geta fjármagnað sig með skuldabréfaútgáfu. Icesave hélt lífi í bönkunumFulltrúar tveggja banka sögðu að Kaupþing væri „alveg rúið trausti". Þeir treystu ekki því sem stjórnendur Kaupþings sögðu þegar þeir voru að kynna uppgjör sín, sagði Sturla. Traustið á hinum bönkunum var líka lítið og menn virtust almennt mjög meðvitaðir um að krosseignatengsl í íslenska fjármálakerfinu væru þannig að ef einn banki félli myndi það hafa gríðarleg áhrif á þann næsta. Skilaboðin sem föruneytið hafi tekið með sér heim úr þessari heimsókn hafi verið sú að staðan á Íslandi væri grafalvarleg. Að sögn Sturlu var það eina sem hélt lífi í bönkunum á árinu 2008 Icesave-innlánasöfnunin. Ef það hefði verið gripið til aðgerða til að stöðva hana, eða „kippa því úr sambandi" eins og Sturla orðaði það, þá hefði það haft áhrif á alla bankana. Þeir hefðu allir fallið. Aðspurður um töluvert útstreymi sem varð út af Icesave-reikningunum í mars 2008 sagði Sturla að Landsbankinn hefði staðið það af sér. Hann sagði að menn hefðu hrósað happi yfir því að Icesave væri að minnsta kosti ekki í venjulegum útibúi, heldur netreikningar. Þá gætu fjölmiðlar ekki tekið myndir af biðröðum þegar viðskiptavinir voru að taka úr peninga í gegnum internetið heima hjá sér.
Fréttir Landsdómur Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira