Viðskipti erlent

Snertilaus snjallsími frá Sony

Nýi snjallsíminn frá Sony sem þarf ekki að snerta.
Nýi snjallsíminn frá Sony sem þarf ekki að snerta. Mynd/Übergizmo
Tækni Japanski raftækjarisinn Sony hefur þróað snjallsíma þar sem hægt er að vafra um netið með því að setja fingur yfir tenglana án þess að snerta þá.

Fyrirtækið kallar þessa nýjung „fljótandi snertingu". Síminn nefnist Xperia Sola og verður settur á markað seinna á þessu ári, samkvæmt BBC. Mörg önnur stórfyrirtæki eru að þróa svipaða snertilausa síma, þar á meðal Apple og Microsoft.

Markmiðið er að notendur fari á netið, svari símanum og skoði myndir með því að nota handahreyfingar í stað snertingar, þar á meðal að smella fingrum fyrir framan skjáinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×