Kæri borgarfulltrúi - hver er þín skoðun? 21. mars 2012 06:00 Það er sérstakt að nú tveimur mánuðum áður en þú þarft að taka ákvörðun – óafturkræfa ákvörðun – veit almenningur ekkert hvað þú vilt, hvað þú telur best fyrir okkur borgarbúa, hvernig þín sýn er fyrir alla framtíð. Oft hef ég fengið að vita afstöðu minna fulltrúa í einstökum málum og verið sammála eða ósammála. Nú vill svo til að þú – minn borgarfulltrúi – þarft mjög bráðlega að taka afdrifaríka ákvörðun um framtíð miðborgarinnar og ég veit enn ekkert um afstöðu þína. En sem sagt; eftir tvo mánuði átt þú að taka ákvörðun um hvort byggja eigi stórt hótel við Vallarstræti, sem mun tengjast Landsímahúsinu og einnig hóteli sem stendur við Austurstræti. Það er ófært að bera því við að niðurstaða sé ekki fengin í samkeppni, þar sem grunnstefið er eftir sem áður risahótel og lóðareigandi situr beggja vegna borðsins; gæti sent inn tillögu, greitt henni sitt atkvæði og fengið verðlaun frá sjálfum sér og okkur borgarbúum. Því spyr ég ykkur, Karl Sigurðsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir – (öll mínir borgarfulltrúar): - Hefur þú myndað þér skoðun á því hvernig heildaryfirbragð Kvosarinnar á að vera? - Hefur þú myndað þér skoðun á hvort sá reitur sem afmarkaður er af Ingólfstorgi, Austurvelli, Alþingishúsinu og Fógetagarði eigi að vera eitt risahótel? - Hefur þú velt því fyrir þér hvernig aðkoma bíla að slíku hóteli ætti að vera og hvaða gata eigi að þjóna þeirri umferð, þá sérstaklega á sumrin þegar götum í miðborginni er lokað? Vegna þess að ég og margir aðrir vita ekki hver afstaða þín er, óska ég eindregið eftir svari við þessum spurningum. Svörin varða ekki einungis mig og borgarbúa heldur alla landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er sérstakt að nú tveimur mánuðum áður en þú þarft að taka ákvörðun – óafturkræfa ákvörðun – veit almenningur ekkert hvað þú vilt, hvað þú telur best fyrir okkur borgarbúa, hvernig þín sýn er fyrir alla framtíð. Oft hef ég fengið að vita afstöðu minna fulltrúa í einstökum málum og verið sammála eða ósammála. Nú vill svo til að þú – minn borgarfulltrúi – þarft mjög bráðlega að taka afdrifaríka ákvörðun um framtíð miðborgarinnar og ég veit enn ekkert um afstöðu þína. En sem sagt; eftir tvo mánuði átt þú að taka ákvörðun um hvort byggja eigi stórt hótel við Vallarstræti, sem mun tengjast Landsímahúsinu og einnig hóteli sem stendur við Austurstræti. Það er ófært að bera því við að niðurstaða sé ekki fengin í samkeppni, þar sem grunnstefið er eftir sem áður risahótel og lóðareigandi situr beggja vegna borðsins; gæti sent inn tillögu, greitt henni sitt atkvæði og fengið verðlaun frá sjálfum sér og okkur borgarbúum. Því spyr ég ykkur, Karl Sigurðsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir – (öll mínir borgarfulltrúar): - Hefur þú myndað þér skoðun á því hvernig heildaryfirbragð Kvosarinnar á að vera? - Hefur þú myndað þér skoðun á hvort sá reitur sem afmarkaður er af Ingólfstorgi, Austurvelli, Alþingishúsinu og Fógetagarði eigi að vera eitt risahótel? - Hefur þú velt því fyrir þér hvernig aðkoma bíla að slíku hóteli ætti að vera og hvaða gata eigi að þjóna þeirri umferð, þá sérstaklega á sumrin þegar götum í miðborginni er lokað? Vegna þess að ég og margir aðrir vita ekki hver afstaða þín er, óska ég eindregið eftir svari við þessum spurningum. Svörin varða ekki einungis mig og borgarbúa heldur alla landsmenn.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar