Innlent

Aðgreining á nef- og munntóbaki liggur fyrir í haust

Hefðbundið íslenskt neftóbak og innflutta tóbakið Lundi.fréttablaðið/anton
Hefðbundið íslenskt neftóbak og innflutta tóbakið Lundi.fréttablaðið/anton
Aðgreining á nef- og munntóbaki mun ekki liggja fyrir fyrr en í haust. Þá er áætlað að leggja fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Meðal þeirra atriða sem tekið verður á í frumvarpinu er skilgreining á nef- og munntóbaki, að því er Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins, greinir frá.

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, hætti í byrjun árs innkaupum á reyklausa tóbakinu Lunda sem Rolf Johansen & Co. (RJC) hóf innflutning á síðastliðið haust, en selur áfram íslenskt neftóbak. ÁTVR benti á að skilgreiningar varðandi nef- og munntóbak væru óljósar og óskaði eftir afstöðu velferðarráðuneytisins. „Með hefðbundinni könnun á tíðni reykinga, sem nú er verið að gera á vegum Landlæknisembættisins í samstarfi við ÁTVR, á meðal annars að ná góðri heildarmynd af annarri tóbaksnotkun en reykingum, að sögn Viðars Jenssonar sem vinnur að tóbaksvörnum hjá embættinu.

Upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins segir að aðgreining á munn- og neftóbaki muni meðal annars byggja á niðurstöðum þessarar könnunar.

ÁTVR seldi í fyrra 30,2 tonn af neftóbaki.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×