Til varnar forsætisráðherra 28. mars 2012 09:00 Þó ég hafi sjálf aldrei hætt mér út á hinn pólitíska vígvöll hef ég fylgst með stjórnmálum frá því ég hafði þroska til. Svo langt man ég þegar Jóhanna Sigurðardóttir bauð sig fram til þings í fyrsta sinn, full réttlætis til jöfnunar í þjóðfélaginu. Allar götur síðan hef ég fylgst með störfum Jóhönnu og tel að hún hafi aldrei misst sjónar af hugsjón sinni. Því fannst mér sárt að heyra í fréttum að hún nyti aðeins trausts átján prósenta þjóðarinnar. Jóhanna var kosin til að varða veg þjóðarinnar eftir mikið áfall. Hvort allar hennar ákvarðanir hafa verið réttar get ég ekki dæmt um. Hins vegar er ég sannfærð um að þær hafa verið teknar samkvæmt bestu samvisku, miðað við aðstæður. Löng reynsla hefur sýnt að Jóhanna selur ekki sálu sína né heldur lætur hún fals eða fagurgala villa sér sýn. Allir þeir sem staðið hafa andspænis persónulegum harmleik í lífi sínu vita að það tekur ár, áratugi eða jafnvel allt lífið að vinna sig frá áfallinu. Hrunið var stórt áfall fyrir þjóðina og spillingin sem því olli er þjóðarböl sem þarf að uppræta. Það er einmitt sú sýn sem Jóhanna hefur að leiðarljósi þó misjafnlega hafi gengið. Eftir þann tryllta dans sem stiginn var skal enginn efa að tíma muni taka að komast á réttan kjöl og að ýmsir munu bera sár sem seint eða aldrei gróa. Ef við ætlum að rísa upp sem ærleg þjóð skulum við styðja þann leiðtoga sem valinn var til að varða veginn í stað þess að rakka störf hans niður við hvert tækifæri. Það hljóta að vera sameiginlegir hagsmunir okkar allra að land rísi sama hvar í flokki við stöndum. Ef við bregðumst í samstöðunni munum við öll tapa. Það viljum við ekki að gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þó ég hafi sjálf aldrei hætt mér út á hinn pólitíska vígvöll hef ég fylgst með stjórnmálum frá því ég hafði þroska til. Svo langt man ég þegar Jóhanna Sigurðardóttir bauð sig fram til þings í fyrsta sinn, full réttlætis til jöfnunar í þjóðfélaginu. Allar götur síðan hef ég fylgst með störfum Jóhönnu og tel að hún hafi aldrei misst sjónar af hugsjón sinni. Því fannst mér sárt að heyra í fréttum að hún nyti aðeins trausts átján prósenta þjóðarinnar. Jóhanna var kosin til að varða veg þjóðarinnar eftir mikið áfall. Hvort allar hennar ákvarðanir hafa verið réttar get ég ekki dæmt um. Hins vegar er ég sannfærð um að þær hafa verið teknar samkvæmt bestu samvisku, miðað við aðstæður. Löng reynsla hefur sýnt að Jóhanna selur ekki sálu sína né heldur lætur hún fals eða fagurgala villa sér sýn. Allir þeir sem staðið hafa andspænis persónulegum harmleik í lífi sínu vita að það tekur ár, áratugi eða jafnvel allt lífið að vinna sig frá áfallinu. Hrunið var stórt áfall fyrir þjóðina og spillingin sem því olli er þjóðarböl sem þarf að uppræta. Það er einmitt sú sýn sem Jóhanna hefur að leiðarljósi þó misjafnlega hafi gengið. Eftir þann tryllta dans sem stiginn var skal enginn efa að tíma muni taka að komast á réttan kjöl og að ýmsir munu bera sár sem seint eða aldrei gróa. Ef við ætlum að rísa upp sem ærleg þjóð skulum við styðja þann leiðtoga sem valinn var til að varða veginn í stað þess að rakka störf hans niður við hvert tækifæri. Það hljóta að vera sameiginlegir hagsmunir okkar allra að land rísi sama hvar í flokki við stöndum. Ef við bregðumst í samstöðunni munum við öll tapa. Það viljum við ekki að gerist.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar