Hverra virkjun? Líf Magneudóttir skrifar 30. mars 2012 06:00 Orkuveita Reykjavíkur sleppti heldur betur fram af sér beislinu í hinu svokallaða góðæri á Íslandi. Fyrir hrun var fjárfest fyrir milljarða króna. Það hefur svo komið á daginn að forsendur þessara fjárfestinga reyndust ekki halda. Skuldir Orkuveitunnar hafa hækkað allverulega vegna gengisbreytinga en tekjurnar hafa ekki aukist til samræmis, þrátt fyrir miklar hækkanir á gjaldskrám til almennra notenda. Það er augljóslega eitthvað skakkt við þetta allt saman. Orkuveitan er og á að vera fyrirtæki í almannaeigu sem veitir íbúum á suðvesturhorninu lífsnauðsynlega þjónustu. Það ætti að vera nógu einfalt. Væntanlega þótti það bara ekki nógu fínt. Boginn var spenntur hátt og skotið geigaði. Núna þegar Reykvíkingar standa frammi fyrir því að þurfa að punga út háum fjárhæðum mánaðarlega fyrir grunnþjónustu eða horfa upp á gjaldþrot Orkuveitunnar ætlar meirihlutinn í Reykjavík samt að halda áfram að virkja til stóriðju. Það hljómar hálfpartinn eins og gallsúr gamanvísa þegar lagt er til að fyrirtæki sem nýverið rambaði á barmi gjaldþrots, að sögn borgarstjóra, fjárfesti fyrir milljarðatugi í sömu verkefnum og leiddu fyrirtækið fram að brúninni. Reyndar er fullyrt að þetta sé áhættulaust fyrir Orkuveituna þar sem nýta eigi kosti svokallaðrar verkefnafjármögnunar. Miðað við lýsingarnar á þessu fyrirbæri tryggir það að hagnaður af virkjuninni rennur allur til Orkuveitunnar en tapið hvílir allt á einhverjum öðrum. Sem sagt algjör snilld. Það verður reyndar fróðlegt að sjá hver verður ginntur til þess að gera slíkan snilldarsamning við Orkuveituna sem tryggi henni þessa afar hagfelldu útkomu. Ætli einhvern rámi kannski í snilldarsamningana sem tryggðu okkur góðærið og gleðina sem rann svo út í sandinn á örfáum klukkutímum haustið 2008? Og hverjir voru það þá sem tóku á sig tapið? Ákveðið var að ráðast í Hverahlíðarvirkjun til þess að selja raforku til stóriðju á hátindi gróðærisins. Þessari aukabúgrein Orkuveitunnar erum við vinstri græn ekki hrifin af. Sá stóriðjusamningur sem nú er verið að efna er gerður með ýmsum fyrirvörum sem nauðsynlegt er að láta á reyna áður en stóriðjustefnunni verður blint haldið áfram. Þá er ljóst að alvarleg vandkvæði fylgja niðurdælingu affallsvatns og óvissa ríkir um brennisteinsmengun á svæðinu. Ekki hefur fundist lausn á þessum þáttum og með enn einni gufuaflsvirkjuninni gæti vandinn orðið illviðráðanlegur. Í stuttu máli gæti því niðurstaðan orðið sú að nýja virkjunin dæli upp heitu vatni til þess eins að dæla því niður aftur (sem eykur skjálftatíðni á svæðinu), spúir mengandi gufum yfir íbúa á suðvesturhorninu og framleiðir raforku sem ekki er þörf fyrir núna. Þetta hljómar auðvitað ekki mjög skynsamlega. Hins vegar þurfum við ekki að hafa áhyggjur því samkvæmt forsvarsmönnum Orkuveitunnar verður gerður einhver æðislegur verkefnafjármögnunarsamningur sem leiðir til þess að Orkuveitan getur ekki tapað, bara grætt. Því miður kom þessi frábæri samningur fullseint til sögunnar. Og það sem verra er, það er að Orkuveitan hefur ekki gert slíkan samning við íbúa Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Skoðanir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur sleppti heldur betur fram af sér beislinu í hinu svokallaða góðæri á Íslandi. Fyrir hrun var fjárfest fyrir milljarða króna. Það hefur svo komið á daginn að forsendur þessara fjárfestinga reyndust ekki halda. Skuldir Orkuveitunnar hafa hækkað allverulega vegna gengisbreytinga en tekjurnar hafa ekki aukist til samræmis, þrátt fyrir miklar hækkanir á gjaldskrám til almennra notenda. Það er augljóslega eitthvað skakkt við þetta allt saman. Orkuveitan er og á að vera fyrirtæki í almannaeigu sem veitir íbúum á suðvesturhorninu lífsnauðsynlega þjónustu. Það ætti að vera nógu einfalt. Væntanlega þótti það bara ekki nógu fínt. Boginn var spenntur hátt og skotið geigaði. Núna þegar Reykvíkingar standa frammi fyrir því að þurfa að punga út háum fjárhæðum mánaðarlega fyrir grunnþjónustu eða horfa upp á gjaldþrot Orkuveitunnar ætlar meirihlutinn í Reykjavík samt að halda áfram að virkja til stóriðju. Það hljómar hálfpartinn eins og gallsúr gamanvísa þegar lagt er til að fyrirtæki sem nýverið rambaði á barmi gjaldþrots, að sögn borgarstjóra, fjárfesti fyrir milljarðatugi í sömu verkefnum og leiddu fyrirtækið fram að brúninni. Reyndar er fullyrt að þetta sé áhættulaust fyrir Orkuveituna þar sem nýta eigi kosti svokallaðrar verkefnafjármögnunar. Miðað við lýsingarnar á þessu fyrirbæri tryggir það að hagnaður af virkjuninni rennur allur til Orkuveitunnar en tapið hvílir allt á einhverjum öðrum. Sem sagt algjör snilld. Það verður reyndar fróðlegt að sjá hver verður ginntur til þess að gera slíkan snilldarsamning við Orkuveituna sem tryggi henni þessa afar hagfelldu útkomu. Ætli einhvern rámi kannski í snilldarsamningana sem tryggðu okkur góðærið og gleðina sem rann svo út í sandinn á örfáum klukkutímum haustið 2008? Og hverjir voru það þá sem tóku á sig tapið? Ákveðið var að ráðast í Hverahlíðarvirkjun til þess að selja raforku til stóriðju á hátindi gróðærisins. Þessari aukabúgrein Orkuveitunnar erum við vinstri græn ekki hrifin af. Sá stóriðjusamningur sem nú er verið að efna er gerður með ýmsum fyrirvörum sem nauðsynlegt er að láta á reyna áður en stóriðjustefnunni verður blint haldið áfram. Þá er ljóst að alvarleg vandkvæði fylgja niðurdælingu affallsvatns og óvissa ríkir um brennisteinsmengun á svæðinu. Ekki hefur fundist lausn á þessum þáttum og með enn einni gufuaflsvirkjuninni gæti vandinn orðið illviðráðanlegur. Í stuttu máli gæti því niðurstaðan orðið sú að nýja virkjunin dæli upp heitu vatni til þess eins að dæla því niður aftur (sem eykur skjálftatíðni á svæðinu), spúir mengandi gufum yfir íbúa á suðvesturhorninu og framleiðir raforku sem ekki er þörf fyrir núna. Þetta hljómar auðvitað ekki mjög skynsamlega. Hins vegar þurfum við ekki að hafa áhyggjur því samkvæmt forsvarsmönnum Orkuveitunnar verður gerður einhver æðislegur verkefnafjármögnunarsamningur sem leiðir til þess að Orkuveitan getur ekki tapað, bara grætt. Því miður kom þessi frábæri samningur fullseint til sögunnar. Og það sem verra er, það er að Orkuveitan hefur ekki gert slíkan samning við íbúa Reykjavíkur.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun