Hverra virkjun? Líf Magneudóttir skrifar 30. mars 2012 06:00 Orkuveita Reykjavíkur sleppti heldur betur fram af sér beislinu í hinu svokallaða góðæri á Íslandi. Fyrir hrun var fjárfest fyrir milljarða króna. Það hefur svo komið á daginn að forsendur þessara fjárfestinga reyndust ekki halda. Skuldir Orkuveitunnar hafa hækkað allverulega vegna gengisbreytinga en tekjurnar hafa ekki aukist til samræmis, þrátt fyrir miklar hækkanir á gjaldskrám til almennra notenda. Það er augljóslega eitthvað skakkt við þetta allt saman. Orkuveitan er og á að vera fyrirtæki í almannaeigu sem veitir íbúum á suðvesturhorninu lífsnauðsynlega þjónustu. Það ætti að vera nógu einfalt. Væntanlega þótti það bara ekki nógu fínt. Boginn var spenntur hátt og skotið geigaði. Núna þegar Reykvíkingar standa frammi fyrir því að þurfa að punga út háum fjárhæðum mánaðarlega fyrir grunnþjónustu eða horfa upp á gjaldþrot Orkuveitunnar ætlar meirihlutinn í Reykjavík samt að halda áfram að virkja til stóriðju. Það hljómar hálfpartinn eins og gallsúr gamanvísa þegar lagt er til að fyrirtæki sem nýverið rambaði á barmi gjaldþrots, að sögn borgarstjóra, fjárfesti fyrir milljarðatugi í sömu verkefnum og leiddu fyrirtækið fram að brúninni. Reyndar er fullyrt að þetta sé áhættulaust fyrir Orkuveituna þar sem nýta eigi kosti svokallaðrar verkefnafjármögnunar. Miðað við lýsingarnar á þessu fyrirbæri tryggir það að hagnaður af virkjuninni rennur allur til Orkuveitunnar en tapið hvílir allt á einhverjum öðrum. Sem sagt algjör snilld. Það verður reyndar fróðlegt að sjá hver verður ginntur til þess að gera slíkan snilldarsamning við Orkuveituna sem tryggi henni þessa afar hagfelldu útkomu. Ætli einhvern rámi kannski í snilldarsamningana sem tryggðu okkur góðærið og gleðina sem rann svo út í sandinn á örfáum klukkutímum haustið 2008? Og hverjir voru það þá sem tóku á sig tapið? Ákveðið var að ráðast í Hverahlíðarvirkjun til þess að selja raforku til stóriðju á hátindi gróðærisins. Þessari aukabúgrein Orkuveitunnar erum við vinstri græn ekki hrifin af. Sá stóriðjusamningur sem nú er verið að efna er gerður með ýmsum fyrirvörum sem nauðsynlegt er að láta á reyna áður en stóriðjustefnunni verður blint haldið áfram. Þá er ljóst að alvarleg vandkvæði fylgja niðurdælingu affallsvatns og óvissa ríkir um brennisteinsmengun á svæðinu. Ekki hefur fundist lausn á þessum þáttum og með enn einni gufuaflsvirkjuninni gæti vandinn orðið illviðráðanlegur. Í stuttu máli gæti því niðurstaðan orðið sú að nýja virkjunin dæli upp heitu vatni til þess eins að dæla því niður aftur (sem eykur skjálftatíðni á svæðinu), spúir mengandi gufum yfir íbúa á suðvesturhorninu og framleiðir raforku sem ekki er þörf fyrir núna. Þetta hljómar auðvitað ekki mjög skynsamlega. Hins vegar þurfum við ekki að hafa áhyggjur því samkvæmt forsvarsmönnum Orkuveitunnar verður gerður einhver æðislegur verkefnafjármögnunarsamningur sem leiðir til þess að Orkuveitan getur ekki tapað, bara grætt. Því miður kom þessi frábæri samningur fullseint til sögunnar. Og það sem verra er, það er að Orkuveitan hefur ekki gert slíkan samning við íbúa Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Skoðanir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hefðu getað minnað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur sleppti heldur betur fram af sér beislinu í hinu svokallaða góðæri á Íslandi. Fyrir hrun var fjárfest fyrir milljarða króna. Það hefur svo komið á daginn að forsendur þessara fjárfestinga reyndust ekki halda. Skuldir Orkuveitunnar hafa hækkað allverulega vegna gengisbreytinga en tekjurnar hafa ekki aukist til samræmis, þrátt fyrir miklar hækkanir á gjaldskrám til almennra notenda. Það er augljóslega eitthvað skakkt við þetta allt saman. Orkuveitan er og á að vera fyrirtæki í almannaeigu sem veitir íbúum á suðvesturhorninu lífsnauðsynlega þjónustu. Það ætti að vera nógu einfalt. Væntanlega þótti það bara ekki nógu fínt. Boginn var spenntur hátt og skotið geigaði. Núna þegar Reykvíkingar standa frammi fyrir því að þurfa að punga út háum fjárhæðum mánaðarlega fyrir grunnþjónustu eða horfa upp á gjaldþrot Orkuveitunnar ætlar meirihlutinn í Reykjavík samt að halda áfram að virkja til stóriðju. Það hljómar hálfpartinn eins og gallsúr gamanvísa þegar lagt er til að fyrirtæki sem nýverið rambaði á barmi gjaldþrots, að sögn borgarstjóra, fjárfesti fyrir milljarðatugi í sömu verkefnum og leiddu fyrirtækið fram að brúninni. Reyndar er fullyrt að þetta sé áhættulaust fyrir Orkuveituna þar sem nýta eigi kosti svokallaðrar verkefnafjármögnunar. Miðað við lýsingarnar á þessu fyrirbæri tryggir það að hagnaður af virkjuninni rennur allur til Orkuveitunnar en tapið hvílir allt á einhverjum öðrum. Sem sagt algjör snilld. Það verður reyndar fróðlegt að sjá hver verður ginntur til þess að gera slíkan snilldarsamning við Orkuveituna sem tryggi henni þessa afar hagfelldu útkomu. Ætli einhvern rámi kannski í snilldarsamningana sem tryggðu okkur góðærið og gleðina sem rann svo út í sandinn á örfáum klukkutímum haustið 2008? Og hverjir voru það þá sem tóku á sig tapið? Ákveðið var að ráðast í Hverahlíðarvirkjun til þess að selja raforku til stóriðju á hátindi gróðærisins. Þessari aukabúgrein Orkuveitunnar erum við vinstri græn ekki hrifin af. Sá stóriðjusamningur sem nú er verið að efna er gerður með ýmsum fyrirvörum sem nauðsynlegt er að láta á reyna áður en stóriðjustefnunni verður blint haldið áfram. Þá er ljóst að alvarleg vandkvæði fylgja niðurdælingu affallsvatns og óvissa ríkir um brennisteinsmengun á svæðinu. Ekki hefur fundist lausn á þessum þáttum og með enn einni gufuaflsvirkjuninni gæti vandinn orðið illviðráðanlegur. Í stuttu máli gæti því niðurstaðan orðið sú að nýja virkjunin dæli upp heitu vatni til þess eins að dæla því niður aftur (sem eykur skjálftatíðni á svæðinu), spúir mengandi gufum yfir íbúa á suðvesturhorninu og framleiðir raforku sem ekki er þörf fyrir núna. Þetta hljómar auðvitað ekki mjög skynsamlega. Hins vegar þurfum við ekki að hafa áhyggjur því samkvæmt forsvarsmönnum Orkuveitunnar verður gerður einhver æðislegur verkefnafjármögnunarsamningur sem leiðir til þess að Orkuveitan getur ekki tapað, bara grætt. Því miður kom þessi frábæri samningur fullseint til sögunnar. Og það sem verra er, það er að Orkuveitan hefur ekki gert slíkan samning við íbúa Reykjavíkur.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar