Flaggskip þjóðkirkjunnar Sigurður Árni Þórðarson skrifar 3. apríl 2012 06:00 Í aðdraganda biskupskjörs var ég spurður um fyrstu verkefni í starfi ef ég yrði kjörinn biskup. Af þremur forgangsverkefnum er varða ungt fólk, fjármál og starfsfólk tel ég að mikilvægasta verkefnið varði æsku þjóðarinnar. Heilbrigð kirkja þjónar fólki. Þjóðkirkjan á að leggja sérstaka rækt við framtíðarfólkið, börn og unglinga, og þjóna barnafjölskyldum vel. Sem barn naut ég þeirra forréttinda að alast upp í barnvænu trúarumhverfi kirkjunnar. Þjónusta mín við kirkju Krists í landinu á rætur í þeirri sáningu og umönnun, sem ég naut í æsku. Ég á sjálfur ung börn og uppeldismál eru mér því áhugaefni og daglegt viðfangsefni. Við upphaf 21. aldar er trúaruppeldi þeirrar kynslóðar, sem nú er að vaxa úr grasi, mikilvægasta fjárfesting kirkjunnar. Brýn verkefni eru að tryggja góða þjónustu við börn og unglinga óháð búsetu og að efla fagmennsku í æskulýðsstarfi. Æskulýðsstarf kirkjunnar er grunnþjónusta, sem á að vera í boði í öllum sóknum. Aðstæður eru ólíkar og söfnuðir í dreifbýli og þéttbýli hafa ólíkar þarfir. Þess vegna skiptir höfuðmáli að greina þarfir sóknanna á landsvísu og byggja upp frá grasrótinni glaða og ríka kirkju. Uppbygging í barna- og unglingastarfi hefur margfeldisáhrif því á bak við hvert glatt barn í kirkjustarfi eru ánægðar fjölskyldur. Kirkjan þarf að tryggja faglegt umhverfi fyrir barna- og æskulýðsstarf. Það verður aðeins gert með fagmenntuðu fólki, sem hefur umsjón með og ber ábyrgð á starfinu. Á landsbyggðinni sinna sóknarprestar barna- og unglingastarfi og þeim þarf að tryggja aðgang að kennsluefni og faglegu baklandi til að sinna unga fólkinu sem best. Nýta þarf samstarfssvæði safnaða þar sem margar sóknir starfa saman líkt og nýtt átaksverkefni í æskulýðsmálum í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi er vísir að. Þar verður ráðinn æskulýðsfulltrúi í hálft starf til að styðja minni söfnuði í prófastsdæminu við uppbyggingu æskulýðstarfs. Þá þarf að tryggja aðgang ungs fólks að leiðtogaþjálfun. Samstarf er lykillinn að árangri. Með því að færa efnisgerð og forystu um einstaka þætti æskulýðsstarfs út til safnaðanna nýtist mannauður kirkjunnar til fulls. Þannig gætu sóknir, sem skara fram úr á einstökum sviðum, fengið fjárveitingu til að leiða þann málaflokk í ákveðinn tíma og orðið „móðurkirkjur“ þess starfs. Með því að færa verkefni út í söfnuðina má nýta sérþekkingu þeirra í þágu heildarinnar. Hlutverk biskupsstofu verður síðan að miðla því efni, sem til verður og samþætta samstarf safnaðanna. Barna- og æskulýðsstarf er flaggskip kirkjunnar og ætti að vera forgangsverkefni á komandi árum. Unga fólkið er framtíð kirkjunnar og starf í þess þágu kallar fjölskyldur í landinu til liðs við kirkjuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í aðdraganda biskupskjörs var ég spurður um fyrstu verkefni í starfi ef ég yrði kjörinn biskup. Af þremur forgangsverkefnum er varða ungt fólk, fjármál og starfsfólk tel ég að mikilvægasta verkefnið varði æsku þjóðarinnar. Heilbrigð kirkja þjónar fólki. Þjóðkirkjan á að leggja sérstaka rækt við framtíðarfólkið, börn og unglinga, og þjóna barnafjölskyldum vel. Sem barn naut ég þeirra forréttinda að alast upp í barnvænu trúarumhverfi kirkjunnar. Þjónusta mín við kirkju Krists í landinu á rætur í þeirri sáningu og umönnun, sem ég naut í æsku. Ég á sjálfur ung börn og uppeldismál eru mér því áhugaefni og daglegt viðfangsefni. Við upphaf 21. aldar er trúaruppeldi þeirrar kynslóðar, sem nú er að vaxa úr grasi, mikilvægasta fjárfesting kirkjunnar. Brýn verkefni eru að tryggja góða þjónustu við börn og unglinga óháð búsetu og að efla fagmennsku í æskulýðsstarfi. Æskulýðsstarf kirkjunnar er grunnþjónusta, sem á að vera í boði í öllum sóknum. Aðstæður eru ólíkar og söfnuðir í dreifbýli og þéttbýli hafa ólíkar þarfir. Þess vegna skiptir höfuðmáli að greina þarfir sóknanna á landsvísu og byggja upp frá grasrótinni glaða og ríka kirkju. Uppbygging í barna- og unglingastarfi hefur margfeldisáhrif því á bak við hvert glatt barn í kirkjustarfi eru ánægðar fjölskyldur. Kirkjan þarf að tryggja faglegt umhverfi fyrir barna- og æskulýðsstarf. Það verður aðeins gert með fagmenntuðu fólki, sem hefur umsjón með og ber ábyrgð á starfinu. Á landsbyggðinni sinna sóknarprestar barna- og unglingastarfi og þeim þarf að tryggja aðgang að kennsluefni og faglegu baklandi til að sinna unga fólkinu sem best. Nýta þarf samstarfssvæði safnaða þar sem margar sóknir starfa saman líkt og nýtt átaksverkefni í æskulýðsmálum í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi er vísir að. Þar verður ráðinn æskulýðsfulltrúi í hálft starf til að styðja minni söfnuði í prófastsdæminu við uppbyggingu æskulýðstarfs. Þá þarf að tryggja aðgang ungs fólks að leiðtogaþjálfun. Samstarf er lykillinn að árangri. Með því að færa efnisgerð og forystu um einstaka þætti æskulýðsstarfs út til safnaðanna nýtist mannauður kirkjunnar til fulls. Þannig gætu sóknir, sem skara fram úr á einstökum sviðum, fengið fjárveitingu til að leiða þann málaflokk í ákveðinn tíma og orðið „móðurkirkjur“ þess starfs. Með því að færa verkefni út í söfnuðina má nýta sérþekkingu þeirra í þágu heildarinnar. Hlutverk biskupsstofu verður síðan að miðla því efni, sem til verður og samþætta samstarf safnaðanna. Barna- og æskulýðsstarf er flaggskip kirkjunnar og ætti að vera forgangsverkefni á komandi árum. Unga fólkið er framtíð kirkjunnar og starf í þess þágu kallar fjölskyldur í landinu til liðs við kirkjuna.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar