Ísland mótmælir ekki meðalgöngu Evrópusambandsins 14. apríl 2012 06:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir Íslensk stjórnvöld telja best að leggjast ekki gegn meðalgöngu framkvæmdastjórnar ESB í Icesave-málinu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins mótmælir og segir ástæðulaust að halda áfram aðildarviðræðum að óbreyttu. Íslensk stjórnvöld setja sig ekki upp á móti því að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fái leyfi til meðalgöngu í máli Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-málsins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd segir hins vegar að íslensk stjórnvöld hafi átt að mótmæla þessari innkomu ESB. Frestur íslenskra stjórnvalda til að gera athugasemd við kröfu framkvæmdastjórnarinnar rann út í gær. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að lagt sé í hendur EFTA-dómstólsins hvort meðalganga framkvæmdastjórnarinnar verði leyfð. Þar segir einnig að leið meðalgöngu, sem felur í sér beinni aðkomu framkvæmdastjórnarinnar að málinu umfram hina hefðbundnari leið að leggja fram skriflega greinargerð, gæfi Íslandi aukna kosti í málsvörn sinni. „Stjórnvöld munu eiga þess kost að svara sérstaklega afstöðu sem fram kemur við meðalgöngu en þess er ekki kostur þegar hún kemur eingöngu fram í skriflegri greinargerð.“ Það væri því einróma niðurstaða aðalmálflytjanda og málflytjendateymis Íslands „að það þjónaði best hagsmunum Íslands að leggjast ekki gegn meðalgöngu hennar í málinu“. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að ekki hafi verið upplýst um kröfu framkvæmdastjórnarinnar um meðalgöngu þegar hún kom fram í lok síðasta mánaðar. Meðal annars hafi utanríkismálanefnd ekki frétt af málinu fyrr en sagt var frá því í fjölmiðlum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í viðtali á RÚV í gær að sama hafi gilt um sig. Össur sagði í viðtali við fjölmiðla í gær að hann hafi gert ráð fyrir að þingmenn hefðu fylgst með málinu og hefði því getað verið kunnugt um kröfu framkvæmdastjórnarinnar. „Hugsanlega hefði ég átt að gera [utanríkismálanefnd] viðvart svo að tryggt væri að þeir fengju af þessu vitneskju.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í utanríkismálanefnd, segir í samtali við Fréttablaðið að ráðherra hafi brugðist í málinu. „Ég held að það sé öllum ljóst að ráðherra brást upplýsingar- og samráðsskyldu sinni gagnvart nefndinni. Mér fannst hann viðurkenna það í fjölmiðlum. Við vonum bara að gerð verði bragarbót á því.“ „Ég held að við þurfum að mótmæla þessu kröftuglega og ég sé enga ástæðu til að halda áfram aðildarviðræðum við ESB á meðan þessi staða er uppi.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Íslensk stjórnvöld telja best að leggjast ekki gegn meðalgöngu framkvæmdastjórnar ESB í Icesave-málinu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins mótmælir og segir ástæðulaust að halda áfram aðildarviðræðum að óbreyttu. Íslensk stjórnvöld setja sig ekki upp á móti því að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fái leyfi til meðalgöngu í máli Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-málsins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd segir hins vegar að íslensk stjórnvöld hafi átt að mótmæla þessari innkomu ESB. Frestur íslenskra stjórnvalda til að gera athugasemd við kröfu framkvæmdastjórnarinnar rann út í gær. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að lagt sé í hendur EFTA-dómstólsins hvort meðalganga framkvæmdastjórnarinnar verði leyfð. Þar segir einnig að leið meðalgöngu, sem felur í sér beinni aðkomu framkvæmdastjórnarinnar að málinu umfram hina hefðbundnari leið að leggja fram skriflega greinargerð, gæfi Íslandi aukna kosti í málsvörn sinni. „Stjórnvöld munu eiga þess kost að svara sérstaklega afstöðu sem fram kemur við meðalgöngu en þess er ekki kostur þegar hún kemur eingöngu fram í skriflegri greinargerð.“ Það væri því einróma niðurstaða aðalmálflytjanda og málflytjendateymis Íslands „að það þjónaði best hagsmunum Íslands að leggjast ekki gegn meðalgöngu hennar í málinu“. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að ekki hafi verið upplýst um kröfu framkvæmdastjórnarinnar um meðalgöngu þegar hún kom fram í lok síðasta mánaðar. Meðal annars hafi utanríkismálanefnd ekki frétt af málinu fyrr en sagt var frá því í fjölmiðlum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í viðtali á RÚV í gær að sama hafi gilt um sig. Össur sagði í viðtali við fjölmiðla í gær að hann hafi gert ráð fyrir að þingmenn hefðu fylgst með málinu og hefði því getað verið kunnugt um kröfu framkvæmdastjórnarinnar. „Hugsanlega hefði ég átt að gera [utanríkismálanefnd] viðvart svo að tryggt væri að þeir fengju af þessu vitneskju.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í utanríkismálanefnd, segir í samtali við Fréttablaðið að ráðherra hafi brugðist í málinu. „Ég held að það sé öllum ljóst að ráðherra brást upplýsingar- og samráðsskyldu sinni gagnvart nefndinni. Mér fannst hann viðurkenna það í fjölmiðlum. Við vonum bara að gerð verði bragarbót á því.“ „Ég held að við þurfum að mótmæla þessu kröftuglega og ég sé enga ástæðu til að halda áfram aðildarviðræðum við ESB á meðan þessi staða er uppi.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira