Ofþolinmæði skuldara Birgir Örn Guðjónsson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Mér finnst stundum eins og ég sé í hlutverki fábjánans í fáránleikhúsi þjóðfélagsins í dag. Ég er einhver nöldrandi fýlupúki sem getur ekki séð að allt er á blússandi uppleið. Hagstofan staðfesti þetta meira að segja um daginn þegar hún sagði m.a að kaupmátturinn hjá mér væri svipaður og árið 2004. Það hlýtur því að vera tóm ímyndun að launin mín dugi ekki út mánuðinn og að ég sé tæknilega gjaldþrota út af verðtryggðu húsnæðisláni sem ég tók vegna íbúðarinnar minnar árið 2006. Ég hlýt að vera sá eini sem er í þessari stöðu. Eða hvað? Nei, ég hef alveg tekið eftir því að það eru fleiri ósáttir við sinn hlut í dag. Það hefur t.d ekki farið framhjá neinum að sumir bankastjórar eru drullufúlir, eðlilega. Einn er farinn í mál, annar hótar að hætta og sá þriðji er fúll yfir því að fá ekki einhverjar 100 milljónir sem hann segist eiga inni. Já, lífið er ósanngjarnt. Stundum verð ég ótrúlega þreyttur á þessum endalausa barningi við kerfið og að vera í hlutverki nöldrarans. Ég er lífsglaður og hamingjusamur fjölskyldufaðir sem á frábæra eiginkonu og yndisleg börn. Stundum langar mig bara til að gefast upp og spila með í Pollýönnuleiknum þar sem allt er svo frábært og framtíðin björt. En þá slær raunveruleikinn mig utan undir með tómu veskinu og ég fatta að ég verð að halda áfram að berjast. Það er of mikið í húfi. Það má ekki takast að svæfa okkur með þögninni eða kaffæra með sífellt nýjum hitamálum dagsins í dag. Forsetakosningarnar, stjórnarskráin, kvótamálin og ESB eru allt mjög mikilvæg mál en þau eru ekki töfrabragð sem lætur okkur hverfa. Við erum hér enn. Aularnir sem tókum verðtryggð húsnæðislán sem stökkbreyttust í öskrandi sístækkandi ófreskju. Vandamál okkar eru raunveruleg og þarfnast raunverulegra lausna. Eftir ónáttúruhamfarir hrunsins eru fjölmargar venjulegar fjölskyldur fastar í fjöldagröf fátæktar. Það er sannleikurinn, þó svo að einhverjir talnasérfræðingar reyni kannski að sannfæra okkur um annað. Við erum orðin þreytt á að fá sendar vistir ofan í gröfina til þess að halda í okkur lífi. Við viljum heldur fá sendan spotta svo við komumst upp úr þessari gröf og getum séð fram á einhverja framtíð í okkar annars frábæra landi. Það er ekki í lagi að ýta verðtryggingunni og leiðréttingu húsnæðislána stanslaust til hliðar. Sumir segja að stjórnvöld ætli að salta þetta þar til nær dregur kosningum til þess að geta sett þessi mál í kosningaloforðabankann. Ég trúi ekki að það sé raunin. Fórnarkostnaðurinn við það yrði of mikill. Stjórnvöld og lánastofnanir verða að fara að bretta upp ermar og taka á þessum málum fyrir alvöru, ekki seinna en strax. Ég veit að þolinmæði er dyggð en ég er ekki viss um að við höfum efni á henni mikið lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst stundum eins og ég sé í hlutverki fábjánans í fáránleikhúsi þjóðfélagsins í dag. Ég er einhver nöldrandi fýlupúki sem getur ekki séð að allt er á blússandi uppleið. Hagstofan staðfesti þetta meira að segja um daginn þegar hún sagði m.a að kaupmátturinn hjá mér væri svipaður og árið 2004. Það hlýtur því að vera tóm ímyndun að launin mín dugi ekki út mánuðinn og að ég sé tæknilega gjaldþrota út af verðtryggðu húsnæðisláni sem ég tók vegna íbúðarinnar minnar árið 2006. Ég hlýt að vera sá eini sem er í þessari stöðu. Eða hvað? Nei, ég hef alveg tekið eftir því að það eru fleiri ósáttir við sinn hlut í dag. Það hefur t.d ekki farið framhjá neinum að sumir bankastjórar eru drullufúlir, eðlilega. Einn er farinn í mál, annar hótar að hætta og sá þriðji er fúll yfir því að fá ekki einhverjar 100 milljónir sem hann segist eiga inni. Já, lífið er ósanngjarnt. Stundum verð ég ótrúlega þreyttur á þessum endalausa barningi við kerfið og að vera í hlutverki nöldrarans. Ég er lífsglaður og hamingjusamur fjölskyldufaðir sem á frábæra eiginkonu og yndisleg börn. Stundum langar mig bara til að gefast upp og spila með í Pollýönnuleiknum þar sem allt er svo frábært og framtíðin björt. En þá slær raunveruleikinn mig utan undir með tómu veskinu og ég fatta að ég verð að halda áfram að berjast. Það er of mikið í húfi. Það má ekki takast að svæfa okkur með þögninni eða kaffæra með sífellt nýjum hitamálum dagsins í dag. Forsetakosningarnar, stjórnarskráin, kvótamálin og ESB eru allt mjög mikilvæg mál en þau eru ekki töfrabragð sem lætur okkur hverfa. Við erum hér enn. Aularnir sem tókum verðtryggð húsnæðislán sem stökkbreyttust í öskrandi sístækkandi ófreskju. Vandamál okkar eru raunveruleg og þarfnast raunverulegra lausna. Eftir ónáttúruhamfarir hrunsins eru fjölmargar venjulegar fjölskyldur fastar í fjöldagröf fátæktar. Það er sannleikurinn, þó svo að einhverjir talnasérfræðingar reyni kannski að sannfæra okkur um annað. Við erum orðin þreytt á að fá sendar vistir ofan í gröfina til þess að halda í okkur lífi. Við viljum heldur fá sendan spotta svo við komumst upp úr þessari gröf og getum séð fram á einhverja framtíð í okkar annars frábæra landi. Það er ekki í lagi að ýta verðtryggingunni og leiðréttingu húsnæðislána stanslaust til hliðar. Sumir segja að stjórnvöld ætli að salta þetta þar til nær dregur kosningum til þess að geta sett þessi mál í kosningaloforðabankann. Ég trúi ekki að það sé raunin. Fórnarkostnaðurinn við það yrði of mikill. Stjórnvöld og lánastofnanir verða að fara að bretta upp ermar og taka á þessum málum fyrir alvöru, ekki seinna en strax. Ég veit að þolinmæði er dyggð en ég er ekki viss um að við höfum efni á henni mikið lengur.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun