Innlent

Wen Jiabao til landsins í dag

Ólafur Ragnar og Wen Jiabao hittust síðast í janúar.
mynd/forseti.is
Ólafur Ragnar og Wen Jiabao hittust síðast í janúar. mynd/forseti.is Mynd/forseti.is
Kínverski forsætisráðherrann Wen Jiabao og föruneyti hans kemur til landsins í dag í tveggja daga opinbera heimsókn.

Í dag fundar Jiabao með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra en forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tekur á móti forsætisráðherranum um kvöldið.

Á morgun hittast Jóhanna og Jiabao á Þingvöllum og fara þaðan að Gullfossi og Geysi. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, mun síðar taka á móti Jiabao í Hellisheiðarvirkjun um miðjan dag.

Kínverski forsætisráðherrann fer af landi brott um kvöldið í opinbera heimsókn til Svíþjóðar, Þýskalands og Póllands. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×