Viðskipti innlent

Niðurstöðu að vænta í SpKef deilu í síðasta lagi 10. maí

Úrskurðanefnd um fjárhagslegt uppgjör milli Landsbankans og íslenska ríkisins vegna yfirtöku bankans á SpKef mun skila niðurstöðu sinni í síðasta lagi 10. maí næstkomandi. Málflutningur deiluaðila fyrir úrskurðarnefndinni fór fram 28. og 29. mars síðastliðinn og hefur hún sex vikur frá lokum hans til að skila niðurstöðu. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður, sem er formaður nefndarinnar, segir niðurstöðuna ekki liggja fyrir en að það styttist í hana.

Um gríðarlega fjárhagslega hagsmuni er að ræða fyrir bæði Landsbankann, sem tók yfir starfsemi SpKef sparisjóðs í byrjun mars 2011, og íslenska ríkið. Ríkissjóður telur sig eiga að borga um 11,1 milljarð króna með SpKef en Landsbankinn telur ríkið þurfa að greiða sér 30,6 milljarða króna. Því skeikar um 20 milljörðum króna á mati deiluaðilanna.- þsj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×