Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2024 23:00 Erlingur Jens Leifsson er orðinn yfirmaður verklegra framkvæmda NunaGreen, félags sem annast orkuframkvæmdir fyrir hönd grænlenskra stjórnvalda. Sigurjón Ólason Íslenskur stjórnandi verklegra orkuframkvæmda á Grænlandi vonast til að Íslendingar hafi áhuga á taka þátt í þeim miklu virkjunarframkvæmdum sem framundan eru í landinu. Íslensk verktakafyrirtæki hafa til þessa reist fjórar af fimm vatnsaflsvirkjunum Grænlendinga. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þessi miklu verkefni sem framundan eru í þessu næsta nágrannalandi Íslendinga eftir að fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands sömdu um það að danska ríkið ábyrgðist nauðsynlega lánsfjármögnun. Íslenskur verkfræðingur, Erlingur Jens Leifsson, hefur yfirumsjón með framkvæmdum fyrir hönd grænlenskra stjórnvalda. Buksefjorden 1 er í dag stærsta virkjun Grænlands, 45 megavött. Buksefjorden 2 verður 76 megavött.Nukissiorfiit „Við förum í forval núna í desember og svo verður boðið út í alverktöku. Ætli það verði ekki svona í mars á næsta ári sem við förum í það ferli,“ segir Erlingur, sem er yfirmaður verklegra framkvæmda NunaGreen, fyrirtækis grænlensku landsstjórnarinnar. Fyrir tólf árum sýndi Stöð 2 frá virkjanaframkvæmdum við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Þar reistu íslensk fyrirtæki undir forystu Ístaks 22 megavatta virkjun, sem var hönnuð frá grunni af íslenskum verkfræðistofum. Þar voru aðstæður afar krefjandi, unnið í sífrera lengst norðan heimskautsbaugs, og þurfti að sigla að virkjunarsvæðinu um ísilagðan Diskó-flóa með öll aðföng, enda Grænland að mestu án vegakerfis. Aðstæður við Buksefjorden eru einnig krefjandi. Hafnarbakkinn við Buksefjord. Engir vegir liggja að virkjunarsvæðinu og því þarf að sigla þangað með öll aðföng.Erlingur Leifsson „Já, það er það. Þetta er má segja afskekkt. Það þarf að sigla slatta suður fyrir Nuuk og fara svo inn í landið. Þetta er bara á færi verktaka sem eru vanir að vinna við þessar aðstæður,“ segir Erlingur. Og þar með teljast íslenskir verktakar sem reist hafa fjórar af fimm vatnsaflsvirkjunum Grænlands, en einnig skóla, flugvöll og höfn. Verkefnið núna er smíði tveggja nýrra virkjana upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Buksefjorden 2 verður byggð 35 kílómetrum ofan við Buksefjorden 1.NunaGreen/Hjalti Freyr Ragnarsson -En heldurðu að Íslendingar muni koma að þessu, fyrir utan þig? „Ja… - Ístak náttúrlega byggði virkjunina upp í Sisimiut og virkjunina í Ilulissat. Þannig að þeir hafa reynsluna. Ég vona að þeir hafi áhuga. Og við að sjálfsögðu búumst við því að það komi einhverjir fleiri sem vilji fá að taka þátt,“ svarar Erlingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Haustið 2012 fjallaði Stöð 2 um virkjanaframkvæmdir Ístaks á Grænlandi í tveimur þáttum. Hér má sjá fyrri þáttinn: Hér má sjá seinni þáttinn: Grænland Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Norðurslóðir Danmörk Byggingariðnaður Tengdar fréttir Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Íslenskur verkfræðingur, sem leitt hefur gerð þriggja nýrra flugbrauta á Grænlandi, hefur verið ráðinn til að stýra mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Hann segir Grænland verða grænna. 13. nóvember 2024 21:30 Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37 Fyrsta virkjun heims í sífrera neðanjarðar Ístak afhenti grænlenskum stjórnvöldum nýja virkjun til notkunar um helgina. 10. september 2013 19:14 Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15 Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þessi miklu verkefni sem framundan eru í þessu næsta nágrannalandi Íslendinga eftir að fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands sömdu um það að danska ríkið ábyrgðist nauðsynlega lánsfjármögnun. Íslenskur verkfræðingur, Erlingur Jens Leifsson, hefur yfirumsjón með framkvæmdum fyrir hönd grænlenskra stjórnvalda. Buksefjorden 1 er í dag stærsta virkjun Grænlands, 45 megavött. Buksefjorden 2 verður 76 megavött.Nukissiorfiit „Við förum í forval núna í desember og svo verður boðið út í alverktöku. Ætli það verði ekki svona í mars á næsta ári sem við förum í það ferli,“ segir Erlingur, sem er yfirmaður verklegra framkvæmda NunaGreen, fyrirtækis grænlensku landsstjórnarinnar. Fyrir tólf árum sýndi Stöð 2 frá virkjanaframkvæmdum við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Þar reistu íslensk fyrirtæki undir forystu Ístaks 22 megavatta virkjun, sem var hönnuð frá grunni af íslenskum verkfræðistofum. Þar voru aðstæður afar krefjandi, unnið í sífrera lengst norðan heimskautsbaugs, og þurfti að sigla að virkjunarsvæðinu um ísilagðan Diskó-flóa með öll aðföng, enda Grænland að mestu án vegakerfis. Aðstæður við Buksefjorden eru einnig krefjandi. Hafnarbakkinn við Buksefjord. Engir vegir liggja að virkjunarsvæðinu og því þarf að sigla þangað með öll aðföng.Erlingur Leifsson „Já, það er það. Þetta er má segja afskekkt. Það þarf að sigla slatta suður fyrir Nuuk og fara svo inn í landið. Þetta er bara á færi verktaka sem eru vanir að vinna við þessar aðstæður,“ segir Erlingur. Og þar með teljast íslenskir verktakar sem reist hafa fjórar af fimm vatnsaflsvirkjunum Grænlands, en einnig skóla, flugvöll og höfn. Verkefnið núna er smíði tveggja nýrra virkjana upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Buksefjorden 2 verður byggð 35 kílómetrum ofan við Buksefjorden 1.NunaGreen/Hjalti Freyr Ragnarsson -En heldurðu að Íslendingar muni koma að þessu, fyrir utan þig? „Ja… - Ístak náttúrlega byggði virkjunina upp í Sisimiut og virkjunina í Ilulissat. Þannig að þeir hafa reynsluna. Ég vona að þeir hafi áhuga. Og við að sjálfsögðu búumst við því að það komi einhverjir fleiri sem vilji fá að taka þátt,“ svarar Erlingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Haustið 2012 fjallaði Stöð 2 um virkjanaframkvæmdir Ístaks á Grænlandi í tveimur þáttum. Hér má sjá fyrri þáttinn: Hér má sjá seinni þáttinn:
Grænland Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Norðurslóðir Danmörk Byggingariðnaður Tengdar fréttir Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Íslenskur verkfræðingur, sem leitt hefur gerð þriggja nýrra flugbrauta á Grænlandi, hefur verið ráðinn til að stýra mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Hann segir Grænland verða grænna. 13. nóvember 2024 21:30 Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37 Fyrsta virkjun heims í sífrera neðanjarðar Ístak afhenti grænlenskum stjórnvöldum nýja virkjun til notkunar um helgina. 10. september 2013 19:14 Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15 Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Íslenskur verkfræðingur, sem leitt hefur gerð þriggja nýrra flugbrauta á Grænlandi, hefur verið ráðinn til að stýra mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Hann segir Grænland verða grænna. 13. nóvember 2024 21:30
Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37
Fyrsta virkjun heims í sífrera neðanjarðar Ístak afhenti grænlenskum stjórnvöldum nýja virkjun til notkunar um helgina. 10. september 2013 19:14
Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15
Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45