Leiðin frá hugmynd að frumgerð oft löng 25. apríl 2012 10:00 Letingjagræja Hönnuðir boltakastarans segja tækið hannað fyrir lata hundaeigendur til þess að hundar geti sjálfir skotið boltum til að sækja. Fréttablaðið/Vilhelm Sjálfvirkur pitsuskeri, boltakastari fyrir lata hundaeigendur og golfkerra framtíðarinnar voru meðal nýstárlegra tækja sem gaf að líta á sýningu verkfræðinema Háskóla Íslands í gær. Um var að ræða prófverkefni í námskeiðinu Tölvustýrður vélbúnaður, en þar fá nemendur að þróa hugmynd og fylgja henni allt fram að fullgerðu tæki. „Þetta er árlegur viðburður hjá okkur og það hafa komið mjög skemmtilegar og fjölbreyttar hugmyndir í gegnum árin," segir Magnús Þór Jónsson prófessor í samtali við Fréttablaðið. Hann segir námskeiðið gefa nemendum skýra innsýn í ferlið sem liggur á bak við þróun og gerð véla. „Þetta sýnir þeim hversu langur vegur er milli hugmyndar og frumgerðar. Sú leið er oft erfið og krefst þolinmæði, en þau læra mikið af þessari vinnu og ekki síst mistökunum." Magnús segir námskeiðið oft hafa reynst góður stökkpallur fyrir nemendur yfir á vinnumarkaðinn. Marel og Össur hafa meðal annars komið að námskeiðinu og margir nemendur jafnvel hafið störf hjá þeim og öðrum nýsköpunarfyrirtækjum eftir námið. Ein af skemmtilegri hugmyndum þessa árs er boltakastarinn fyrir lata hundaeigendur. Tækið er hannað með það fyrir augum að hundurinn geti hlaðið tækið sjálfur. Það virkar eins og lásbogi og þegar boltinn er lagður á réttan stað, dregst tækið til baka og skýtur boltanum. Arnar Lárusson, einn hönnuða tækisins segir hugmyndina eiga sér einfalda sögu. „Hjálmar, einn úr hópnum okkar, er einmitt latur hundaeigandi og við unnum þetta út frá hans pælingu." Arnar bætir því við að þetta námskeið veiti afar góða reynslu, fyrst og fremst til að beita þekkingu sinni við raunverulegar aðstæður. „Verkfræðin er afar strembið nám og þetta er í raun í fyrsta sinn sem við fáum tækifæri til að beita okkar kröftum og þekkingu sem við höfum viðað að okkur síðustu þrjú ár. Þá kemur í ljós að við getum gert ýmislegt." Aðspurður hvort þeir hyggi á fjöldaframleiðslu á boltakastaranum segir Arnar það óvíst. „Ég veit ekki alveg með okkar tæki, en það voru margar góðar hugmyndir í námskeiðinu og örugglega tækifæri til að þróa ýmislegt áfram." thorgils@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Geta stýrt vél með hugarafli Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman. 26. apríl 2012 00:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Sjálfvirkur pitsuskeri, boltakastari fyrir lata hundaeigendur og golfkerra framtíðarinnar voru meðal nýstárlegra tækja sem gaf að líta á sýningu verkfræðinema Háskóla Íslands í gær. Um var að ræða prófverkefni í námskeiðinu Tölvustýrður vélbúnaður, en þar fá nemendur að þróa hugmynd og fylgja henni allt fram að fullgerðu tæki. „Þetta er árlegur viðburður hjá okkur og það hafa komið mjög skemmtilegar og fjölbreyttar hugmyndir í gegnum árin," segir Magnús Þór Jónsson prófessor í samtali við Fréttablaðið. Hann segir námskeiðið gefa nemendum skýra innsýn í ferlið sem liggur á bak við þróun og gerð véla. „Þetta sýnir þeim hversu langur vegur er milli hugmyndar og frumgerðar. Sú leið er oft erfið og krefst þolinmæði, en þau læra mikið af þessari vinnu og ekki síst mistökunum." Magnús segir námskeiðið oft hafa reynst góður stökkpallur fyrir nemendur yfir á vinnumarkaðinn. Marel og Össur hafa meðal annars komið að námskeiðinu og margir nemendur jafnvel hafið störf hjá þeim og öðrum nýsköpunarfyrirtækjum eftir námið. Ein af skemmtilegri hugmyndum þessa árs er boltakastarinn fyrir lata hundaeigendur. Tækið er hannað með það fyrir augum að hundurinn geti hlaðið tækið sjálfur. Það virkar eins og lásbogi og þegar boltinn er lagður á réttan stað, dregst tækið til baka og skýtur boltanum. Arnar Lárusson, einn hönnuða tækisins segir hugmyndina eiga sér einfalda sögu. „Hjálmar, einn úr hópnum okkar, er einmitt latur hundaeigandi og við unnum þetta út frá hans pælingu." Arnar bætir því við að þetta námskeið veiti afar góða reynslu, fyrst og fremst til að beita þekkingu sinni við raunverulegar aðstæður. „Verkfræðin er afar strembið nám og þetta er í raun í fyrsta sinn sem við fáum tækifæri til að beita okkar kröftum og þekkingu sem við höfum viðað að okkur síðustu þrjú ár. Þá kemur í ljós að við getum gert ýmislegt." Aðspurður hvort þeir hyggi á fjöldaframleiðslu á boltakastaranum segir Arnar það óvíst. „Ég veit ekki alveg með okkar tæki, en það voru margar góðar hugmyndir í námskeiðinu og örugglega tækifæri til að þróa ýmislegt áfram." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Geta stýrt vél með hugarafli Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman. 26. apríl 2012 00:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Geta stýrt vél með hugarafli Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman. 26. apríl 2012 00:30