Tíska og hönnun

Johnson gjaldþrota

Fyrirtæki fatahönnuðarins Betsey Johnson hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum samkvæmt fréttum WWD.com. Öllum verslunum í eigu fyrirtækisins verður lokað og um 350 manns sagt upp störfum í kjölfarið.

Betsey Johnson LLC rekur 63 verslanir víðs vegar um Bandaríkin auk vefverslunar og verður verslununum lokað á næstu vikum. Johnson, sem er sjötug, mun þó halda áfram að hanna fyrir samstarfsverkefni sitt og verslunarkeðjunnar Macy's. „Ég elska að geta hannað flíkur sem kosta ekki of mikið. Það hentar vel stúlkunum er kaupa hönnun mína," sagði hönnuðurinn í viðtali við WWD.com.

Johnson er þekkt fyrir litaglaða og ærslafulla hönnun sína og fer hún handahlaup í lok hverrar tískusýningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×