Bann við mismunun Margrét Steinarsdóttir skrifar 10. maí 2012 06:00 Jafnrétti er hornsteinn mannréttinda, sá grunnur sem viðhorf okkar og samfélag byggja á. Allir eru bornir frjálsir og jafnir og eiga kröfu á mannréttindum óháð kynþætti, litarafti, kynferði, trú/lífsskoðun, heilsufari, aldri, fötlun, stjórnmálaskoðunum, kynhneigð, kyngervi, þjóðernisuppruna, félagslegri stöðu eða öðrum aðstæðum. Þótt þetta hljómi einfalt og sjálfsagt eru réttindi tiltekinna hópa brotin um allan heim; þekkingarleysi og fordómar gera það að verkum að sumum eru veitt forréttindi á meðan tækifæri annarra til að njóta gæða samfélagsins eru takmörkuð, t.d. vegna hefða, trúarlegra kennisetninga og staðalmynda. Þótt margt hafi áunnist á Íslandi í jafnréttismálum, réttindi kvenna til að mynda aukin og samkynhneigðir hafi náð langt í sinni baráttu, þá eiga ýmsir samfélagshópar enn undir högg að sækja og geta ekki sótt rétt sinn telji þeir á sér brotið. Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur um nokkurt skeið vakið athygli á því hversu ófullkomin íslensk jafnréttislöggjöf er þegar um er að tefla annars konar jafnrétti en kynjajafnrétti. Lögin eru afar brotakennd í samanburði við það sem kveðið er á um í Evrópurétti og þá löggjöf sem finna má í löndum sem Ísland ber sig helst saman við. Á Norðurlöndum er alls staðar að finna heildstæða jafnréttislöggjöf sem byggir m.a. á tilskipunum ESB um jafnrétti án tillits til kynþáttar eða þjóðernisuppruna (2000/43/EB), jafnrétti í atvinnulífi og starfi (2000/78/EB). Tilskipanir ESB kveða á um lágmarksréttindi en þær eru mikilvægur grunnur sem jafnréttislöggjöf í mestallri Evrópu byggir á. Í velferðarráðuneytinu fer nú fram vinna við innleiðingu framangreindra tilskipana. Verði þær innleiddar á fullnægjandi hátt má ætla að réttarstaða þeirra sem eiga undir högg að sækja vegna fyrrgreindra þátta batni til muna á Íslandi. Eitt þeirra rita um mannréttindi sem Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur gefið út á síðustu árum er ritið Bann við mismunun. Fjallar það einkum um efni áðurnefndra tilskipana Evrópusambandsins og frumvarp að nýrri tilskipun um jafnrétti á víðum grunni. Tilgangur útgáfunnar er fyrst og fremst að kynna tilskipanir ESB um jafnrétti og þá hugmyndafræði sem liggur þeim að baki. Rit af þessum toga eru nauðsyn því til þess að geta beitt sér í þágu jafnréttis er brýnt að fólk þekki rétt sinn og skyldur og viti hvað felst í banni við mismunun. Bann við mismunun er aðgengilegt á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands: www.humanrights.is og má einnig nálgast prentuð eintök á skrifstofunni að Túngötu 14. Ritið er ókeypis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Jafnrétti er hornsteinn mannréttinda, sá grunnur sem viðhorf okkar og samfélag byggja á. Allir eru bornir frjálsir og jafnir og eiga kröfu á mannréttindum óháð kynþætti, litarafti, kynferði, trú/lífsskoðun, heilsufari, aldri, fötlun, stjórnmálaskoðunum, kynhneigð, kyngervi, þjóðernisuppruna, félagslegri stöðu eða öðrum aðstæðum. Þótt þetta hljómi einfalt og sjálfsagt eru réttindi tiltekinna hópa brotin um allan heim; þekkingarleysi og fordómar gera það að verkum að sumum eru veitt forréttindi á meðan tækifæri annarra til að njóta gæða samfélagsins eru takmörkuð, t.d. vegna hefða, trúarlegra kennisetninga og staðalmynda. Þótt margt hafi áunnist á Íslandi í jafnréttismálum, réttindi kvenna til að mynda aukin og samkynhneigðir hafi náð langt í sinni baráttu, þá eiga ýmsir samfélagshópar enn undir högg að sækja og geta ekki sótt rétt sinn telji þeir á sér brotið. Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur um nokkurt skeið vakið athygli á því hversu ófullkomin íslensk jafnréttislöggjöf er þegar um er að tefla annars konar jafnrétti en kynjajafnrétti. Lögin eru afar brotakennd í samanburði við það sem kveðið er á um í Evrópurétti og þá löggjöf sem finna má í löndum sem Ísland ber sig helst saman við. Á Norðurlöndum er alls staðar að finna heildstæða jafnréttislöggjöf sem byggir m.a. á tilskipunum ESB um jafnrétti án tillits til kynþáttar eða þjóðernisuppruna (2000/43/EB), jafnrétti í atvinnulífi og starfi (2000/78/EB). Tilskipanir ESB kveða á um lágmarksréttindi en þær eru mikilvægur grunnur sem jafnréttislöggjöf í mestallri Evrópu byggir á. Í velferðarráðuneytinu fer nú fram vinna við innleiðingu framangreindra tilskipana. Verði þær innleiddar á fullnægjandi hátt má ætla að réttarstaða þeirra sem eiga undir högg að sækja vegna fyrrgreindra þátta batni til muna á Íslandi. Eitt þeirra rita um mannréttindi sem Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur gefið út á síðustu árum er ritið Bann við mismunun. Fjallar það einkum um efni áðurnefndra tilskipana Evrópusambandsins og frumvarp að nýrri tilskipun um jafnrétti á víðum grunni. Tilgangur útgáfunnar er fyrst og fremst að kynna tilskipanir ESB um jafnrétti og þá hugmyndafræði sem liggur þeim að baki. Rit af þessum toga eru nauðsyn því til þess að geta beitt sér í þágu jafnréttis er brýnt að fólk þekki rétt sinn og skyldur og viti hvað felst í banni við mismunun. Bann við mismunun er aðgengilegt á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands: www.humanrights.is og má einnig nálgast prentuð eintök á skrifstofunni að Túngötu 14. Ritið er ókeypis.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun