Skoðun

Landspítali í Fossvog

Ólafur Örn Arnarson skrifar
Við sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala í eina stofnun á árinu 2000 var farið að skoða möguleika á hvernig ætti að fara í þetta mál. Fengnir voru ráðgjafar frá Kaupmannahöfn en þeir þekktu mjög vel til hér vegna fyrri heimsókna. Eftir að hafa skoðað málin og rætt við fjölda yfirmanna hinna ýmsu deilda var niðurstaða þeirra mjög skýr.

Ráðgjafarnir dæmdu húsnæði Landspítala við Hringbraut algerlega úrelt og óhæft til frambúðar. Hins vegar væri spítalabygging í Fossvogi mun betri og væri hægt að byggja við 30 þúsund fermetra þess húss og stækka um helming og byggja þar aðra 30 þúsund fermetra til viðbótar. Það væri hægt að byggja mun hærra til lofts vegna þess að flugvöllurinn væri þar ekkert fyrir eins og væri hins vegar við Hringbraut en þar væri ekki hægt að byggja meira en 4 hæða byggingar. Í Fossvogi væri hins vegar ekkert mál að byggja 9-10 hæða byggingar þar sem nýtingin væri svo miklu betri og byggingarnar ódýrari.

Staðsetningin í Fossvogi er svo miklu betri umferðarlega að við erum mjög nálægt miðju borgarsvæðinu. Við Hringbraut er ástandið miklu verra. Kostnaður við nauðsynlegar breytingar vegna lagnar ýmissa mannvirkja að kostnaðurinn er upp á marga milljarða króna.

Það virðist vera mjög stórt mál að ekki megi byggja neitt nema einbýli í spítalabyggingum. Þannig er nú að í húsinu í Fossvogi eru nú þegar mörg einbýli en þar fyrir utan eru flestar stofur tvíbýli. Nú er það svo að meðal legutími, vegna breytinga á skurðtækni, hefur styst mjög og er nú kominn niður í 2-3 daga. Í húsinu sem verður byggt til viðbótar í Fossvogi er sjálfsagt að hafa eintóm einbýli.

Þær tillögur sem nú liggja fyrir um byggingar við Hringbraut eru að byggðar séu 60-70 þúsund fermetra byggingar þar. Kostnaður er sjálfsagt helmingi meiri en byggingin sem leysir mál bygginganna í Fossvogi. Í þessu sambandi erum við tala um nokkra tugi milljarða, þ.e. hvort okkur dugi ein Hörpubygging eða hvort við þurfum tvær. Ástandið í þjóðfélaginu er þannig að við verðum að koma okkur ofan úr skýjunum og niður á jörðina.




Skoðun

Sjá meira


×