Langar að semja nýtt lag til heiðurs Bee Gees 22. maí 2012 15:00 Robin Gibb úr Bee Gees er fallinn frá, 62 ára gamall. Laddi var mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. „Mér finnst þetta bara hræðilegt,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, um fráfall Robins Gibb úr hljómsveitinni Bee Gees. „Þetta er alveg svakalegt. Núna er hann bara einn eftir hann Barry [Gibb]. Ég vona að hann fái að lifa eitthvað áfram karlgreyið. Það virðist vera allt í lagi með hann. Hinir voru eitthvað gallaðir, tvíburarnir.“ Laddi söng seint á áttunda áratugnum ásamt bróður sínum Halla lagið Ó, mig langar heim (til Patreksfjarðar) sem var þeirra útgáfa af lagi Bee Gees, Massachusetts. Skömmu síðar samdi Laddi lag um Gibb-bræðurna sem heitir Gibba gibb. „Þeir hafa alltaf verið í svolitlu uppáhaldi hjá mér,“ segir hann um Bee Gees. Aðspurður viðurkennir Laddi að erfitt hafi verið að ná hæstu tónum Gibb-bræðranna, en þeir voru frægir fyrir hátt raddsvið sitt. „Ég náði því alveg með rembingi. Ég náði kannski ekki allra hæstu tónunum en fór helvíti nálægt þeim. Þetta voru kallaðir píkuskrækir í gamla daga en maður var ekkert feiminn við þetta. Þeir voru orðnir frægir fyrir sína skræki og þetta var allt í lagi.“ Spurður hvort til standi að semja annað lag til heiðurs Bee Gees segir Laddi það vel koma til greina. „Ég held ég verði að setjast niður núna og spá aðeins í það. Það er komið að þeim tímapunkti að semja eitthvað þeim til heiðurs.“ Bee Gees er ein vinsælasta hljómsveit tónlistarsögunnar og talið er að hún hafi selt um 220 milljónir hljómplatna. Sveitin var stofnuð árið 1958 en það var ekki fyrr en áratug seinna sem hljómsveitin sló í gegn með lögunum To Love Somebody, Massachusetts og I Started a Joke. Eftir nokkra ára lægð sneri Bee Gees svo aftur með diskósmellinn You Should Be Dancing og tónlistina við kvikmyndina Saturday Night Fever sem hafði að geyma slagara á borð við How Deep Is Your Love, Stayin" Alive og Night Fever. Maurice, tvíburabróðir Robins Gibb, lést árið 2001 og skömmu síðar var hljómsveitin lögð niður. Fyrir þremur árum tilkynnti Robin að hann og Barry ætluðu að koma saman á nýjan leik og þeir sungu á nokkrum tónleikum. Í nóvember í fyrra greindist Robin með lifrarkrabbamein en hann hafði samþykkt að koma fram á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll. Ekkert varð af því vegna veikinda hans. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Mér finnst þetta bara hræðilegt,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, um fráfall Robins Gibb úr hljómsveitinni Bee Gees. „Þetta er alveg svakalegt. Núna er hann bara einn eftir hann Barry [Gibb]. Ég vona að hann fái að lifa eitthvað áfram karlgreyið. Það virðist vera allt í lagi með hann. Hinir voru eitthvað gallaðir, tvíburarnir.“ Laddi söng seint á áttunda áratugnum ásamt bróður sínum Halla lagið Ó, mig langar heim (til Patreksfjarðar) sem var þeirra útgáfa af lagi Bee Gees, Massachusetts. Skömmu síðar samdi Laddi lag um Gibb-bræðurna sem heitir Gibba gibb. „Þeir hafa alltaf verið í svolitlu uppáhaldi hjá mér,“ segir hann um Bee Gees. Aðspurður viðurkennir Laddi að erfitt hafi verið að ná hæstu tónum Gibb-bræðranna, en þeir voru frægir fyrir hátt raddsvið sitt. „Ég náði því alveg með rembingi. Ég náði kannski ekki allra hæstu tónunum en fór helvíti nálægt þeim. Þetta voru kallaðir píkuskrækir í gamla daga en maður var ekkert feiminn við þetta. Þeir voru orðnir frægir fyrir sína skræki og þetta var allt í lagi.“ Spurður hvort til standi að semja annað lag til heiðurs Bee Gees segir Laddi það vel koma til greina. „Ég held ég verði að setjast niður núna og spá aðeins í það. Það er komið að þeim tímapunkti að semja eitthvað þeim til heiðurs.“ Bee Gees er ein vinsælasta hljómsveit tónlistarsögunnar og talið er að hún hafi selt um 220 milljónir hljómplatna. Sveitin var stofnuð árið 1958 en það var ekki fyrr en áratug seinna sem hljómsveitin sló í gegn með lögunum To Love Somebody, Massachusetts og I Started a Joke. Eftir nokkra ára lægð sneri Bee Gees svo aftur með diskósmellinn You Should Be Dancing og tónlistina við kvikmyndina Saturday Night Fever sem hafði að geyma slagara á borð við How Deep Is Your Love, Stayin" Alive og Night Fever. Maurice, tvíburabróðir Robins Gibb, lést árið 2001 og skömmu síðar var hljómsveitin lögð niður. Fyrir þremur árum tilkynnti Robin að hann og Barry ætluðu að koma saman á nýjan leik og þeir sungu á nokkrum tónleikum. Í nóvember í fyrra greindist Robin með lifrarkrabbamein en hann hafði samþykkt að koma fram á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll. Ekkert varð af því vegna veikinda hans. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira