Birgir Leifur keppir á fyrsta mótinu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 23. maí 2012 06:00 Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari fór yfir sumarið hjá íslenskum afrekskylfingum á blaðamannafundi GSÍ í gær.fréttablaðið/vilhelm Eimskipsmótaröðin í golfi hefst um næstu helgi og verður fyrsta mótið af alls sex haldið á Hólmsvelli í Leiru. Allir sterkustu kylfingar landsins verða á meðal keppenda á fyrsta mótinu og þar má nefna atvinnukylfinginn Birgi Leif Hafþórsson úr GKG. Íslenska golfsumarið verður í hávegum haft í sumar og fram á haust á Stöð 2 sport. Golfsamband Íslands og Stöð 2 sport hafa gert með sér samning þar sem sýnt verður frá íslensku golfi á hverjum þriðjudegi á Stöð 2 sport í sumar – og Íslandsmótið í höggleik sem fram fer á Strandarvelli á Hellu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Samantektarþáttur um Eimskipsmótaröðina í golfi verður sýndur á þriðjudegi eftir að mótnu lýkur. Aðra þriðjudaga verða sýndir þættir sem eru í umsjón þeirra Loga Bergmanns Eiðssonar og Þorsteins Hallgrímssonar. Sá þáttur hefur fengið nafnið „Tvöfaldur skolli". Þar leggja þeir upp með að golf sé ekki bara áhugamál eða keppnisíþrótt – heldur lífsstíll. Ari Edwald forstjóri 365 miðla segist afar ánægður með að íslenska golfið fái nú enn veglegri sess á Stöð 2 sport. „Við erum mjög spenntir fyrir þessu samstarfi við GSÍ, enda er golfíþróttin mjög vinsæl og í miklum vexti sem fjölskylduíþrótt. Og einmitt þess vegna er það sannfæring okkar að íslenska golfið eigi ennþá fullt inni sem sjónvarpsefni. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Eimskipsmótaröðin í golfi hefst um næstu helgi og verður fyrsta mótið af alls sex haldið á Hólmsvelli í Leiru. Allir sterkustu kylfingar landsins verða á meðal keppenda á fyrsta mótinu og þar má nefna atvinnukylfinginn Birgi Leif Hafþórsson úr GKG. Íslenska golfsumarið verður í hávegum haft í sumar og fram á haust á Stöð 2 sport. Golfsamband Íslands og Stöð 2 sport hafa gert með sér samning þar sem sýnt verður frá íslensku golfi á hverjum þriðjudegi á Stöð 2 sport í sumar – og Íslandsmótið í höggleik sem fram fer á Strandarvelli á Hellu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Samantektarþáttur um Eimskipsmótaröðina í golfi verður sýndur á þriðjudegi eftir að mótnu lýkur. Aðra þriðjudaga verða sýndir þættir sem eru í umsjón þeirra Loga Bergmanns Eiðssonar og Þorsteins Hallgrímssonar. Sá þáttur hefur fengið nafnið „Tvöfaldur skolli". Þar leggja þeir upp með að golf sé ekki bara áhugamál eða keppnisíþrótt – heldur lífsstíll. Ari Edwald forstjóri 365 miðla segist afar ánægður með að íslenska golfið fái nú enn veglegri sess á Stöð 2 sport. „Við erum mjög spenntir fyrir þessu samstarfi við GSÍ, enda er golfíþróttin mjög vinsæl og í miklum vexti sem fjölskylduíþrótt. Og einmitt þess vegna er það sannfæring okkar að íslenska golfið eigi ennþá fullt inni sem sjónvarpsefni.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira