Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins Jóhannes M. Gunnarsson skrifar 23. maí 2012 06:00 Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann. Á Íslandi er kjarni málsins sá sami og annars staðar. Endurnýjun Landspítala er stærsta framfaraskref sem lengi hefur sést á sviði heilbrigðismála. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, ritar grein í Fréttablaðið 21. maí sl. og upplýsir að umræðan um risabyggingu (sic) nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur sé hafin. Af mörgum fullyrðingum sem höfundur kastar fram er þessi um það bil sú eina rétta. Í heilbrigðisráðherratíð Sighvats árið 1991 var hrundið af stað því ferli sem leiddi til sameiningar spítalanna þriggja í Reykjavík, fyrst með sameiningu Landakotsspítala og Borgarspítala. Var það gert fyrst og fremst með rekstrarhagkvæmni í huga. Ég þakka Sighvati fyrir að hafa lokið upp augum margra fyrir þessum staðreyndum. Með árunum hafa enn frekari rök komið fram. Vegna gríðarlega mikillar sérhæfingar innan hinna ýmsu heilbrigðisstétta er ekki hægt að halda úti háþróaðri sjúkrahúsþjónustu nema slá saman kröftunum og nýta þekkinguna sem best. Í þessu liggur faglegur ávinningur en einnig fjárhagslegur, betri nýting sérhæfðrar þekkingar og dýrra tækja. Í stuttri frétt í DV þ. 26. janúar 1998 segir að Sighvatur hafi daginn áður lýst skoðun sinni á sjúkrahúsmálum í Sjónvarpinu. Þar hafi hann sagt að spara mætti „mikla fjármuni í heilbrigðisþjónustunni með því að rífa niður stóru sjúkrahúsin í Reykjavík og byggja í staðinn nútímalegt háskólasjúkrahús". Sjaldan held ég að Sighvatur hafi haft jafn rétt fyrir sér og þarna. Á þessum tíma virðist ekki hafa vafist fyrir ráðherranum fyrrverandi um hvað háskólasjúkrahús fjallaði. Ekki var heldur svo í tuttugu ára gamalli þingræðu þar sem hann sem ráðherra talaði um Landspítala sem háskólasjúkrahús. Nú er önnur öld og Sighvatur spyr hvað sé háskólasjúkrahús og hvort ráðgert sé að byggja utan um slíka stofnun og fullyrðir jafnframt að slíkt sjúkrahús höfum við ekki á Íslandi. Þar steig fyrrverandi ráðherra niður úr. Háskólasjúkrahús fjallar fyrst og fremst um afstöðu og getu starfsmanna og vilja stjórnenda til þekkingaröflunar og þekkingarmiðlunar. Háskóli Íslands hefur skipað sér í hóp 300 bestu háskóla í heimi samkvæmt alþjóðlegu mati og er það með ólíkindum sé miðað við stærð og fjárframlög. Drjúgur hluti þess fræðastarfs sem þetta mat byggir á, rekur uppruna sinn til Landspítala. Bygging sjúkrahúss sem hefur það hlutverk að vera háskólasjúkrahús þarf að geta hýst starfsemi af þessu tagi en ekki síður að vera sá starfsvettvangur sem laðar að sérhæfða starfsmenn sem skapa háskólaumhverfi. Sighvatur spyr fleiri spurninga í grein sinni, eins og þeirrar hvort mennta eigi sérgreinalækna hér á landi eftir byggingu nýs spítala. Ekki er ástæða til að gera lítið úr því að á Landspítala njóta 1.300 nemendur árlega kennslu og leiðsagnar í mismunandi heilbrigðisfræðum, allmörgum í sérnámi a.m.k. að hluta. Slík handleiðsla dregur að best menntuðu sérfræðingana auk þess sem fólk í sérnámi er mikilvægur starfskraftur og drifkraftur til þekkingaröflunar sem skilar bættri þjónustu. Sighvatur ræðir í grein sinni kostnaðinn við að koma upp endurnýjuðum spítala og nýjan búnað sem vanti. Kaup á honum eru nauðsynleg og koma nýjum spítala ekki við nema að því leyti að nýbyggingarnar eru nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að taka hluta hans í notkun, þar eð eldri byggingar valda ekki því hlutverki. Þá nefnir Sighvatur mannaflaþörf og segir hana munu aukast mjög með nýjum spítala. Staðreyndin er sú að Landspítali hefur allt frá sameiningu sinnt nær öllum greinum læknisfræðinnar. Með því að öll meginstarfsemin flyst á sama stað dregur úr þörfinni fyrir fjölgun starfsmanna. Í því felst hinn útreiknaði sparnaður við nýbygginguna að stórum hluta. Jafnramt má benda á að þumalfingurreglan sem Sighvatur segir gilda um að milljón íbúa þurfi að standa á bak við háskólaspítala, hefur verið brotin hér á landi í mörg ár með harla góðum árangri. Í raun eru ekki heldur rök fyrir því að 300 þúsund manns haldi uppi þróuðu, sjálfstæðu ríki en við gerum það nú samt. Hér er aðeins verið að uppfæra til nútímans. Ráðherrann fyrrverandi spyr hvað verði um sjúkrahús á landsbyggðinni með endurnýjun Landspítala. Þróunin á Íslandi er eins og annars staðar. Færri og stærri sjúkrahús eru raunin í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Á Akureyri þarf án tvímæla að vera öflugt sérgreinasjúkrahús eins og heilbrigðislögin gera ráð fyrir. Fyrir fjórtán árum viðraði Sighvatur Björgvinsson hugmyndir um að rífa stóru sjúkrahúsin í Reykjavík og byggja nútímalegt háskólasjúkrahús. Í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 varð ljóst að ekki væri raunhæft að byggja nýjan spítala frá grunni í einni atrennu. Þá var ákveðið að áfangaskipta verkefninu, sem m.a. felur í sér að nýjar byggingar verða reistar og eldri byggingar nýttar áfram enn um sinn. Áfram verður hægt að tryggja nútímalega sjúkrahúsþjónustu, sem áreiðanlega kemur sjúklingum þessa lands til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? 21. maí 2012 06:00 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann. Á Íslandi er kjarni málsins sá sami og annars staðar. Endurnýjun Landspítala er stærsta framfaraskref sem lengi hefur sést á sviði heilbrigðismála. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, ritar grein í Fréttablaðið 21. maí sl. og upplýsir að umræðan um risabyggingu (sic) nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur sé hafin. Af mörgum fullyrðingum sem höfundur kastar fram er þessi um það bil sú eina rétta. Í heilbrigðisráðherratíð Sighvats árið 1991 var hrundið af stað því ferli sem leiddi til sameiningar spítalanna þriggja í Reykjavík, fyrst með sameiningu Landakotsspítala og Borgarspítala. Var það gert fyrst og fremst með rekstrarhagkvæmni í huga. Ég þakka Sighvati fyrir að hafa lokið upp augum margra fyrir þessum staðreyndum. Með árunum hafa enn frekari rök komið fram. Vegna gríðarlega mikillar sérhæfingar innan hinna ýmsu heilbrigðisstétta er ekki hægt að halda úti háþróaðri sjúkrahúsþjónustu nema slá saman kröftunum og nýta þekkinguna sem best. Í þessu liggur faglegur ávinningur en einnig fjárhagslegur, betri nýting sérhæfðrar þekkingar og dýrra tækja. Í stuttri frétt í DV þ. 26. janúar 1998 segir að Sighvatur hafi daginn áður lýst skoðun sinni á sjúkrahúsmálum í Sjónvarpinu. Þar hafi hann sagt að spara mætti „mikla fjármuni í heilbrigðisþjónustunni með því að rífa niður stóru sjúkrahúsin í Reykjavík og byggja í staðinn nútímalegt háskólasjúkrahús". Sjaldan held ég að Sighvatur hafi haft jafn rétt fyrir sér og þarna. Á þessum tíma virðist ekki hafa vafist fyrir ráðherranum fyrrverandi um hvað háskólasjúkrahús fjallaði. Ekki var heldur svo í tuttugu ára gamalli þingræðu þar sem hann sem ráðherra talaði um Landspítala sem háskólasjúkrahús. Nú er önnur öld og Sighvatur spyr hvað sé háskólasjúkrahús og hvort ráðgert sé að byggja utan um slíka stofnun og fullyrðir jafnframt að slíkt sjúkrahús höfum við ekki á Íslandi. Þar steig fyrrverandi ráðherra niður úr. Háskólasjúkrahús fjallar fyrst og fremst um afstöðu og getu starfsmanna og vilja stjórnenda til þekkingaröflunar og þekkingarmiðlunar. Háskóli Íslands hefur skipað sér í hóp 300 bestu háskóla í heimi samkvæmt alþjóðlegu mati og er það með ólíkindum sé miðað við stærð og fjárframlög. Drjúgur hluti þess fræðastarfs sem þetta mat byggir á, rekur uppruna sinn til Landspítala. Bygging sjúkrahúss sem hefur það hlutverk að vera háskólasjúkrahús þarf að geta hýst starfsemi af þessu tagi en ekki síður að vera sá starfsvettvangur sem laðar að sérhæfða starfsmenn sem skapa háskólaumhverfi. Sighvatur spyr fleiri spurninga í grein sinni, eins og þeirrar hvort mennta eigi sérgreinalækna hér á landi eftir byggingu nýs spítala. Ekki er ástæða til að gera lítið úr því að á Landspítala njóta 1.300 nemendur árlega kennslu og leiðsagnar í mismunandi heilbrigðisfræðum, allmörgum í sérnámi a.m.k. að hluta. Slík handleiðsla dregur að best menntuðu sérfræðingana auk þess sem fólk í sérnámi er mikilvægur starfskraftur og drifkraftur til þekkingaröflunar sem skilar bættri þjónustu. Sighvatur ræðir í grein sinni kostnaðinn við að koma upp endurnýjuðum spítala og nýjan búnað sem vanti. Kaup á honum eru nauðsynleg og koma nýjum spítala ekki við nema að því leyti að nýbyggingarnar eru nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að taka hluta hans í notkun, þar eð eldri byggingar valda ekki því hlutverki. Þá nefnir Sighvatur mannaflaþörf og segir hana munu aukast mjög með nýjum spítala. Staðreyndin er sú að Landspítali hefur allt frá sameiningu sinnt nær öllum greinum læknisfræðinnar. Með því að öll meginstarfsemin flyst á sama stað dregur úr þörfinni fyrir fjölgun starfsmanna. Í því felst hinn útreiknaði sparnaður við nýbygginguna að stórum hluta. Jafnramt má benda á að þumalfingurreglan sem Sighvatur segir gilda um að milljón íbúa þurfi að standa á bak við háskólaspítala, hefur verið brotin hér á landi í mörg ár með harla góðum árangri. Í raun eru ekki heldur rök fyrir því að 300 þúsund manns haldi uppi þróuðu, sjálfstæðu ríki en við gerum það nú samt. Hér er aðeins verið að uppfæra til nútímans. Ráðherrann fyrrverandi spyr hvað verði um sjúkrahús á landsbyggðinni með endurnýjun Landspítala. Þróunin á Íslandi er eins og annars staðar. Færri og stærri sjúkrahús eru raunin í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Á Akureyri þarf án tvímæla að vera öflugt sérgreinasjúkrahús eins og heilbrigðislögin gera ráð fyrir. Fyrir fjórtán árum viðraði Sighvatur Björgvinsson hugmyndir um að rífa stóru sjúkrahúsin í Reykjavík og byggja nútímalegt háskólasjúkrahús. Í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 varð ljóst að ekki væri raunhæft að byggja nýjan spítala frá grunni í einni atrennu. Þá var ákveðið að áfangaskipta verkefninu, sem m.a. felur í sér að nýjar byggingar verða reistar og eldri byggingar nýttar áfram enn um sinn. Áfram verður hægt að tryggja nútímalega sjúkrahúsþjónustu, sem áreiðanlega kemur sjúklingum þessa lands til góða.
Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? 21. maí 2012 06:00
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar