Grípandi þjóðlagapopp úr herbúðum Edward Sharpe 24. maí 2012 23:00 Edward Sharpe and the Magnetic Zeros gefur út plötuna Here í næstu viku. Hljómsveitin sló í gegn með laginu Home sem hefur hljómað ótt og títt bæði í sjónvarpi og útvarpi. Bandaríska þjóðlagapoppsveitin Edward Sharpe and the Magnetic Zeros sendir frá sér sína aðra plötu, Here, eftir helgi. Þrjú ár eru liðin síðan sú fyrsta, Up From Below, kom út en hún hafði að geyma lagið Home. Það hefur hljómað ótt og títt bæði í útvarpi, sjónvarpsauglýsingum og sjónvarpsþáttum og vakið gríðarlega athygli á sveitinni. Þetta grípandi lag var sungið af forsprakkanum Alex Ebert og Jade Castrinos. Það hefur yfir sér bjartan og hippakenndan blæ þar sem þau Ebert og Castrinos ná sérlega vel saman. Sumir hér á landi hafa ruglað hljómsveitinni saman við Of Monsters and Men, sem er alls ekki undarlegt því íslenska bandið er greinilega undir nokkrum áhrifum frá Ebert og félögum. Báðar sveitirnar minna svo oft á tíðum á kanadísku popparana í Arcade Fire. Edward Sharpe and the Magnetic Zeros var stofnuð af hinum fúlskeggjaða Ebert árið 2007. Ebert var áður í hljómsveitinni Ima Robot. Eftir að hann hætti með kærustunni sinni flutti hann í burtu og gekk í AA-samtökin. Í framhaldinu hóf hann að semja sögu um persónuna Edward Sharpe sem var send til jarðar til að bjarga mannkyninu. Ebert hitti Castrinos og þau fóru að semja lög saman og fljótlega fóru þau í tónleikaferð með hópi vina sinna. Allt gekk að óskum og stuttskífan Here Comes kom út í maí 2009, tveimur mánuðum áður en Up From Below leit dagsins ljós. Hér fyrir ofan er hægt að hlusta á fyrsta smáskífulagið af nýju plötunni, Man on Fire. Það hefur fengið fínar viðtökur. Þjóðlagaáhrifin eru sem fyrr til staðar en lagið er lágstemmdara en Home. Edward Sharpe and the Magnetic Zeros er þessa dagana í tónleikaferð um Bandaríkin en í júlí tekur sveitin tónlistarhátíðarúnt um Evrópu þar sem nýju lögin verða flutt í bland við eldra efni. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Edward Sharpe and the Magnetic Zeros gefur út plötuna Here í næstu viku. Hljómsveitin sló í gegn með laginu Home sem hefur hljómað ótt og títt bæði í sjónvarpi og útvarpi. Bandaríska þjóðlagapoppsveitin Edward Sharpe and the Magnetic Zeros sendir frá sér sína aðra plötu, Here, eftir helgi. Þrjú ár eru liðin síðan sú fyrsta, Up From Below, kom út en hún hafði að geyma lagið Home. Það hefur hljómað ótt og títt bæði í útvarpi, sjónvarpsauglýsingum og sjónvarpsþáttum og vakið gríðarlega athygli á sveitinni. Þetta grípandi lag var sungið af forsprakkanum Alex Ebert og Jade Castrinos. Það hefur yfir sér bjartan og hippakenndan blæ þar sem þau Ebert og Castrinos ná sérlega vel saman. Sumir hér á landi hafa ruglað hljómsveitinni saman við Of Monsters and Men, sem er alls ekki undarlegt því íslenska bandið er greinilega undir nokkrum áhrifum frá Ebert og félögum. Báðar sveitirnar minna svo oft á tíðum á kanadísku popparana í Arcade Fire. Edward Sharpe and the Magnetic Zeros var stofnuð af hinum fúlskeggjaða Ebert árið 2007. Ebert var áður í hljómsveitinni Ima Robot. Eftir að hann hætti með kærustunni sinni flutti hann í burtu og gekk í AA-samtökin. Í framhaldinu hóf hann að semja sögu um persónuna Edward Sharpe sem var send til jarðar til að bjarga mannkyninu. Ebert hitti Castrinos og þau fóru að semja lög saman og fljótlega fóru þau í tónleikaferð með hópi vina sinna. Allt gekk að óskum og stuttskífan Here Comes kom út í maí 2009, tveimur mánuðum áður en Up From Below leit dagsins ljós. Hér fyrir ofan er hægt að hlusta á fyrsta smáskífulagið af nýju plötunni, Man on Fire. Það hefur fengið fínar viðtökur. Þjóðlagaáhrifin eru sem fyrr til staðar en lagið er lágstemmdara en Home. Edward Sharpe and the Magnetic Zeros er þessa dagana í tónleikaferð um Bandaríkin en í júlí tekur sveitin tónlistarhátíðarúnt um Evrópu þar sem nýju lögin verða flutt í bland við eldra efni. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira