"Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins“ Ólafur Baldursson og Kristján Erlendsson skrifar 25. maí 2012 06:00 Í aðsendri grein Sighvats Björgvinssonar þ. 21. maí 2012 greinir Sighvatur snöfurmannlega kjarnann frá tittlingaskít og aukaatriðum og dregur fram nokkrar spurningar sem hann telur að menn hafi látið hjá líða að ræða, þá sennilega vegna þess að menn treysti sér ekki í slíka umræðu. Það er rétt að þessi atriði hafa ekki verið mjög áberandi í almennri umræðu og það er mikilvægt að nú skuli loksins kominn fram aðili, sem ekki eigi beinna hagsmuna að gæta og treysti sér til að kveða upp úr um að megnið af allri hinni frjálsu umræðu hingað til, hafi í raun verið um aukaatriði. Við gerum fastlega ráð fyrir því að fv. heilbrigðisráðherra sé fyllilega ljóst að Landspítalinn er einhver mikilhæfasta mennta- og vísindastofnun þjóðarinnar, sé t.d. litið til fjölda og kunnáttu þeirra rúmlega 1.300 nemenda sem þar hljóta menntun sína ár hvert, sem og fjölda tilvitnaðra vísindagreina frá starfsmönnum spítalans, sem birtast árlega í alþjóðlegum vísindaritum. Landspítali er þess vegna háskólasjúkrahús, og hefur verið það lengi. Á síðustu árum hefur spítalinn eflst sem slíkur í öflugu samstarfi við Háskóla Íslands, Íslenska erfðagreiningu og Hjartavernd auk fjölmargra erlendra mennta- og heilbrigðisstofnana. Nýbygging spítalans og Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands er því ekki nýbreytni heldur nauðsynleg þróun til að tryggja áfram gott heilbrigðiskerfi. Á háskólaspítala fléttast saman í daglegu starfi, þjónusta við sjúklinga, menntun og vísindastarf, þannig að þessir þættir styðja hver annan. Starfsemi Landspítalans var reyndar þegar með þessum hætti löngu áður en lög um heilbrigðisþjónustu (40/2007) voru sett. Lögin hafa hins vegar rammað inn ákveðinn veruleika hvað þessa starfsemi varðar. Þau eru mikilvæg yfirlýsing Alþingis og viðurkenning á því starfi sem þróast hefur um árabil á Landspítalanum. Þessi starfsemi hefur vissulega goldið fyrir þann aðbúnað sem spítalinn hefur orðið að búa við og margoft hefur verið lýst hvað varðar aðbúnað til þjónustu við sjúklinga. Það er réttilega vitnað til þess að víða erlendis sé talið að u.þ.b. eina milljón manns þurfi til að standa að baki slíkri stofnun sem hér um ræðir. En reynslan sýnir að höfðatöluviðmið af þessu tagi hafa takmarkað gildi í íslenskum raunveruleika. Ætti það að gilda væri hér enginn Háskóli, engar hjartaaðgerðir gerðar né heldur nokkrar krabbameinslækningar stundaðar, svo dæmi séu nefnd. Það er enn fremur rétt að nám heilbrigðisstétta er kostnaðarsamt, einkum frambærilegt læknanám. Hvað varðar sérfræðimenntun, t.d. lækna, þá hafa Íslendingar notið þess að íslenskir læknar hafa sótt sérfræðiþekkingu sína til erlendra þjóða án þess að þurfa að greiða fyrir þá menntun. Þeir hafa einfaldlega gengið inn í sérfræðinám við bestu háskólaspítala beggja vegna Atlantshafsins og þannig strangt til tekið verið kostaðir til náms af nágrannaþjóðum okkar. Þeirra persónulega framlag hefur verið að leggja sitt af mörkum til þjónustu fyrir þær þjóðir, á lágmarks starfsþjálfunarlaunum, og menntað sig þannig til að geta komið heim og haldið áfram að vera Íslendingar og efla íslenskt heilbrigðiskerfi og háskólastarfsemi. Íslendingar eru aufúsugestir í framhaldsnám, ekki bara læknar heldur aðrar heilbrigðisstéttir líka. Unnar hafa verið ítarlegar starfsemisáætlanir sem taka tillit til þátta eins og mannfjöldaspár, breytinga í aldursdreifingu þjóðarinnar, breytinga í tíðni einstakra sjúkdóma (m.a. vegna fyrirsjáanlegra breytinga í aldurssamsetningu þjóðarinnar), sem fyrisjáanlegt er að allir munu leiða til aukinnar þjónustuþarfar. Líka hefur verið rýnt í þætti sem vinna móti þessum breytingum eða koma til með að mæta þjónustuþörfinni. Hér er um að ræða atriði eins og ný og þróuð þjónustuform, þverfaglega teymisvinnu, samvinnu stofnana, aukna dag- og göngudeildarstarfsemi auk framfara sem leiða til nýrra og vonandi árangursríkari meðferðamöguleika og forvarnastarfs. Árið 2004 unnu rúmlega 300 starfsmenn Landspítala greinargóða skýrslu þar sem öll þessi atriði voru skoðuð og spáð fyrir um þróun mála til ársins 2025. Skýrslan hefur síðan verið endurskoðuð en m.a. byggja á henni áætlanir um rúmafjölda hins nýja háskólaspítala. Það er rétt að ástandið á Landspítalanum er slæmt er varðar tækjabúnað og aðbúnað allan og að ræða þarf af ábyrgð og þekkingu um þau mál og nauðsyn þess að bæta þar úr. Starfsfólkið vinnur daglega frábært starf við mjög erfiðar aðstæður. Það hefur verið spurt hvort menn vilji bera ábyrgð á ákvörðunum sem leiða munu til byggingar nýs háskólasjúkrahúss. Okkar svar við því er „já". Við viljum hins vegar ekki bera ábyrgð á því ástandi sem gæti skapast hér í náinni framtíð ef ekki verður byggður nýr háskólaspítali. Það ástand yrði líklega þannig að spurningar um önnur sjúkrahús á landinu væru með öllu óþarfar. Heilbrigðiskerfi lítillar eyþjóðar getur ekki staðið eitt og sér án öflugs háskólasjúkrahúss. Íslendingar hafa sýnt að þeir geta haldið uppi starfsemi háskólasjúkrahúss svo sómi er að. Framfarirnar allt í kringum okkur sýna hins vegar, að sú staða viðhelst ekki af sjálfu sér. Þegar líka er sýnt fram á, að það að gera ekki neitt sé dýrasti valkosturinn, blasir við að áform um endurnýjun Landspítala eru á réttum grunni reist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann. 23. maí 2012 06:00 Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? 21. maí 2012 06:00 Svar við bréfi Sighvats Í stuttri grein Sighvats Björgvinssonar í Fréttablaðinu 24. maí sl. þar sem hann þakkar fyrir svar mitt við grein hans í sama blaði mánudaginn 21. maí ber hann enn fram nokkrar spurningar sem sjálfsagt er að svara. 25. maí 2012 06:00 Takk, Jóhannes Ég þakka Jóhannesi Gunnarssyni lækni kærlega fyrir svar hans við grein minni um Landspítalann/háskólasjúkrahús, en svar Jóhannesar birtist í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Í grein sinni svarar Jóhannes ekki mörgum spurninga minna – og þó. Sum svör má lesa á milli lína. Ég tel því rétt að orða málin með enn einfaldari hætti: 24. maí 2012 06:00 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein Sighvats Björgvinssonar þ. 21. maí 2012 greinir Sighvatur snöfurmannlega kjarnann frá tittlingaskít og aukaatriðum og dregur fram nokkrar spurningar sem hann telur að menn hafi látið hjá líða að ræða, þá sennilega vegna þess að menn treysti sér ekki í slíka umræðu. Það er rétt að þessi atriði hafa ekki verið mjög áberandi í almennri umræðu og það er mikilvægt að nú skuli loksins kominn fram aðili, sem ekki eigi beinna hagsmuna að gæta og treysti sér til að kveða upp úr um að megnið af allri hinni frjálsu umræðu hingað til, hafi í raun verið um aukaatriði. Við gerum fastlega ráð fyrir því að fv. heilbrigðisráðherra sé fyllilega ljóst að Landspítalinn er einhver mikilhæfasta mennta- og vísindastofnun þjóðarinnar, sé t.d. litið til fjölda og kunnáttu þeirra rúmlega 1.300 nemenda sem þar hljóta menntun sína ár hvert, sem og fjölda tilvitnaðra vísindagreina frá starfsmönnum spítalans, sem birtast árlega í alþjóðlegum vísindaritum. Landspítali er þess vegna háskólasjúkrahús, og hefur verið það lengi. Á síðustu árum hefur spítalinn eflst sem slíkur í öflugu samstarfi við Háskóla Íslands, Íslenska erfðagreiningu og Hjartavernd auk fjölmargra erlendra mennta- og heilbrigðisstofnana. Nýbygging spítalans og Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands er því ekki nýbreytni heldur nauðsynleg þróun til að tryggja áfram gott heilbrigðiskerfi. Á háskólaspítala fléttast saman í daglegu starfi, þjónusta við sjúklinga, menntun og vísindastarf, þannig að þessir þættir styðja hver annan. Starfsemi Landspítalans var reyndar þegar með þessum hætti löngu áður en lög um heilbrigðisþjónustu (40/2007) voru sett. Lögin hafa hins vegar rammað inn ákveðinn veruleika hvað þessa starfsemi varðar. Þau eru mikilvæg yfirlýsing Alþingis og viðurkenning á því starfi sem þróast hefur um árabil á Landspítalanum. Þessi starfsemi hefur vissulega goldið fyrir þann aðbúnað sem spítalinn hefur orðið að búa við og margoft hefur verið lýst hvað varðar aðbúnað til þjónustu við sjúklinga. Það er réttilega vitnað til þess að víða erlendis sé talið að u.þ.b. eina milljón manns þurfi til að standa að baki slíkri stofnun sem hér um ræðir. En reynslan sýnir að höfðatöluviðmið af þessu tagi hafa takmarkað gildi í íslenskum raunveruleika. Ætti það að gilda væri hér enginn Háskóli, engar hjartaaðgerðir gerðar né heldur nokkrar krabbameinslækningar stundaðar, svo dæmi séu nefnd. Það er enn fremur rétt að nám heilbrigðisstétta er kostnaðarsamt, einkum frambærilegt læknanám. Hvað varðar sérfræðimenntun, t.d. lækna, þá hafa Íslendingar notið þess að íslenskir læknar hafa sótt sérfræðiþekkingu sína til erlendra þjóða án þess að þurfa að greiða fyrir þá menntun. Þeir hafa einfaldlega gengið inn í sérfræðinám við bestu háskólaspítala beggja vegna Atlantshafsins og þannig strangt til tekið verið kostaðir til náms af nágrannaþjóðum okkar. Þeirra persónulega framlag hefur verið að leggja sitt af mörkum til þjónustu fyrir þær þjóðir, á lágmarks starfsþjálfunarlaunum, og menntað sig þannig til að geta komið heim og haldið áfram að vera Íslendingar og efla íslenskt heilbrigðiskerfi og háskólastarfsemi. Íslendingar eru aufúsugestir í framhaldsnám, ekki bara læknar heldur aðrar heilbrigðisstéttir líka. Unnar hafa verið ítarlegar starfsemisáætlanir sem taka tillit til þátta eins og mannfjöldaspár, breytinga í aldursdreifingu þjóðarinnar, breytinga í tíðni einstakra sjúkdóma (m.a. vegna fyrirsjáanlegra breytinga í aldurssamsetningu þjóðarinnar), sem fyrisjáanlegt er að allir munu leiða til aukinnar þjónustuþarfar. Líka hefur verið rýnt í þætti sem vinna móti þessum breytingum eða koma til með að mæta þjónustuþörfinni. Hér er um að ræða atriði eins og ný og þróuð þjónustuform, þverfaglega teymisvinnu, samvinnu stofnana, aukna dag- og göngudeildarstarfsemi auk framfara sem leiða til nýrra og vonandi árangursríkari meðferðamöguleika og forvarnastarfs. Árið 2004 unnu rúmlega 300 starfsmenn Landspítala greinargóða skýrslu þar sem öll þessi atriði voru skoðuð og spáð fyrir um þróun mála til ársins 2025. Skýrslan hefur síðan verið endurskoðuð en m.a. byggja á henni áætlanir um rúmafjölda hins nýja háskólaspítala. Það er rétt að ástandið á Landspítalanum er slæmt er varðar tækjabúnað og aðbúnað allan og að ræða þarf af ábyrgð og þekkingu um þau mál og nauðsyn þess að bæta þar úr. Starfsfólkið vinnur daglega frábært starf við mjög erfiðar aðstæður. Það hefur verið spurt hvort menn vilji bera ábyrgð á ákvörðunum sem leiða munu til byggingar nýs háskólasjúkrahúss. Okkar svar við því er „já". Við viljum hins vegar ekki bera ábyrgð á því ástandi sem gæti skapast hér í náinni framtíð ef ekki verður byggður nýr háskólaspítali. Það ástand yrði líklega þannig að spurningar um önnur sjúkrahús á landinu væru með öllu óþarfar. Heilbrigðiskerfi lítillar eyþjóðar getur ekki staðið eitt og sér án öflugs háskólasjúkrahúss. Íslendingar hafa sýnt að þeir geta haldið uppi starfsemi háskólasjúkrahúss svo sómi er að. Framfarirnar allt í kringum okkur sýna hins vegar, að sú staða viðhelst ekki af sjálfu sér. Þegar líka er sýnt fram á, að það að gera ekki neitt sé dýrasti valkosturinn, blasir við að áform um endurnýjun Landspítala eru á réttum grunni reist.
Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann. 23. maí 2012 06:00
Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? 21. maí 2012 06:00
Svar við bréfi Sighvats Í stuttri grein Sighvats Björgvinssonar í Fréttablaðinu 24. maí sl. þar sem hann þakkar fyrir svar mitt við grein hans í sama blaði mánudaginn 21. maí ber hann enn fram nokkrar spurningar sem sjálfsagt er að svara. 25. maí 2012 06:00
Takk, Jóhannes Ég þakka Jóhannesi Gunnarssyni lækni kærlega fyrir svar hans við grein minni um Landspítalann/háskólasjúkrahús, en svar Jóhannesar birtist í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Í grein sinni svarar Jóhannes ekki mörgum spurninga minna – og þó. Sum svör má lesa á milli lína. Ég tel því rétt að orða málin með enn einfaldari hætti: 24. maí 2012 06:00
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun