Mengun hafsins: Áfangar í rétta átt Svandís Svavarsdóttir skrifar 31. maí 2012 06:00 Árið 1956 fór að bera á undarlegum veikindum í japanska fiskveiðibænum Minamata. Sumir dóu, miklu fleiri sýktust og börn fæddust hræðilega vansköpuð. Sökudólgurinn fannst eftir nokkra leit, hættuleg kvikasilfurssambönd sem verksmiðja á staðnum dældi út í sjó, en fundu sér leið til baka í sjávarfangi. Á næsta ári stendur til að skrifa undir nýtt alþjóðlegt samkomulag gegn kvikasilfursmengun í Minamata. Það verður táknrænn og sögulegur áfangi í baráttunni gegn mengun hafsins, þar sem má segja að ótrúlega mikið hafi áunnist á þessu sviði á undanförnum áratugum. Alþjóðasamningar hafa náðst um að minnka mengun frá skipum, banna varp úrgangs í hafið og draga úr losun ýmissa hættulegra efna, sem finna sér leið inn í fæðukeðjuna. Kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay í Skotlandi var lokað og dregið hefur úr losun geislavirkra efna frá Sellafield, að hluta til vegna þrýstings frá nágrannaríkjum. Þrávirk lífræn efni mælast langt undir hættumörkum á Íslandsmiðum og styrkur þeirra virðist standa í stað eða fara hægt niður á við, þvert á það sem menn óttuðust fyrir áratug eða svo. Almennur skilningur er á því að hafið getur ekki verið í senn ruslakista og uppspretta fæðu og verðmæta. Nauðsynlegar aðgerðir og viðbúnaðurÍslensk stjórnvöld voru fyrst ríkja innan OSPAR-samningsins til að vekja athygli á ógnun kjarnorkuendurvinnslunnar á Bretlandseyjum fyrir fiskveiðar í Norður-Atlantshafi fyrir rúmum aldarfjórðungi. Íslendingar geta einnig þakkað sér árangur varðandi þrávirk lífræn efni að nokkru, með því að vekja athygli á vandanum á Ríóráðstefnunni 1992 og ýta í framhaldinu á gerð alþjóðlegs samkomulags. Slíkt hefði auðvitað ekki verið hægt nema með góðri hjálp fleiri ríkja, frjálsra félagasamtaka og fjölþjóðlegra stofnana. Þar má nefna Norðurskautsráðið, en samantektir þess á áhrifum þrávirkra lífrænna efna á lífríki og heilsu fólks fjarri uppsprettum mengunar áttu drjúgan þátt í gerð Stokkhólmssamningsins um að draga úr losun þeirra. Því fer þó fjarri að sigur sé unninn. Aukin byggð og starfsemi við strendur, oft án nauðsynlegrar skólphreinsunar, veldur víða alvarlegri mengun á grunnsævi. Mengun af völdum plastagna og alls kyns rusls er vaxandi vandamál, sem leitað er lausna við. Aukin ásókn í olíuvinnslu á hafi úti, oft við erfiðar aðstæður, kallar á auknar öryggiskröfur og eftirlit. Olíuslysið í Mexíkóflóa árið 2010 sýndi glöggt hve mikið tjón getur orðið við olíuvinnslu á hafsbotni og hve erfitt er að stöðva leka þar. Augu manna beinast nú mjög að olíuvinnslu á norðurslóðum með hopun hafíss, en þar eru allar aðstæður erfiðari og lífríkið viðkvæmara en á suðlægari slóðum. Þar er full ástæða til að fara varlega. Íslendingar þurfa einnig að huga að viðbrögðum við hugsanlegum stórauknum flutningum á olíu með skipum meðfram ströndum landsins. Strand risaolíuskips hér við land gæti valdið stórfelldu tjóni á fiskimiðum og lífríki. Viðbúnaður við hugsanlegum slysum af því tagi hefur verið efldur, m.a. með tilkomu nýs varðskips, bættu eftirliti með skipaumferð og aukinni samvinnu við önnur ríki um viðbrögð ef hætta skapast. Matvæli úr hreinu hafiMengun sjávar er þó minnst til komin vegna stórslysa. Þótt mengun frá starfsemi á Íslandi sé lítil skiptir það okkur miklu máli að vera til fyrirmyndar, meðal annars til að viðhalda trúverðugleika í alþjóðlegu starfi. Íslendingar geta ekki leyft sér að dæla út díoxíni langt yfir eðlilegum mörkum á sama tíma og ýtt er á önnur ríki að draga úr losun þrávirkra efna af því tagi. Átak í skólphreinsun þarf að halda áfram, því framleiðandi hágæðamatvæla getur ekki búið við gerlamengaðar strendur rétt hjá vinnslustöðvum. Góður árangur í baráttunni gegn mengun hafsins sýnir okkur mátt alþjóðlegrar samvinnu í umhverfismálum og mikilvægi vöktunar og upplýsingagjafar. Þessi árangur á að vera okkur hvatning til að halda áfram á sömu braut, en ekki tilefni til að sofna á verðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 1956 fór að bera á undarlegum veikindum í japanska fiskveiðibænum Minamata. Sumir dóu, miklu fleiri sýktust og börn fæddust hræðilega vansköpuð. Sökudólgurinn fannst eftir nokkra leit, hættuleg kvikasilfurssambönd sem verksmiðja á staðnum dældi út í sjó, en fundu sér leið til baka í sjávarfangi. Á næsta ári stendur til að skrifa undir nýtt alþjóðlegt samkomulag gegn kvikasilfursmengun í Minamata. Það verður táknrænn og sögulegur áfangi í baráttunni gegn mengun hafsins, þar sem má segja að ótrúlega mikið hafi áunnist á þessu sviði á undanförnum áratugum. Alþjóðasamningar hafa náðst um að minnka mengun frá skipum, banna varp úrgangs í hafið og draga úr losun ýmissa hættulegra efna, sem finna sér leið inn í fæðukeðjuna. Kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay í Skotlandi var lokað og dregið hefur úr losun geislavirkra efna frá Sellafield, að hluta til vegna þrýstings frá nágrannaríkjum. Þrávirk lífræn efni mælast langt undir hættumörkum á Íslandsmiðum og styrkur þeirra virðist standa í stað eða fara hægt niður á við, þvert á það sem menn óttuðust fyrir áratug eða svo. Almennur skilningur er á því að hafið getur ekki verið í senn ruslakista og uppspretta fæðu og verðmæta. Nauðsynlegar aðgerðir og viðbúnaðurÍslensk stjórnvöld voru fyrst ríkja innan OSPAR-samningsins til að vekja athygli á ógnun kjarnorkuendurvinnslunnar á Bretlandseyjum fyrir fiskveiðar í Norður-Atlantshafi fyrir rúmum aldarfjórðungi. Íslendingar geta einnig þakkað sér árangur varðandi þrávirk lífræn efni að nokkru, með því að vekja athygli á vandanum á Ríóráðstefnunni 1992 og ýta í framhaldinu á gerð alþjóðlegs samkomulags. Slíkt hefði auðvitað ekki verið hægt nema með góðri hjálp fleiri ríkja, frjálsra félagasamtaka og fjölþjóðlegra stofnana. Þar má nefna Norðurskautsráðið, en samantektir þess á áhrifum þrávirkra lífrænna efna á lífríki og heilsu fólks fjarri uppsprettum mengunar áttu drjúgan þátt í gerð Stokkhólmssamningsins um að draga úr losun þeirra. Því fer þó fjarri að sigur sé unninn. Aukin byggð og starfsemi við strendur, oft án nauðsynlegrar skólphreinsunar, veldur víða alvarlegri mengun á grunnsævi. Mengun af völdum plastagna og alls kyns rusls er vaxandi vandamál, sem leitað er lausna við. Aukin ásókn í olíuvinnslu á hafi úti, oft við erfiðar aðstæður, kallar á auknar öryggiskröfur og eftirlit. Olíuslysið í Mexíkóflóa árið 2010 sýndi glöggt hve mikið tjón getur orðið við olíuvinnslu á hafsbotni og hve erfitt er að stöðva leka þar. Augu manna beinast nú mjög að olíuvinnslu á norðurslóðum með hopun hafíss, en þar eru allar aðstæður erfiðari og lífríkið viðkvæmara en á suðlægari slóðum. Þar er full ástæða til að fara varlega. Íslendingar þurfa einnig að huga að viðbrögðum við hugsanlegum stórauknum flutningum á olíu með skipum meðfram ströndum landsins. Strand risaolíuskips hér við land gæti valdið stórfelldu tjóni á fiskimiðum og lífríki. Viðbúnaður við hugsanlegum slysum af því tagi hefur verið efldur, m.a. með tilkomu nýs varðskips, bættu eftirliti með skipaumferð og aukinni samvinnu við önnur ríki um viðbrögð ef hætta skapast. Matvæli úr hreinu hafiMengun sjávar er þó minnst til komin vegna stórslysa. Þótt mengun frá starfsemi á Íslandi sé lítil skiptir það okkur miklu máli að vera til fyrirmyndar, meðal annars til að viðhalda trúverðugleika í alþjóðlegu starfi. Íslendingar geta ekki leyft sér að dæla út díoxíni langt yfir eðlilegum mörkum á sama tíma og ýtt er á önnur ríki að draga úr losun þrávirkra efna af því tagi. Átak í skólphreinsun þarf að halda áfram, því framleiðandi hágæðamatvæla getur ekki búið við gerlamengaðar strendur rétt hjá vinnslustöðvum. Góður árangur í baráttunni gegn mengun hafsins sýnir okkur mátt alþjóðlegrar samvinnu í umhverfismálum og mikilvægi vöktunar og upplýsingagjafar. Þessi árangur á að vera okkur hvatning til að halda áfram á sömu braut, en ekki tilefni til að sofna á verðinum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun