Kennir að segja sögu með mynd 2. júní 2012 08:30 Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir kemur heim í lok júlí og ætlar að deila ljósmyndaþekkingu sinni í fyrsta sinn á Lunga-listahátíðinni. „Ég er rosa spennt að getað loksins komið heim í smá sumarfrí og haldið námskeiðið í leiðinni,“ segir ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir sem ætlar að halda námskeið í tískuljósmyndun á Lunga-listahátíðinni í sumar. Hátíðin fer fram í á Seyðisfirði dagana 15.-22. júlí en þetta er í fyrsta sinn sem Saga heldur námskeið hér á landi. Saga er búsett í London þar sem hún hefur getið sér góðs orð sem ljósmyndari og hafa myndir eftir hana birst í helstu tískumiðlum heims á borð við Dazed and Confused, ID og Nylon. „Ég hef áður haldið fyrirlestra um mína vinnu og kennt einn og einn tíma í Central Saint Martins-skólanum í London en þetta er í fyrsta sinn sem ég held heilt námskeið. Það er spennandi,“ segir Saga sem er menntuð í tískuljósmyndun. „Námskeiðið verður mjög tískutengt því þar liggur áhugasvið mitt. Ég ætla að reyna að kenna fólki að opna fyrir sköpunarkraftinn og segja sögu með mynd.“ Námskeiðið er eitt af mörgum sem fara fram á Lunga-hátíðinni. Þar er meðal annars að finna námskeið í fornleifafræðilegri skúlptúrgerð, námskeið í göldrum og námskeið í tónlistarmyndbandagerð svo fátt eitt sé nefnt. Saga segist ætla að nota fyrstu dagana í að kenna fólki hugmyndavinnu. „Ég er búinn að fá Ísak Helgason, förðunarmeistara, til að koma og vera með mér í nokkra daga til að fólk fái innsýn í alla vinnuna sem liggur að baki hverri mynd. Það eru allir velkomnir og þurfa ekkert að kunna neitt í ljósmyndun né vera með flottar græjur. Einnota myndavél er flott,“ segir Saga sem hefur í nógu að snúast. „Það er alltaf nóg að gera og mikil vinna framundan. Þess vegna hlakka ég til að koma heim í smá frí.“ -áp Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
„Ég er rosa spennt að getað loksins komið heim í smá sumarfrí og haldið námskeiðið í leiðinni,“ segir ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir sem ætlar að halda námskeið í tískuljósmyndun á Lunga-listahátíðinni í sumar. Hátíðin fer fram í á Seyðisfirði dagana 15.-22. júlí en þetta er í fyrsta sinn sem Saga heldur námskeið hér á landi. Saga er búsett í London þar sem hún hefur getið sér góðs orð sem ljósmyndari og hafa myndir eftir hana birst í helstu tískumiðlum heims á borð við Dazed and Confused, ID og Nylon. „Ég hef áður haldið fyrirlestra um mína vinnu og kennt einn og einn tíma í Central Saint Martins-skólanum í London en þetta er í fyrsta sinn sem ég held heilt námskeið. Það er spennandi,“ segir Saga sem er menntuð í tískuljósmyndun. „Námskeiðið verður mjög tískutengt því þar liggur áhugasvið mitt. Ég ætla að reyna að kenna fólki að opna fyrir sköpunarkraftinn og segja sögu með mynd.“ Námskeiðið er eitt af mörgum sem fara fram á Lunga-hátíðinni. Þar er meðal annars að finna námskeið í fornleifafræðilegri skúlptúrgerð, námskeið í göldrum og námskeið í tónlistarmyndbandagerð svo fátt eitt sé nefnt. Saga segist ætla að nota fyrstu dagana í að kenna fólki hugmyndavinnu. „Ég er búinn að fá Ísak Helgason, förðunarmeistara, til að koma og vera með mér í nokkra daga til að fólk fái innsýn í alla vinnuna sem liggur að baki hverri mynd. Það eru allir velkomnir og þurfa ekkert að kunna neitt í ljósmyndun né vera með flottar græjur. Einnota myndavél er flott,“ segir Saga sem hefur í nógu að snúast. „Það er alltaf nóg að gera og mikil vinna framundan. Þess vegna hlakka ég til að koma heim í smá frí.“ -áp
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira