Það var sjúklega gaman hjá okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2012 06:00 Einar Daði Lárusson og þjálfari hans Þráinn Hafsteinsson. Mynd/Heimasíða ÍR ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson stóð sig frábærlega á mjög sterku tugþrautarmóti í Kladno í Tékklandi um helgina en hann fékk 7.898 stig og endaði í fimmta sæti á mótinu. Einar bætti sinn besta árangur um 308 stig en hann náði lágmarki inn á EM í Helsinki í lok júní og var aðeins 52 stigum frá því ná lágmarki á Ólympíuleikana í London. Einar Daði varð í þrettánda sæti á þessu móti í fyrra og er því búinn að bæta sig mikið á einu ári. Hann var með 19. besta árangurinn inn á mótið en það voru bara fjórir kappar sem gerðu betur en hann. Dmitriy Karpov sigraði í þrautinni með 8.173 stig. Roman Serbrle frá Tékklandi varð annar og náði lágmarki á Ólympíuleikana í fjórða sinn, með 8.097 stig. Pelle Rietveld frá Hollandi náði einnig Ólympíulágmarki en hann náði 3. sætinu með 8.073 stig. Einar Daði var 146 stigum á eftir Tékkanum Adam Sebastian Helcelet sem varð í fjórða sætinu. „Það gekk bara allt upp. Þetta eru tíu greinar og stundum gerist þetta að allar greinarnar smella. Það er bara frábært að þetta skyldi ganga svona vel því það er ekki sjálfsagt að það gangi svona vel og að maður fari í gegnum þessar tíu greinar án þess að neitt klikki. það þarf mikið til," sagði Einar Daði sem var ánægður með þjálfaraliðið sitt. „Ég var meða þrjá með hér úti, Þráinn þjálfara minn sem hefur yfirumsjón með þjálfuninni, Kristján Gissurarson stangarstökksþjálfara og Stebba Má (Ágústsson nuddari og aðstoðarmaður) sem er gömul kempa. Það var þvílík stemning hjá okkur og sjúklega gaman," sagði Einar. „Ég vissi að þetta væri hægt en það er skemmtilegt að sjá þetta gerast. Það er eitt að vita að þetta sé hægt en það er annað að framkvæma þetta. Ég er búinn að vera að einbeita mér að þessu í fyrra og í ár. Það er frábært að það sé að skila sér og þetta er þvílíkt gaman," sagði Einar Daði kátur. „Ég hvíldi vel fyrir þessa þraut sem var gott. Ég tók því rólega síðustu vikuna fyrir mót þannig að það væri kraftur í mér. Það skilaði sér greinilega," sagði Einar. Einar Daði er nú kominn í hóp með Jóni Arnari Magnússyni en þeir eru nú þeir tveir Íslendingar sem hafa náð flestum stigum í einni tugþraut. Einar Daði bætti besta árangur þjálfara síns Þráins Hafsteinssonar. Þráinn náði mest 7.592 stigum árið 1983 en Íslandsmet Jóns Arnars er 8.573 stig sett í Götzis 1998. Þráinn var ánægður með sinn mann. „Þetta var frábært. Hann hefur fært sig upp á annað getustig í þessu og er kominn í heimsklassaárangur. Einar var vel tilbúinn og var búinn að undirbúa sig. Hann hélt einbeitingu allan tímann í gegnum allar þessar greinar. Það er rosalega erfitt að halda haus í þessu í tvo heila daga," sagði Þráinn og bætti við: „Hann bætti sig í hverri greininni á fætur annarri. Við vissum svo sem að hann ætti inni en það er mjög erfitt að raða því öllu saman í svona flotta þraut. Hann var bara 52 stigum frá Ólympíulágmarkinu sem eru 7.950 stig en 52 stig er mjög lítið. Hann átti ógilt stökk í langstökkinu upp á 7,50 en fór 7,35. Það hefði dugað honum til þess að komast inn á leikana en það munaði hálfum sentímetra að hann næði gildu stökki," sagði Þráinn en Einar Daði mun reyna við Ólympíulágmarkið á EM í Helsinki 27. til 28. júní. „Það yrði bara bónus að komast til London. Maður er ennþá tiltölulega ungur í þessum tugþrautarheimi og þetta tekur allt saman tíma. Það væri hrikalega gaman að komast á Ólympíuleikana en ég ætla ekki að setja þá pressu á mig eða vera eitthvað að svekkja mig á því að hafa ekki náð því núna," sagði Einar Daði. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson stóð sig frábærlega á mjög sterku tugþrautarmóti í Kladno í Tékklandi um helgina en hann fékk 7.898 stig og endaði í fimmta sæti á mótinu. Einar bætti sinn besta árangur um 308 stig en hann náði lágmarki inn á EM í Helsinki í lok júní og var aðeins 52 stigum frá því ná lágmarki á Ólympíuleikana í London. Einar Daði varð í þrettánda sæti á þessu móti í fyrra og er því búinn að bæta sig mikið á einu ári. Hann var með 19. besta árangurinn inn á mótið en það voru bara fjórir kappar sem gerðu betur en hann. Dmitriy Karpov sigraði í þrautinni með 8.173 stig. Roman Serbrle frá Tékklandi varð annar og náði lágmarki á Ólympíuleikana í fjórða sinn, með 8.097 stig. Pelle Rietveld frá Hollandi náði einnig Ólympíulágmarki en hann náði 3. sætinu með 8.073 stig. Einar Daði var 146 stigum á eftir Tékkanum Adam Sebastian Helcelet sem varð í fjórða sætinu. „Það gekk bara allt upp. Þetta eru tíu greinar og stundum gerist þetta að allar greinarnar smella. Það er bara frábært að þetta skyldi ganga svona vel því það er ekki sjálfsagt að það gangi svona vel og að maður fari í gegnum þessar tíu greinar án þess að neitt klikki. það þarf mikið til," sagði Einar Daði sem var ánægður með þjálfaraliðið sitt. „Ég var meða þrjá með hér úti, Þráinn þjálfara minn sem hefur yfirumsjón með þjálfuninni, Kristján Gissurarson stangarstökksþjálfara og Stebba Má (Ágústsson nuddari og aðstoðarmaður) sem er gömul kempa. Það var þvílík stemning hjá okkur og sjúklega gaman," sagði Einar. „Ég vissi að þetta væri hægt en það er skemmtilegt að sjá þetta gerast. Það er eitt að vita að þetta sé hægt en það er annað að framkvæma þetta. Ég er búinn að vera að einbeita mér að þessu í fyrra og í ár. Það er frábært að það sé að skila sér og þetta er þvílíkt gaman," sagði Einar Daði kátur. „Ég hvíldi vel fyrir þessa þraut sem var gott. Ég tók því rólega síðustu vikuna fyrir mót þannig að það væri kraftur í mér. Það skilaði sér greinilega," sagði Einar. Einar Daði er nú kominn í hóp með Jóni Arnari Magnússyni en þeir eru nú þeir tveir Íslendingar sem hafa náð flestum stigum í einni tugþraut. Einar Daði bætti besta árangur þjálfara síns Þráins Hafsteinssonar. Þráinn náði mest 7.592 stigum árið 1983 en Íslandsmet Jóns Arnars er 8.573 stig sett í Götzis 1998. Þráinn var ánægður með sinn mann. „Þetta var frábært. Hann hefur fært sig upp á annað getustig í þessu og er kominn í heimsklassaárangur. Einar var vel tilbúinn og var búinn að undirbúa sig. Hann hélt einbeitingu allan tímann í gegnum allar þessar greinar. Það er rosalega erfitt að halda haus í þessu í tvo heila daga," sagði Þráinn og bætti við: „Hann bætti sig í hverri greininni á fætur annarri. Við vissum svo sem að hann ætti inni en það er mjög erfitt að raða því öllu saman í svona flotta þraut. Hann var bara 52 stigum frá Ólympíulágmarkinu sem eru 7.950 stig en 52 stig er mjög lítið. Hann átti ógilt stökk í langstökkinu upp á 7,50 en fór 7,35. Það hefði dugað honum til þess að komast inn á leikana en það munaði hálfum sentímetra að hann næði gildu stökki," sagði Þráinn en Einar Daði mun reyna við Ólympíulágmarkið á EM í Helsinki 27. til 28. júní. „Það yrði bara bónus að komast til London. Maður er ennþá tiltölulega ungur í þessum tugþrautarheimi og þetta tekur allt saman tíma. Það væri hrikalega gaman að komast á Ólympíuleikana en ég ætla ekki að setja þá pressu á mig eða vera eitthvað að svekkja mig á því að hafa ekki náð því núna," sagði Einar Daði.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira