Laun bæjarstjóra hækkuðu um 3,5% Ármann Kr. Ólafsson skrifar 15. júní 2012 06:00 Í umræðunni um þá ákvörðun bæjarráðs Kópavogs að afnema rúmlega þriggja ára frystingu launa allra bæjarfulltrúa og tengja þau aftur við þingfararkaup, sem samþykkt var af fulltrúum allra flokka, hefur því verið haldið á lofti að heildarlaun bæjarstjóra Kópavogs hafi um leið verið hækkuð um 23%. Þetta er fjarri sanni. Hið rétta er að grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs hækkuðu um 3,5% þann 1. mars sl., samkvæmt ákvörðun kjararáðs, eins og laun allra þeirra sem undir kjararáð heyra svo sem laun þingmanna, ráðherra og embættismanna. Í janúar 2009 voru laun bæjarfulltrúa lækkuð um 10% en jafnframt voru þau aftengd þingfararkaupi. Með því vildu bæjarfulltrúar taka á sig kjaraskerðingu eins og aðrir í samfélaginu. Síðan þá hafa launin staðið óhreyfð, með tíu prósenta lækkuninni, á meðan aðrir sambærilegir hópar, eins og til dæmis þingmenn, hafa fengið sínar lækkanir til baka og vel það í þremur áföngum, nú síðast 1. mars sl. Eftir ákvörðun bæjarráðs nú í apríl eru laun bæjarfulltrúa aftur 27% af þingfararkaupi. Það þýðir í krónum talið að laun fyrir setu í bæjarstjórn urðu frá og með 1. mars 164.752 kr. á mánuði en voru 133.928 kr. Fyrr á þessu ári höfðu gengið til baka launalækkanir stjórnenda bæjarins. Þetta þýðir með öðrum orðum að laun bæjarfulltrúa í Kópavogi voru fyrst til að lækka eftir hrun og síðust til að ganga til baka eftir hrun. Grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs voru 1. júní 1.127.821 kr. ef með er talinn bifreiðastyrkur en þau hækkuðu um 3,5%, eins og áður sagði í mars. Þess má geta að grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs voru 1. janúar 2009 1.080.774 kr. Auk bæjarstjóralauna fær bæjarstjóri Kópavogs, samkvæmt venju, greitt fyrir setu í nefndum og ráðum, og núna fyrir bæjarráð, bæjarstjórn og hafnarstjórn. Eru heildarlaunin þegar það er talið með því 1.496.988 krónur. Samtals hafa því heildarlaunin hækkað um 4,4 % á u.þ.b. þremur árum eða frá 1. janúar 2009. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um þá ákvörðun bæjarráðs Kópavogs að afnema rúmlega þriggja ára frystingu launa allra bæjarfulltrúa og tengja þau aftur við þingfararkaup, sem samþykkt var af fulltrúum allra flokka, hefur því verið haldið á lofti að heildarlaun bæjarstjóra Kópavogs hafi um leið verið hækkuð um 23%. Þetta er fjarri sanni. Hið rétta er að grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs hækkuðu um 3,5% þann 1. mars sl., samkvæmt ákvörðun kjararáðs, eins og laun allra þeirra sem undir kjararáð heyra svo sem laun þingmanna, ráðherra og embættismanna. Í janúar 2009 voru laun bæjarfulltrúa lækkuð um 10% en jafnframt voru þau aftengd þingfararkaupi. Með því vildu bæjarfulltrúar taka á sig kjaraskerðingu eins og aðrir í samfélaginu. Síðan þá hafa launin staðið óhreyfð, með tíu prósenta lækkuninni, á meðan aðrir sambærilegir hópar, eins og til dæmis þingmenn, hafa fengið sínar lækkanir til baka og vel það í þremur áföngum, nú síðast 1. mars sl. Eftir ákvörðun bæjarráðs nú í apríl eru laun bæjarfulltrúa aftur 27% af þingfararkaupi. Það þýðir í krónum talið að laun fyrir setu í bæjarstjórn urðu frá og með 1. mars 164.752 kr. á mánuði en voru 133.928 kr. Fyrr á þessu ári höfðu gengið til baka launalækkanir stjórnenda bæjarins. Þetta þýðir með öðrum orðum að laun bæjarfulltrúa í Kópavogi voru fyrst til að lækka eftir hrun og síðust til að ganga til baka eftir hrun. Grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs voru 1. júní 1.127.821 kr. ef með er talinn bifreiðastyrkur en þau hækkuðu um 3,5%, eins og áður sagði í mars. Þess má geta að grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs voru 1. janúar 2009 1.080.774 kr. Auk bæjarstjóralauna fær bæjarstjóri Kópavogs, samkvæmt venju, greitt fyrir setu í nefndum og ráðum, og núna fyrir bæjarráð, bæjarstjórn og hafnarstjórn. Eru heildarlaunin þegar það er talið með því 1.496.988 krónur. Samtals hafa því heildarlaunin hækkað um 4,4 % á u.þ.b. þremur árum eða frá 1. janúar 2009.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar