Innlent

Skrifstofa Alþingis á Ólafsfirði tíu ára

Skrifstofur Alþingis eru starfræktar á nokkrum stöðum í miðborg Reykjavíkur og síðustu tíu ár einnig á Ólafsfirði.

„Við tökum Þingtíðindi, eldri þingskjöl og ræður og setjum þau á tölvutækt form," segir Magnús Albert Sveinsson, einn þriggja starfsmanna Alþingis á Ólafsfirði. „Þetta snýr að skönnun og próförk og fer svo beint á netið hjá Alþingi."

Magnús hefur starfað á skrifstofunni síðan hún var opnuð árið 2002. Verkefnið kom til þegar fjarvinnslufyrirtækið Íslensk miðlun, sem var meðal annars starfrækt á Ólafsfirði og í Hrísey, hætti störfum. Starfsfólk fyrirtækisins náði samningum við Alþingi þegar ákveðið var að koma skjölunum á tölvutækt form.

„Starfsfólkið var til staðar og það var ákveðið að gera þetta svona. Við erum nú starfsmenn Alþingis, með aðsetur á Ólafsfirði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×