Stór nöfn á styrktartónleikum 19. júní 2012 10:30 Björgvin Halldórsson er einn af aðstandendum tónleikanna, en hann hefur þekkt Davíð frá því hann var barn. „Við viljum eiga saman ánægjulega kvöldstund og styrkja hann Davíð okkar í leiðinni," segir stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson, einn aðstandenda styrktartónleika fyrir Davíð Örn Arnarsson sem berst við krabbamein í hálsi. Margt af vinsælasta tónlistarfólki landsins mun stíga á svið á tónleikunum og segir Björgvin sífellt bætast á listann. Meðal þeirra sem þegar eru staðfestir eru Bubbi Morthens, Sálin hans Jóns míns, Brimkló, Krummi, Jón Jónsson, KK og auðvitað Bó sjálfur. Davíð Örn er 31 árs gamall. Hann var greindur með krabbamein árið 2008 og hefur att harða baráttu við það síðan. Hann er sonur þeirra Arnars Sigurbjörnssonar og Sigrúnar Sverrisdóttur, en Arnar þessi var gítarleikari í hljómsveitunum Brimkló, Flowers og Ævintýri. „Þar er tengingin við marga af þessum frábæru aðilum sem að tónleikunum koma. Ég er til dæmis búinn að þekkja Davíð frá því hann var barn," segir Björgvin. Allir sem að tónleikunum koma gera það ókeypis svo ágóði tónleikanna rennur óskertur til styrktar Davíð og fjölskyldu hans, en hann er kvæntur með eina dóttur og eina stjúpdóttur. Tónleikarnir verða klukkan 21 næstkomandi fimmtudagskvöld í Austurbæ og er miðasala í fullum gangi á midi.is. „Það er mikill gangur í miðasölunni og við búumst við fullu húsi á fimmtudaginn. Ég hvet fólk því til að tryggja sér miða áður en það verður of seint, því það verða bara þessir einu tónleikar," segir Björgvin. -trs Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við viljum eiga saman ánægjulega kvöldstund og styrkja hann Davíð okkar í leiðinni," segir stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson, einn aðstandenda styrktartónleika fyrir Davíð Örn Arnarsson sem berst við krabbamein í hálsi. Margt af vinsælasta tónlistarfólki landsins mun stíga á svið á tónleikunum og segir Björgvin sífellt bætast á listann. Meðal þeirra sem þegar eru staðfestir eru Bubbi Morthens, Sálin hans Jóns míns, Brimkló, Krummi, Jón Jónsson, KK og auðvitað Bó sjálfur. Davíð Örn er 31 árs gamall. Hann var greindur með krabbamein árið 2008 og hefur att harða baráttu við það síðan. Hann er sonur þeirra Arnars Sigurbjörnssonar og Sigrúnar Sverrisdóttur, en Arnar þessi var gítarleikari í hljómsveitunum Brimkló, Flowers og Ævintýri. „Þar er tengingin við marga af þessum frábæru aðilum sem að tónleikunum koma. Ég er til dæmis búinn að þekkja Davíð frá því hann var barn," segir Björgvin. Allir sem að tónleikunum koma gera það ókeypis svo ágóði tónleikanna rennur óskertur til styrktar Davíð og fjölskyldu hans, en hann er kvæntur með eina dóttur og eina stjúpdóttur. Tónleikarnir verða klukkan 21 næstkomandi fimmtudagskvöld í Austurbæ og er miðasala í fullum gangi á midi.is. „Það er mikill gangur í miðasölunni og við búumst við fullu húsi á fimmtudaginn. Ég hvet fólk því til að tryggja sér miða áður en það verður of seint, því það verða bara þessir einu tónleikar," segir Björgvin. -trs
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira