Hver er þriðja leiðin Vésteinn Ólason skrifar 20. júní 2012 06:00 Um aldir höfðu Evrópuþjóðir þann hátt á að „leysa“ ágreiningsmál með átökum: hver stóð fast á sínu og að lokum varð stríð. Eftir hroðalegt manntjón og eyðileggingu í tveim heimsstyrjöldum komu þjóðir á vígvellinum sér saman um að ganga í bandalag, setja sér reglur og leysa ágreining með samningum. Þetta var upphafið á ferli sem enn er í gangi og birtist í dag í Evrópusambandinu. Þetta sátta- og sameiningarferli hefur aldrei verið auðvelt og enginn bjóst við því. Enn rekast hagsmunir á og ríkin eru um margt ólík. Sambandið hefur þurft að koma á sameiginlegum stjórnsýslustofnunum — skristofubákni segja sumir, en þó er það lítið miðað við það sem er í löndunum sjálfum. Samningar eru oft langdregnir og erfiðir, af því að taka verður tillit til allra ríkjanna og komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Þeir sem gagnrýna þetta vilja sjaldnast horfast í augu við að þetta samningaþóf tryggir stöðu hvers um sig, líka þeirra smæstu, gegn því að vera ofurliði bornir. Reglum er ætlað að tryggja jafnrétti. Átökin stafa ekki af því að ríkin séu hvert öðru óvinveitt heldur af því að hver gætir sinna hagsmuna. Evrópusambandið er sannarlega ekki dæmi um hinn fullkomna heim, en það er virðingarverð tilraun til að skapa betri heim. Margir Íslendingar virðast eiga erfitt með að skilja þetta, en afstaða þeirra er þversagnakennd. Þeim finnst að þjóðir heims, einkum þær sem nálægt búa, skuldi þeim eitthvað, einhverja vináttu sem eigi að koma fram í fjárstuðningi og tilhliðrunarsemi. Ef aðrar þjóðir treysta ekki Íslendingum eða hafa aðra hagsmuni er það af því að þær eru okkur óvinveittar. Þannig þótti mörgum sem Norðurlandaþjóðir væru orðnar okkur óvinveittar þegar þær vildu ekki rétta okkur óútfyllta ávísun meðan alls óvíst var hvort við réðum við þann vanda sem við höfðum steypt okkur í. Reyndar urðu þessar þjóðir síðan fyrstar til að rétta fram hjálparhönd þegar líkur voru til að hér yrði framfylgt skynsamlegri endurreisnaráætlun undir eftirliti. Nú greinir menn á um hvernig eigi að skipta milli þjóða þeim makríl sem veiðist í Norður-Atlantshafi. Ísland heldur þar að venju fast á sínum málstað. Það gera aðrar þjóðir líka, en eru þær óvinir okkar þess vegna? Fyrr á öldum hefði getað orðið stríð út af þessu. Hvernig ætli það hefði endað fyrir Ísland og Færeyjar? Sem betur fer vilja hinir máttarmeiri nú fara samningaleið í deilumálum og lúta alþjóðalögum. Enginn getur neitað því að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er í uppnámi. Allir stjórnmálaflokkar nema einn virðast hafa harðnað í afstöðu sinni gegn inngöngu, og meirihluti þjóðarinnar er á móti. Takist að ljúka samningaferlinu er ekki mjög líklegt að málefnalegar ástæður muni ráða úrslitum í atkvæðagreiðslu. Fjölmargir andstæðinganna eru fyrirfram ákveðnir í að Ísland megi aldrei ganga í Evrópusambandið, jafnvel ekki þótt það sé meira en hálft inni sem áhrifalítill fylgifiskur. Sannarlega væri þörf á að ræða án slagorða og upphrópana hvað felst í fullveldi og hvernig sé farsælast vopnlausri smáþjóð að gæta þess. Þótt ég sjái flest jákvætt við þróunina í Evrópu, þegar ég hugsa til þess valkosts að hún hefði ekki orðið, er ég ekki svo sannfærður um að Ísland eigi að ganga þar inn að ég þurfi ekki að vita hvað það mundi fela í sér. Við þurfum að leiða samningana til lykta, en Evrópa er í vanda, og vel getur verið skynsamlegt að fara hægt í samningum og bíða með ákvörðun þangað til farið er að skýrast hvernig úr vandanum verður leyst. Hafa verður í huga að fjármálakreppa er — ef reynslan lýgur ekki — ástand sem gengur yfir. Aðild eða ekki aðild snýst um afstöðu og framtíðarsýn til langs tíma en ekki tímabundinn vanda. En miklu skiptir vitaskuld hvaða lausnir verða fundnar, hvernig fjármála- og myntkreppa verður leyst og hvaða áhrif það hefur á hinn pólitíska samruna. Þeir sem andsnúnir eru því að Ísland sæki um og, ef hagstæðir samningar nást, gangi í Evrópusambandið, skulda okkur hinum greinargerð fyrir sinni framtíðarsýn. Það næsta sem henni verður komist er að við eigum að halda krónunni, hafa skynsamlega og trausta hagstjórn og — að flestra dómi að minnsta kosti, þótt það hafi ekki mikið verið rætt — vera áfram hluti af EES. Er þessi framtíðarsýn trúverðug? Gefum okkur að Íslendingum takist að koma á traustri hagstjórn af eigin rammleik. Til þess er ekki nóg að hafa taumhald á ríkisfjármálum heldur þarf einkageirinn, fjármálakerfið og hinn almenni borgari einnig að haga málum sínum skynsamlega. Hve langan tíma mun taka að byggja upp traust okkar og annarra á því að okkur takist þetta og að einkagjaldmiðill okkar sé trausts verður? Hvað mun sá biðtími kosta okkur? Hve mikið af aflandskrónum og sparifé mun flýja land með fyrirsjáanlegum áhrifum á gengi og lífskjör? Getum við byggt upp traust á efnahagsstjórn okkar og gjaldmiðli meðan gjaldeyrishöft eru í gildi? Hve lengi getum við búið við gjaldeyrishöft án þess að það skaði efnahag og fjármálasiðferði (ég gef mér að það geti versnað)? Hve lengi getum við verið hluti af EES með gjaldeyrishöft? Getur verið að valkostir okkar séu tveir: að ganga í Evrópusambandið og hefja samvinnuferli um myntsamstarf EÐA hverfa aftur til áranna fyrir inngöngu í EES, búa við gjaldeyrishöft og standa utan bandalaga? Sjálfsagt eru ýmsir sem telja þetta góðan kost, en ég efa stórlega að það eigi við meirihluta þeirra stjórnmálamanna og almennra kjósenda sem í dag eru andstæðingar samninga við Evrópusambandið og inngöngu í það. Ég er ekki sérfræðingur um fjármál eða peningamál, og vel má vera að ég sé blindur fyrir þriðju leiðinni, komi ekki auga á hana. Hvenær ætla stjórnmálamenn og sérfræðingar að fara að benda á þriðju leiðina og rökstyðja að hún sé fær? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Um aldir höfðu Evrópuþjóðir þann hátt á að „leysa“ ágreiningsmál með átökum: hver stóð fast á sínu og að lokum varð stríð. Eftir hroðalegt manntjón og eyðileggingu í tveim heimsstyrjöldum komu þjóðir á vígvellinum sér saman um að ganga í bandalag, setja sér reglur og leysa ágreining með samningum. Þetta var upphafið á ferli sem enn er í gangi og birtist í dag í Evrópusambandinu. Þetta sátta- og sameiningarferli hefur aldrei verið auðvelt og enginn bjóst við því. Enn rekast hagsmunir á og ríkin eru um margt ólík. Sambandið hefur þurft að koma á sameiginlegum stjórnsýslustofnunum — skristofubákni segja sumir, en þó er það lítið miðað við það sem er í löndunum sjálfum. Samningar eru oft langdregnir og erfiðir, af því að taka verður tillit til allra ríkjanna og komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Þeir sem gagnrýna þetta vilja sjaldnast horfast í augu við að þetta samningaþóf tryggir stöðu hvers um sig, líka þeirra smæstu, gegn því að vera ofurliði bornir. Reglum er ætlað að tryggja jafnrétti. Átökin stafa ekki af því að ríkin séu hvert öðru óvinveitt heldur af því að hver gætir sinna hagsmuna. Evrópusambandið er sannarlega ekki dæmi um hinn fullkomna heim, en það er virðingarverð tilraun til að skapa betri heim. Margir Íslendingar virðast eiga erfitt með að skilja þetta, en afstaða þeirra er þversagnakennd. Þeim finnst að þjóðir heims, einkum þær sem nálægt búa, skuldi þeim eitthvað, einhverja vináttu sem eigi að koma fram í fjárstuðningi og tilhliðrunarsemi. Ef aðrar þjóðir treysta ekki Íslendingum eða hafa aðra hagsmuni er það af því að þær eru okkur óvinveittar. Þannig þótti mörgum sem Norðurlandaþjóðir væru orðnar okkur óvinveittar þegar þær vildu ekki rétta okkur óútfyllta ávísun meðan alls óvíst var hvort við réðum við þann vanda sem við höfðum steypt okkur í. Reyndar urðu þessar þjóðir síðan fyrstar til að rétta fram hjálparhönd þegar líkur voru til að hér yrði framfylgt skynsamlegri endurreisnaráætlun undir eftirliti. Nú greinir menn á um hvernig eigi að skipta milli þjóða þeim makríl sem veiðist í Norður-Atlantshafi. Ísland heldur þar að venju fast á sínum málstað. Það gera aðrar þjóðir líka, en eru þær óvinir okkar þess vegna? Fyrr á öldum hefði getað orðið stríð út af þessu. Hvernig ætli það hefði endað fyrir Ísland og Færeyjar? Sem betur fer vilja hinir máttarmeiri nú fara samningaleið í deilumálum og lúta alþjóðalögum. Enginn getur neitað því að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er í uppnámi. Allir stjórnmálaflokkar nema einn virðast hafa harðnað í afstöðu sinni gegn inngöngu, og meirihluti þjóðarinnar er á móti. Takist að ljúka samningaferlinu er ekki mjög líklegt að málefnalegar ástæður muni ráða úrslitum í atkvæðagreiðslu. Fjölmargir andstæðinganna eru fyrirfram ákveðnir í að Ísland megi aldrei ganga í Evrópusambandið, jafnvel ekki þótt það sé meira en hálft inni sem áhrifalítill fylgifiskur. Sannarlega væri þörf á að ræða án slagorða og upphrópana hvað felst í fullveldi og hvernig sé farsælast vopnlausri smáþjóð að gæta þess. Þótt ég sjái flest jákvætt við þróunina í Evrópu, þegar ég hugsa til þess valkosts að hún hefði ekki orðið, er ég ekki svo sannfærður um að Ísland eigi að ganga þar inn að ég þurfi ekki að vita hvað það mundi fela í sér. Við þurfum að leiða samningana til lykta, en Evrópa er í vanda, og vel getur verið skynsamlegt að fara hægt í samningum og bíða með ákvörðun þangað til farið er að skýrast hvernig úr vandanum verður leyst. Hafa verður í huga að fjármálakreppa er — ef reynslan lýgur ekki — ástand sem gengur yfir. Aðild eða ekki aðild snýst um afstöðu og framtíðarsýn til langs tíma en ekki tímabundinn vanda. En miklu skiptir vitaskuld hvaða lausnir verða fundnar, hvernig fjármála- og myntkreppa verður leyst og hvaða áhrif það hefur á hinn pólitíska samruna. Þeir sem andsnúnir eru því að Ísland sæki um og, ef hagstæðir samningar nást, gangi í Evrópusambandið, skulda okkur hinum greinargerð fyrir sinni framtíðarsýn. Það næsta sem henni verður komist er að við eigum að halda krónunni, hafa skynsamlega og trausta hagstjórn og — að flestra dómi að minnsta kosti, þótt það hafi ekki mikið verið rætt — vera áfram hluti af EES. Er þessi framtíðarsýn trúverðug? Gefum okkur að Íslendingum takist að koma á traustri hagstjórn af eigin rammleik. Til þess er ekki nóg að hafa taumhald á ríkisfjármálum heldur þarf einkageirinn, fjármálakerfið og hinn almenni borgari einnig að haga málum sínum skynsamlega. Hve langan tíma mun taka að byggja upp traust okkar og annarra á því að okkur takist þetta og að einkagjaldmiðill okkar sé trausts verður? Hvað mun sá biðtími kosta okkur? Hve mikið af aflandskrónum og sparifé mun flýja land með fyrirsjáanlegum áhrifum á gengi og lífskjör? Getum við byggt upp traust á efnahagsstjórn okkar og gjaldmiðli meðan gjaldeyrishöft eru í gildi? Hve lengi getum við búið við gjaldeyrishöft án þess að það skaði efnahag og fjármálasiðferði (ég gef mér að það geti versnað)? Hve lengi getum við verið hluti af EES með gjaldeyrishöft? Getur verið að valkostir okkar séu tveir: að ganga í Evrópusambandið og hefja samvinnuferli um myntsamstarf EÐA hverfa aftur til áranna fyrir inngöngu í EES, búa við gjaldeyrishöft og standa utan bandalaga? Sjálfsagt eru ýmsir sem telja þetta góðan kost, en ég efa stórlega að það eigi við meirihluta þeirra stjórnmálamanna og almennra kjósenda sem í dag eru andstæðingar samninga við Evrópusambandið og inngöngu í það. Ég er ekki sérfræðingur um fjármál eða peningamál, og vel má vera að ég sé blindur fyrir þriðju leiðinni, komi ekki auga á hana. Hvenær ætla stjórnmálamenn og sérfræðingar að fara að benda á þriðju leiðina og rökstyðja að hún sé fær?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun