Nýju fötin forsetans 21. júní 2012 15:00 Áhugafólk um pólitík og almannatengsl fylgist nú af miklum áhuga með slagnum um forsetstólinn því þar fer mikinn fremsti spunameistari þjóðarinnar, Ólafur Ragnar Grímsson. Ólafur á sviðið, stýrir áherslum og umræðuþáttum af þvílíkri röggsemi að andæðingarnir líta út út eins frambjóðendur til forseta nemendafélags. Fyrir 16 árum var sett íslandsmet í spuna. Ólafi tókst þá að breyta ímynd sinni úr því að vera orðhvass og ófyrileitinn vinstri maður í hófsamann og bljúgan frambjóðanda sem birtist í forsetabúningnum fínn og strokinn mörgum mánuðum fyrir kosningar. Nýja ímyndin virkaði, Ólafur vann og þjóðin fékk það sem hún kaus; fljúgandi kláran og mælskan talsmann og lét sér vel líka. Hlutverk milda landsföðursins klæddi Ólaf ekki eins vel en hlutverkin urðu fleiri og dramatískari. Árið 2004 setti Ólafur á sig grímu Guy Fawkes og varpaði sprengju inn í þinghúsið. Forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlalög sem ríkistjórn Davíðs Oddssonar hafði fengið samþykkt. Það sauð á hægrimönnum en vinstrimenn kættust. Hér birtist forsetinn í algerlega nýju hlutverki sem varðmaður þjóðarinnar gagnvart alþingi. Málsskotsrétturinn var virkjaður í fyrsta sinn á frá stofnun lýðveldisins. Beiting málskotsréttarins er aldrei hlutlaus, við synjun laga skipar forsetinn sér í hóp þeirra sem efast um umrædd lög og hefur þannig mikil áhrif á almenningsálitið. Davíð játaði sig sigraðan og afturkallaði fjölmiðlalögin fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Snilld Ólafs Ragnars birtist ekki síst í því að þeir sem hötuðu hann þá elska hann nú; 180 gráðu snúningur á 10 árum! Ólafur gerir sér grein fyrir að í forsetaembættið er aldrei kosinn já-maður sitjandi ríkisstjórna. Hann heldur sér því kyrfilega í stjórnarandstöðu í núverandi kosningum þó hjarta hans slái líklega enn vinstra megin - hver veit? Þegar góðæðið tók við settist forsetinn við vefstólinn og spann sér glæsileg ferðaföt úr oflofi, þjóðrembu og meirimáttarkennd. Þær flíkur voru engum til sóma og síðar baðst forsetinn afsökunar á þeim í ávarpi. Neitar reyndar í dag að hafa nokkurntíma átt einkaþotubúning. Eftir hrun var ímynd forsetans í ruslflokki hjá almenningi og góð ráð dýr. Á þeim miklu óvissutímum í sögu þjóðarinnar klæddist Ólafur huliðsskikkju og hvarf sjónum manna. Nokkru síðar er allir hér heima voru uppteknir við að slökkva eldana eftir hrunið taka að berast fréttir utan úr heimi að gamli sjónvarpsmaðurinn, Ólafur Ragnar Grímsson fari mikinn á í erlendum fjölmiðlum og verji þar fimlega málstað Íslands. Upphefðin kemur að utan og beygð þjóðin fékk í hnén. Endurreisn Ólafs var hafinn. Endurreisnin fullkomnast síðan í mynd frelsishetjunnar, hinum goðum líka Ísseifi sem stekkur fram á völlin og bjargar þjóðinni frá erlendri kúgun og langvarandi skuldaklafa. Pennin er máttugri en sverðið, jafnvel ónotaður. Ímyndarstökk Ólafs við þessa atburði var gríðarlegt og má jafna við fræg stökk þeirra Skarphéðins og Gunnars á söguöld. Nú dregur að forsetakosningum árið 2012 og því sem allir töldu verða síðasta ármótaávarp Ólafs Ragnars sem forseta Íslands. Í því birtist hann óvænt í dressi véfréttarinnar. Eftir ávarpið vissi enginn hvað Ólafur Ragnar hefði sagt, hvort hann ætlaði aftur fram eða fram aftur eða hvað? Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fjölmiðla næstu vikur fékkst ekki skýrara svar fyrr en klökkur og þakklátur forsetinn tók við rúmlega 30 þúsund undirskriftum (um 10.000 færri en stefnt var að) með áskorun um að hann gæfi áfram kost á sér. Uppákoman kom gjörsamlega flatt upp á Ólaf sem var líklega eini maðurinn í landinu sem ekki vissi af undirskriftarsöfnunni. Hræður lagðist hann undir feld, kom undan honum eftir viku og bauð sig fram til fimmta kjörtímabilsins í nýjum forsetabúningi; Fimmti landvætturinn er mættur, öryggisventill Íslands! Vargöld vofir yfir, að steðjar þvílík óvissa og ógn að Ólafur getur hreinlega ekki vikist undan því að verja þjóðina á óvissutímum. Áframhaldandi valdaseta hans er algjörlega óumflýjanleg í stöðunni. Óttinn er besti bandamaður stjórnmálamanna í kosningakreppu og oft síðasta hálmstrá þeirra. Kannski ekki stórmannleg aðferð en virkar; svo ég vitni orðrétt í aldraða móður mína: „Ég veit að Ólafur er tækifærissinni sem hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig en vegna þeirrar ógnar sem steðjar að innanlands og utan þori ég ekki annað en kjósa hann". Staðreyndin er hinsvegar sú að það er engin sú hætta í nánd að vel menntuð og greind þjóðin ráði ekki fram úr henni. Það er lélegt að taka þjóðina á taugum þegar hún er að rísa upp eftir mikla erfiðleika og þarf miklu frekar á hvatningu að halda. Hér ríkir greinilega ofar öðru leiðarstef stjórnmálarefsins: „Það sem er gott fyrir mig er best fyrir þjóðina." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Áhugafólk um pólitík og almannatengsl fylgist nú af miklum áhuga með slagnum um forsetstólinn því þar fer mikinn fremsti spunameistari þjóðarinnar, Ólafur Ragnar Grímsson. Ólafur á sviðið, stýrir áherslum og umræðuþáttum af þvílíkri röggsemi að andæðingarnir líta út út eins frambjóðendur til forseta nemendafélags. Fyrir 16 árum var sett íslandsmet í spuna. Ólafi tókst þá að breyta ímynd sinni úr því að vera orðhvass og ófyrileitinn vinstri maður í hófsamann og bljúgan frambjóðanda sem birtist í forsetabúningnum fínn og strokinn mörgum mánuðum fyrir kosningar. Nýja ímyndin virkaði, Ólafur vann og þjóðin fékk það sem hún kaus; fljúgandi kláran og mælskan talsmann og lét sér vel líka. Hlutverk milda landsföðursins klæddi Ólaf ekki eins vel en hlutverkin urðu fleiri og dramatískari. Árið 2004 setti Ólafur á sig grímu Guy Fawkes og varpaði sprengju inn í þinghúsið. Forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlalög sem ríkistjórn Davíðs Oddssonar hafði fengið samþykkt. Það sauð á hægrimönnum en vinstrimenn kættust. Hér birtist forsetinn í algerlega nýju hlutverki sem varðmaður þjóðarinnar gagnvart alþingi. Málsskotsrétturinn var virkjaður í fyrsta sinn á frá stofnun lýðveldisins. Beiting málskotsréttarins er aldrei hlutlaus, við synjun laga skipar forsetinn sér í hóp þeirra sem efast um umrædd lög og hefur þannig mikil áhrif á almenningsálitið. Davíð játaði sig sigraðan og afturkallaði fjölmiðlalögin fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Snilld Ólafs Ragnars birtist ekki síst í því að þeir sem hötuðu hann þá elska hann nú; 180 gráðu snúningur á 10 árum! Ólafur gerir sér grein fyrir að í forsetaembættið er aldrei kosinn já-maður sitjandi ríkisstjórna. Hann heldur sér því kyrfilega í stjórnarandstöðu í núverandi kosningum þó hjarta hans slái líklega enn vinstra megin - hver veit? Þegar góðæðið tók við settist forsetinn við vefstólinn og spann sér glæsileg ferðaföt úr oflofi, þjóðrembu og meirimáttarkennd. Þær flíkur voru engum til sóma og síðar baðst forsetinn afsökunar á þeim í ávarpi. Neitar reyndar í dag að hafa nokkurntíma átt einkaþotubúning. Eftir hrun var ímynd forsetans í ruslflokki hjá almenningi og góð ráð dýr. Á þeim miklu óvissutímum í sögu þjóðarinnar klæddist Ólafur huliðsskikkju og hvarf sjónum manna. Nokkru síðar er allir hér heima voru uppteknir við að slökkva eldana eftir hrunið taka að berast fréttir utan úr heimi að gamli sjónvarpsmaðurinn, Ólafur Ragnar Grímsson fari mikinn á í erlendum fjölmiðlum og verji þar fimlega málstað Íslands. Upphefðin kemur að utan og beygð þjóðin fékk í hnén. Endurreisn Ólafs var hafinn. Endurreisnin fullkomnast síðan í mynd frelsishetjunnar, hinum goðum líka Ísseifi sem stekkur fram á völlin og bjargar þjóðinni frá erlendri kúgun og langvarandi skuldaklafa. Pennin er máttugri en sverðið, jafnvel ónotaður. Ímyndarstökk Ólafs við þessa atburði var gríðarlegt og má jafna við fræg stökk þeirra Skarphéðins og Gunnars á söguöld. Nú dregur að forsetakosningum árið 2012 og því sem allir töldu verða síðasta ármótaávarp Ólafs Ragnars sem forseta Íslands. Í því birtist hann óvænt í dressi véfréttarinnar. Eftir ávarpið vissi enginn hvað Ólafur Ragnar hefði sagt, hvort hann ætlaði aftur fram eða fram aftur eða hvað? Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fjölmiðla næstu vikur fékkst ekki skýrara svar fyrr en klökkur og þakklátur forsetinn tók við rúmlega 30 þúsund undirskriftum (um 10.000 færri en stefnt var að) með áskorun um að hann gæfi áfram kost á sér. Uppákoman kom gjörsamlega flatt upp á Ólaf sem var líklega eini maðurinn í landinu sem ekki vissi af undirskriftarsöfnunni. Hræður lagðist hann undir feld, kom undan honum eftir viku og bauð sig fram til fimmta kjörtímabilsins í nýjum forsetabúningi; Fimmti landvætturinn er mættur, öryggisventill Íslands! Vargöld vofir yfir, að steðjar þvílík óvissa og ógn að Ólafur getur hreinlega ekki vikist undan því að verja þjóðina á óvissutímum. Áframhaldandi valdaseta hans er algjörlega óumflýjanleg í stöðunni. Óttinn er besti bandamaður stjórnmálamanna í kosningakreppu og oft síðasta hálmstrá þeirra. Kannski ekki stórmannleg aðferð en virkar; svo ég vitni orðrétt í aldraða móður mína: „Ég veit að Ólafur er tækifærissinni sem hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig en vegna þeirrar ógnar sem steðjar að innanlands og utan þori ég ekki annað en kjósa hann". Staðreyndin er hinsvegar sú að það er engin sú hætta í nánd að vel menntuð og greind þjóðin ráði ekki fram úr henni. Það er lélegt að taka þjóðina á taugum þegar hún er að rísa upp eftir mikla erfiðleika og þarf miklu frekar á hvatningu að halda. Hér ríkir greinilega ofar öðru leiðarstef stjórnmálarefsins: „Það sem er gott fyrir mig er best fyrir þjóðina."
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar