Stífna upp og tapa hraða í sprettunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júní 2012 08:00 Helga Margrét tekur hér á því með kúluna á æfingu í gær. Mynd/Daníel Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir var nokkuð frá sínu besta á Norðurlandamóti ungmenna í sjöþraut í Noregi um síðustu helgi. Frestur til að ná Ólympíulágmarki í greininni rennur út 8. júlí en Helga var ekki sátt við frammistöðuna ytra sem skilaði henni þó öðru sæti. „Þetta var ekki nógu gott. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn eftir að hafa komið heim, breytt um æfingar og þjálfara. Svo var grenjandi rigning og rok á laugardeginum sem var ekki til að hjálpa. Þetta small ekki í þetta skiptið en kom mér þó á óvart hve hátt stigaskorið var miðað við hvað mér fannst þrautin illa heppnuð," segir Helga Margrét og er spennt fyrir sínu síðasta tækifæri til að ná lágmarkinu. „Það þarf mjög lítið að takast til þess að ég nái lágmarkinu. Það væri frábær plús en ef ekki held ég bara áfram að berjast í þessu," segir Helga Margrét. Helga Margrét hlaut 5.645 stig um liðna helgi en Íslandsmet hennar frá júní 2009 er 5.878 stig. Ólympíulágmarkið er 5.950 stig og Helga Margrét segir að það vanti upp á úthaldið hjá sér. „Ég stífna alltaf upp og tapa hraða í lokin í 100 og 200 metra hlaupi auk grindarhlaupsins. Við erum að leita að ferskleika, þetta er orðið svolítið vélrænt," segir Helga Margrét sem ætlar að reyna við Ólympíulágmarkið í síðasta sinn helgina 7.-8. júlí. „Ég gæti keppt á móti í Frakklandi en svo eru líka mót í Belgíu og Hollandi. Við erum að skoða hvað hentar mér best." Helga Margrét hlaut á þriðjudaginn 300 þúsund króna styrk auk niðurfellingu 60 þúsund króna skráningargjalds frá Háskóla Íslands. 26 nýnemar við skólann voru verðlaunaðir ýmist fyrir framúrskarandi námsárangur eða árangur á öðru sviði, til dæmis íþrótta. Í tilfelli Helgu Margrétar á bæði við en hún var semídúx frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2011 með 9,83 í meðaleinkunn. „Styrkurinn mun koma sér mjög vel," segir Helga sem segir hvetjandi og gott að vita að háskólanámið standi til boða, en Helga Margrét stefnir á nám í næringarfræði. „Það er auðvitað mikið óvissuástand hjá mér og ég veit ekki hvað tekur við næsta haust," segir Helga sem telur þó líklegra að æfingar samhliða námi í HÍ verði lendingin. „Ég tek einn dag í einu á meðan ég vinn að því að ná Ólympíulágmarkinu. Svo tek ég stöðuna hvað verður í haust," segir Helga Margrét. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Sjá meira
Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir var nokkuð frá sínu besta á Norðurlandamóti ungmenna í sjöþraut í Noregi um síðustu helgi. Frestur til að ná Ólympíulágmarki í greininni rennur út 8. júlí en Helga var ekki sátt við frammistöðuna ytra sem skilaði henni þó öðru sæti. „Þetta var ekki nógu gott. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn eftir að hafa komið heim, breytt um æfingar og þjálfara. Svo var grenjandi rigning og rok á laugardeginum sem var ekki til að hjálpa. Þetta small ekki í þetta skiptið en kom mér þó á óvart hve hátt stigaskorið var miðað við hvað mér fannst þrautin illa heppnuð," segir Helga Margrét og er spennt fyrir sínu síðasta tækifæri til að ná lágmarkinu. „Það þarf mjög lítið að takast til þess að ég nái lágmarkinu. Það væri frábær plús en ef ekki held ég bara áfram að berjast í þessu," segir Helga Margrét. Helga Margrét hlaut 5.645 stig um liðna helgi en Íslandsmet hennar frá júní 2009 er 5.878 stig. Ólympíulágmarkið er 5.950 stig og Helga Margrét segir að það vanti upp á úthaldið hjá sér. „Ég stífna alltaf upp og tapa hraða í lokin í 100 og 200 metra hlaupi auk grindarhlaupsins. Við erum að leita að ferskleika, þetta er orðið svolítið vélrænt," segir Helga Margrét sem ætlar að reyna við Ólympíulágmarkið í síðasta sinn helgina 7.-8. júlí. „Ég gæti keppt á móti í Frakklandi en svo eru líka mót í Belgíu og Hollandi. Við erum að skoða hvað hentar mér best." Helga Margrét hlaut á þriðjudaginn 300 þúsund króna styrk auk niðurfellingu 60 þúsund króna skráningargjalds frá Háskóla Íslands. 26 nýnemar við skólann voru verðlaunaðir ýmist fyrir framúrskarandi námsárangur eða árangur á öðru sviði, til dæmis íþrótta. Í tilfelli Helgu Margrétar á bæði við en hún var semídúx frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2011 með 9,83 í meðaleinkunn. „Styrkurinn mun koma sér mjög vel," segir Helga sem segir hvetjandi og gott að vita að háskólanámið standi til boða, en Helga Margrét stefnir á nám í næringarfræði. „Það er auðvitað mikið óvissuástand hjá mér og ég veit ekki hvað tekur við næsta haust," segir Helga sem telur þó líklegra að æfingar samhliða námi í HÍ verði lendingin. „Ég tek einn dag í einu á meðan ég vinn að því að ná Ólympíulágmarkinu. Svo tek ég stöðuna hvað verður í haust," segir Helga Margrét.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti