Innlent

Styrkurinn forsenda verkefnisins

sigurður sigursveinsson
sigurður sigursveinsson
Háskólafélag Suðurlands fær 90 milljóna króna IPA-styrk til að koma upp Kötlu-jarðvangi og vinna þróunaráætlun fyrir Eyjafjallajökulssvæðið. Hafist verður handa í sumar, verkefnisstjóri ráðinn og einn til tveir starfsmenn til að sinna gerð fræðsluverkefnis. Heimamenn verða síðan ráðnir í uppsetningu fræðsluskilta og fleira. Til að setja 90 milljóna króna styrkinn í samhengi fékk háskólafélagið hálfa milljón króna úr ríkissjóði árið 2012.

„Þessi styrkur er algjör forsenda þess að við getum farið í þessar framkvæmdir og gerð fræðsluefnisins. Við vonumst til þess að ferðamennskan eflist við þetta, sérstaklega utan hins hefðbundna ferðamannatíma,“ segir Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri háskólafélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×