Fremstur meðal jafningja - og stjórnmálaflokkur eins manns Tryggvi Gíslason skrifar 21. júní 2012 06:00 Árið 1968 var Kristján Eldjárn kjörinn forseti með 65% greiddra atkvæða, þótt á móti honum færi einn af mikilhæfustu stjórnmálamönnum aldarinnar, hógvær lærdómsmaður, Gunnar Thoroddsen, sem hlaut aðeins tæp 35%, enda þótt að baki honum stæði Sjálfstæðisflokkurinn heill og óskiptur auk margra valdamanna þjóðarinnar. Stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns völdu honum einkunnarorðin fremstur meðal jafningja. En hvers vegna kaus íslenska þjóðin til forseta hógværan og lítillátan fræðimann, sem einkum var kunnur almenningi af útvarps- og sjónvarpsþáttum um forna menningu þjóðarinnar, en höfnuðu margreyndum stjórnmálamanni á þeim miklu umbrota- og átakatímum sem ríktu í landinu – og raunar heiminum öllum? Átök þessara ára voru mikil og mikil óvissa ríkjandi. Kalda stríðið var í algleymingi og heiftúðug átök innan NATO vegna valdaráns herforingjanna í Grikklandi. Eftir vorið í Prag gerði Varsjárbandalagið innrás í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968 og heimurinn rambaði á barmi styrjaldar. Gengi íslensku krónunnar var þetta ár lækkað um 35,3% vegna lélegra aflabragða og lækkandi fiskverðs. Hatrammar deilur urðu á Alþingi og ASÍ mótmælti „harðlega, eindregið og einhuga þeirri stórfelldu árás á launakjör alþýðu". Aðsúgur var gerður að forsætisráðherra á götum úti og þúsundir Íslendinga fluttust af landi brott vegna atvinnuleysis. Hafís var fyrir Norðurlandi og Austfjörðum og ísbrú milli Íslands og Grænlands. Árið 1968 – þegar Kristján Eldjárn var kjörinn forseti – var því ekki síður umbrota- og óvissutími en nú – á því herrans ári 2012. Engum Íslendingi datt hins vegar í hug árið 1968 að forseti Íslands ætti að bjarga atvinnuvegum og efnahag þjóðarinnar eða heimsfriðnum – allra síst forsetanum sjálfum. Slíkt stórlæti var Kristjáni Eldjárn fjarlægt. Frá því hann talaði fyrst til þjóðarinnar við embættistöku sína 1. ágúst 1968 þar til að hann ávarpaði Alþingi við þinglausnir 25. maí 1980 lagði hann áherslu á það sem sameinaði þjóðina – og hann talaði til allrar þjóðarinnar – ekki einkum til afreksmanna á sviði viðskipta og atvinnulífs – og hann lagði áherslu á það sem sameinaði þjóðina og gerði Íslendinga að þjóð. Enginn efaðist heldur um heiðarleika og einlægni Kristjáns Eldjárns sem forseta. Nú tala skillitlir menn um, að Ólafur Ragnar Grímsson verði að „standa vaktina" áfram sem forseti og sjá til þess að Ísland – og jafnvel heimurinn allur bjargist – komist klakklaust út úr þeim vanda – óvissutímanum sem að steðjar. Sjálfur fer Ólafur Ragnar Grímsson fremstur í þeim flokki og þykist ekki gera sér grein fyrir, að það eru aðrir sem eiga að standa þá vakt í þingræðis- og lýðræðislandi: löggjafarþing, ríkisstjórn – og dómstólar. Aldrei minnist Ólafur Ragnar Grímsson í kosningabaráttu sinni á „land, þjóð og tungu", sögu þjóðarinnar eða það sem sameinar hana – heldur miklar fyrir sér og öðrum óvissuna og hættuna, sem að steðjar. Slíkt hentar betur í þeim hræðsluáróðri sem hann notar í málrófi sínu og virðist falla mörgum vel. Sannarlega eru blikur á lofti – eins og verið hafa í þúsund ára sögu þjóðarinnar. En það er ekki hræðslan sem bjargar Íslendingum – né öðrum þjóðum, heldur samstaða og sameiginlegur arfur, réttlæti og heiðarleiki, heiðarlegur forseti sem þekkir takmörk sín, stendur sína plikt sem forseti, ekki sem stjórnmálamaður – stjórnmálaflokkur eins manns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Tryggvi Gíslason Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Árið 1968 var Kristján Eldjárn kjörinn forseti með 65% greiddra atkvæða, þótt á móti honum færi einn af mikilhæfustu stjórnmálamönnum aldarinnar, hógvær lærdómsmaður, Gunnar Thoroddsen, sem hlaut aðeins tæp 35%, enda þótt að baki honum stæði Sjálfstæðisflokkurinn heill og óskiptur auk margra valdamanna þjóðarinnar. Stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns völdu honum einkunnarorðin fremstur meðal jafningja. En hvers vegna kaus íslenska þjóðin til forseta hógværan og lítillátan fræðimann, sem einkum var kunnur almenningi af útvarps- og sjónvarpsþáttum um forna menningu þjóðarinnar, en höfnuðu margreyndum stjórnmálamanni á þeim miklu umbrota- og átakatímum sem ríktu í landinu – og raunar heiminum öllum? Átök þessara ára voru mikil og mikil óvissa ríkjandi. Kalda stríðið var í algleymingi og heiftúðug átök innan NATO vegna valdaráns herforingjanna í Grikklandi. Eftir vorið í Prag gerði Varsjárbandalagið innrás í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968 og heimurinn rambaði á barmi styrjaldar. Gengi íslensku krónunnar var þetta ár lækkað um 35,3% vegna lélegra aflabragða og lækkandi fiskverðs. Hatrammar deilur urðu á Alþingi og ASÍ mótmælti „harðlega, eindregið og einhuga þeirri stórfelldu árás á launakjör alþýðu". Aðsúgur var gerður að forsætisráðherra á götum úti og þúsundir Íslendinga fluttust af landi brott vegna atvinnuleysis. Hafís var fyrir Norðurlandi og Austfjörðum og ísbrú milli Íslands og Grænlands. Árið 1968 – þegar Kristján Eldjárn var kjörinn forseti – var því ekki síður umbrota- og óvissutími en nú – á því herrans ári 2012. Engum Íslendingi datt hins vegar í hug árið 1968 að forseti Íslands ætti að bjarga atvinnuvegum og efnahag þjóðarinnar eða heimsfriðnum – allra síst forsetanum sjálfum. Slíkt stórlæti var Kristjáni Eldjárn fjarlægt. Frá því hann talaði fyrst til þjóðarinnar við embættistöku sína 1. ágúst 1968 þar til að hann ávarpaði Alþingi við þinglausnir 25. maí 1980 lagði hann áherslu á það sem sameinaði þjóðina – og hann talaði til allrar þjóðarinnar – ekki einkum til afreksmanna á sviði viðskipta og atvinnulífs – og hann lagði áherslu á það sem sameinaði þjóðina og gerði Íslendinga að þjóð. Enginn efaðist heldur um heiðarleika og einlægni Kristjáns Eldjárns sem forseta. Nú tala skillitlir menn um, að Ólafur Ragnar Grímsson verði að „standa vaktina" áfram sem forseti og sjá til þess að Ísland – og jafnvel heimurinn allur bjargist – komist klakklaust út úr þeim vanda – óvissutímanum sem að steðjar. Sjálfur fer Ólafur Ragnar Grímsson fremstur í þeim flokki og þykist ekki gera sér grein fyrir, að það eru aðrir sem eiga að standa þá vakt í þingræðis- og lýðræðislandi: löggjafarþing, ríkisstjórn – og dómstólar. Aldrei minnist Ólafur Ragnar Grímsson í kosningabaráttu sinni á „land, þjóð og tungu", sögu þjóðarinnar eða það sem sameinar hana – heldur miklar fyrir sér og öðrum óvissuna og hættuna, sem að steðjar. Slíkt hentar betur í þeim hræðsluáróðri sem hann notar í málrófi sínu og virðist falla mörgum vel. Sannarlega eru blikur á lofti – eins og verið hafa í þúsund ára sögu þjóðarinnar. En það er ekki hræðslan sem bjargar Íslendingum – né öðrum þjóðum, heldur samstaða og sameiginlegur arfur, réttlæti og heiðarleiki, heiðarlegur forseti sem þekkir takmörk sín, stendur sína plikt sem forseti, ekki sem stjórnmálamaður – stjórnmálaflokkur eins manns.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar