Ekki forsetakosningar? Stefanía G. Kristínsdóttir skrifar 27. júní 2012 06:00 Allar líkur eru á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði kjörinn áfram til að gegna embætti forseta Íslands eftir kosningarnar 30. júní þrátt fyrir að hafa lýst yfir eindregnum vilja sínum til að yfirgefa embættið og snúa sér að öðrum verkefnum í áramótaávarpi sínu. Aðspurður um hvað hafi orðið til þess að breyta afstöðu hans þá vísar hann í þann hóp fólks sem kallaði eftir framboði hans sem og þess hóps sem stóð á bak við þá smölun. Forsendur hans og fyrrnefnds hóps eru þær að „á þeim óvissutímum sem við lifum nú sé mikilvægt að hafa reyndan og öflugan forseta sem getur verið málsvari/verndari þjóðarinnar" og var þar m.a. vísað til vantrausts þjóðarinnar til Alþingis. Ólafur hefur breytt forsetakosningunum frá því að vera val á milli einstaklinga í að vera pólitísk málsvörn sitjandi forseta, varnarræða sem snýst um að réttlæta afglöp hans og koma á framfæri hetjudáðum hans á síðustu 16 árum. Aðrir frambjóðendur hafa ekki sömu forsendur og Ólafur til að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna um forsætisembættið þar sem allur málflutningur byggir á fordæmum sem flest koma frá embættis- eða valdatíð Ólafs. Forsetakosningarnar snúast ekki lengur um að velja besta frambjóðandann heldur um að velja annað hvort Ólaf eða þann sem líklegastur er til að fella Ólaf, jafnvel þó kjósendur telji að einhver annar frambjóðandi sé betur til þess fallinn að gegna embættinu. Með framboði Ólafs má leiða líkur að því að margir sem íhuguðu framboð hafi hætt við þar sem fyrirséð var hvaða leikflétta færi í gang. Hver er framtíð forsetaembættisins í ljósi þess að sami maðurinn hefur setið þar svo lengi og ætlar sér að sitja áfram? Ólafur sagði sjálfur að æskilegt væri að forseti sæti eigi lengur en 12 ár. Er gott að vera með forseta sem tæplega helmingur þjóðarinnar styður og hinn helmingurinn er á móti? Verður það ekki til þess að forsetaembættið verði í sömu skotgröfunum og Alþingi? Erum við að nálgast lýðræði með því að ala á ótta sem veldur því að þjóð kýs forseta sem ætlar að vernda hana á óvissutímum og þá jafnvel gegn þeirra eigin þjóðþingi eða ógnvænlegum alþjóðlegum áhrifum? Hvers virði er lýðræði ótta og aðdáunar á einstaklingsframtaki forsetans? Starfsfélagi minn sagði einu sinni að „það er betra að fleiri vitleysingjar ráði en færri" og því er ég sammála – það er betra að fleiri en einn þjóðkjörinn fulltrúi ráði. Ef til vill ætti enginn að sitja of lengi í valdastóli – hvorki í forsetastóli né á Alþingi. Sú regla er viðhöfð í ýmsum félagsskap og fyrirtækjum að stjórnarmenn sitji ekki lengur en 3-5 ár í senn, mætti ekki setja fram svipaða reglu varðandi forseta og alþingismenn, hámark 2-3 kjörtímabil? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Allar líkur eru á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði kjörinn áfram til að gegna embætti forseta Íslands eftir kosningarnar 30. júní þrátt fyrir að hafa lýst yfir eindregnum vilja sínum til að yfirgefa embættið og snúa sér að öðrum verkefnum í áramótaávarpi sínu. Aðspurður um hvað hafi orðið til þess að breyta afstöðu hans þá vísar hann í þann hóp fólks sem kallaði eftir framboði hans sem og þess hóps sem stóð á bak við þá smölun. Forsendur hans og fyrrnefnds hóps eru þær að „á þeim óvissutímum sem við lifum nú sé mikilvægt að hafa reyndan og öflugan forseta sem getur verið málsvari/verndari þjóðarinnar" og var þar m.a. vísað til vantrausts þjóðarinnar til Alþingis. Ólafur hefur breytt forsetakosningunum frá því að vera val á milli einstaklinga í að vera pólitísk málsvörn sitjandi forseta, varnarræða sem snýst um að réttlæta afglöp hans og koma á framfæri hetjudáðum hans á síðustu 16 árum. Aðrir frambjóðendur hafa ekki sömu forsendur og Ólafur til að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna um forsætisembættið þar sem allur málflutningur byggir á fordæmum sem flest koma frá embættis- eða valdatíð Ólafs. Forsetakosningarnar snúast ekki lengur um að velja besta frambjóðandann heldur um að velja annað hvort Ólaf eða þann sem líklegastur er til að fella Ólaf, jafnvel þó kjósendur telji að einhver annar frambjóðandi sé betur til þess fallinn að gegna embættinu. Með framboði Ólafs má leiða líkur að því að margir sem íhuguðu framboð hafi hætt við þar sem fyrirséð var hvaða leikflétta færi í gang. Hver er framtíð forsetaembættisins í ljósi þess að sami maðurinn hefur setið þar svo lengi og ætlar sér að sitja áfram? Ólafur sagði sjálfur að æskilegt væri að forseti sæti eigi lengur en 12 ár. Er gott að vera með forseta sem tæplega helmingur þjóðarinnar styður og hinn helmingurinn er á móti? Verður það ekki til þess að forsetaembættið verði í sömu skotgröfunum og Alþingi? Erum við að nálgast lýðræði með því að ala á ótta sem veldur því að þjóð kýs forseta sem ætlar að vernda hana á óvissutímum og þá jafnvel gegn þeirra eigin þjóðþingi eða ógnvænlegum alþjóðlegum áhrifum? Hvers virði er lýðræði ótta og aðdáunar á einstaklingsframtaki forsetans? Starfsfélagi minn sagði einu sinni að „það er betra að fleiri vitleysingjar ráði en færri" og því er ég sammála – það er betra að fleiri en einn þjóðkjörinn fulltrúi ráði. Ef til vill ætti enginn að sitja of lengi í valdastóli – hvorki í forsetastóli né á Alþingi. Sú regla er viðhöfð í ýmsum félagsskap og fyrirtækjum að stjórnarmenn sitji ekki lengur en 3-5 ár í senn, mætti ekki setja fram svipaða reglu varðandi forseta og alþingismenn, hámark 2-3 kjörtímabil?
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar