Stuðningsgrein: Ég styð Herdísi Kristín Ómarsdóttir skrifar 29. júní 2012 16:00 Þegar gjaldþrot Íslands blasti við fyrir fjórum árum létu margir þá reynslu sér að kenningu verða og strengdu þess heit að taka ekki aftur lán eða láta svindla á sér; eftir að hafa horft á útskýringaþætti í sjónvarpinu um mátt lána og vald banka yfir lífi manneskjunnar um allan heim. Stjórnmálamenn höfðu sem dæmi notið ólíklegustu styrkja, svimandi hárra upphæða, frá stórum fyrirtækjum í kosningasjóði sína. Þegar teppunum var lyft af gólfunum í Alþingishúsinu, í Stjórnarráðinu, í bönkunum, í mörgum stofnunum, komu undirheimar í ljós og í raun var bara þægilegast að skella teppunum aftur á gólfið. Fólk sem barði potta á Austurvelli trúði því haustið 08 að nú myndi samfélagið breytast; sumir voru ekki eins auðtrúa og kannski trúði því enginn, kannski voru mótmælin ákveðinn dans sem fólk stígur til þess að endurheimta sjálfsvirðinguna; eftir að hafa verið platað all hressilega af pólitíkusum og vinum þeirra. Vissulega gengur líf manns að mörgu leyti fyrir svikum, heiðarleikinn er draumsýn og einhvers konar sýndarmennska líka, heimurinn er sem betur fer ekki svart-hvítur, manneskjan eru mannleg og breysk og það er harmrænt og ólíðandi þegar spilling valdafólks, og þeirra sem bjóðast til þess að fara með ráð yfir öðrum, kemur niður á lífsbjörg almennings, leggur á hann ferðarhöft; í hverjum mánuði á fólk á Íslandi ekki fyrir mat. Raddirnar á Austurvelli hljóðnuðu ótrúlega fljótt nokkrum mánuðum eftir fyrrnefnt haust, enginn veit hvað gerðist: var sú stétt sem hæst heyrist í búin að fá svokallaða leiðréttingu? Er rödd þeirrar stéttar sem á greiðastan aðgang inn í fjölmiðla betur stödd fjárhagslega og hefur hún þess vegna hætt að mótmæla? Ég veit það ekki. Ég trúi því að það þurfi ekki peninga „til að ná til fjöldans", eins og ég hef heyrt fólk réttlæta milljónirnar sem kosningasjóðir júní-mánaðar þenja. Og hver er annars umræddur fjöldi? Gæti það hugsanlega verið andlýðræðislegt að tala á þessum nótum: að ná til fjöldans? Ég trúi því að Jesús hafi ekki haft fjármagns-bakköpp til að opna eyru og augu fólks, að hann hafi ekki haft bakland - jafnvel ekki hjá Guði - og að fiskarnir og brauðið sem hann mettaði fólk á hafi ekki verið auglýsingatrikk; þó vissulega megi og gaman sé að túlka gjörninginn þannig. Ég trúi því að umræður okkar á milli, um það hvernig við eigum að smíða framtíðina, geti átt sér stað án auglýsingamennsku, án styrkja, án peninga. Ef þjóðaratkvæðagreiðslur og öll framboð, til forseta, Alþingis, bæjar- og sveitarstjórna, væru ekki drifin áfram af peningaafli, myndum við fljótt finna leið til að hittast, til þess að kynnast, nýjar leiðir, til þess að kjósandinn hitti og kynnist frambjóðandanum og frambjóðandinn hitti og kynnist kjósandanum. Ég held að auglýsingamennska tilheyri fortíðinni. Auglýsingar og sölumennska í lýðræðislegum stjórnmálum tilheyra sannarlega fortíðinni. Við stöndum frammi fyrir heimi þar sem við eygjum von og eigum möguleika á því að tala saman án þess að fá borgað fyrir það. Þar sem við getum búið til samfélag án þess að stóru karlarnir, eins og valdaheimurinn er oft kallaður, hafi ekki öðruvísi eða meiri afskipti af smíðaskapnum en sérhver annar borgari. Það er meðal annars þess vegna sem ég styð Herdísi Þorgeirsdóttur til embættis forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þegar gjaldþrot Íslands blasti við fyrir fjórum árum létu margir þá reynslu sér að kenningu verða og strengdu þess heit að taka ekki aftur lán eða láta svindla á sér; eftir að hafa horft á útskýringaþætti í sjónvarpinu um mátt lána og vald banka yfir lífi manneskjunnar um allan heim. Stjórnmálamenn höfðu sem dæmi notið ólíklegustu styrkja, svimandi hárra upphæða, frá stórum fyrirtækjum í kosningasjóði sína. Þegar teppunum var lyft af gólfunum í Alþingishúsinu, í Stjórnarráðinu, í bönkunum, í mörgum stofnunum, komu undirheimar í ljós og í raun var bara þægilegast að skella teppunum aftur á gólfið. Fólk sem barði potta á Austurvelli trúði því haustið 08 að nú myndi samfélagið breytast; sumir voru ekki eins auðtrúa og kannski trúði því enginn, kannski voru mótmælin ákveðinn dans sem fólk stígur til þess að endurheimta sjálfsvirðinguna; eftir að hafa verið platað all hressilega af pólitíkusum og vinum þeirra. Vissulega gengur líf manns að mörgu leyti fyrir svikum, heiðarleikinn er draumsýn og einhvers konar sýndarmennska líka, heimurinn er sem betur fer ekki svart-hvítur, manneskjan eru mannleg og breysk og það er harmrænt og ólíðandi þegar spilling valdafólks, og þeirra sem bjóðast til þess að fara með ráð yfir öðrum, kemur niður á lífsbjörg almennings, leggur á hann ferðarhöft; í hverjum mánuði á fólk á Íslandi ekki fyrir mat. Raddirnar á Austurvelli hljóðnuðu ótrúlega fljótt nokkrum mánuðum eftir fyrrnefnt haust, enginn veit hvað gerðist: var sú stétt sem hæst heyrist í búin að fá svokallaða leiðréttingu? Er rödd þeirrar stéttar sem á greiðastan aðgang inn í fjölmiðla betur stödd fjárhagslega og hefur hún þess vegna hætt að mótmæla? Ég veit það ekki. Ég trúi því að það þurfi ekki peninga „til að ná til fjöldans", eins og ég hef heyrt fólk réttlæta milljónirnar sem kosningasjóðir júní-mánaðar þenja. Og hver er annars umræddur fjöldi? Gæti það hugsanlega verið andlýðræðislegt að tala á þessum nótum: að ná til fjöldans? Ég trúi því að Jesús hafi ekki haft fjármagns-bakköpp til að opna eyru og augu fólks, að hann hafi ekki haft bakland - jafnvel ekki hjá Guði - og að fiskarnir og brauðið sem hann mettaði fólk á hafi ekki verið auglýsingatrikk; þó vissulega megi og gaman sé að túlka gjörninginn þannig. Ég trúi því að umræður okkar á milli, um það hvernig við eigum að smíða framtíðina, geti átt sér stað án auglýsingamennsku, án styrkja, án peninga. Ef þjóðaratkvæðagreiðslur og öll framboð, til forseta, Alþingis, bæjar- og sveitarstjórna, væru ekki drifin áfram af peningaafli, myndum við fljótt finna leið til að hittast, til þess að kynnast, nýjar leiðir, til þess að kjósandinn hitti og kynnist frambjóðandanum og frambjóðandinn hitti og kynnist kjósandanum. Ég held að auglýsingamennska tilheyri fortíðinni. Auglýsingar og sölumennska í lýðræðislegum stjórnmálum tilheyra sannarlega fortíðinni. Við stöndum frammi fyrir heimi þar sem við eygjum von og eigum möguleika á því að tala saman án þess að fá borgað fyrir það. Þar sem við getum búið til samfélag án þess að stóru karlarnir, eins og valdaheimurinn er oft kallaður, hafi ekki öðruvísi eða meiri afskipti af smíðaskapnum en sérhver annar borgari. Það er meðal annars þess vegna sem ég styð Herdísi Þorgeirsdóttur til embættis forseta Íslands.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar