Lady Gaga-jakkinn sleginn á rúmar 2 milljónir króna 29. júní 2012 11:00 Flutt heim „Það var mjög spennandi að fylgjast með uppboðinu,“ segir fatahönnuðurinn Vera Þórðardóttir en jakki sem hún hannaði og poppstjarnan Lady Gaga klæddist seldist á dögunum fyrir 17.500 dollara, eða rúmar 2,2 milljónir íslenskra króna. Það var uppboðsskrifstofan Juliens Auction sem bauð jakkann upp í samvinnu við Veru sem hafði lengi hugsað sér að jakkinn yrði safngripur. Jakkinn hefur verið eftirsóttur frá því að sjálf Lady Gaga klæddist honum, þegar hún kom fram á góðgerðasamkomu með Elton John árið 2010. „Jakkinn hefur verið á ferð og flugi milli sýninga um allan heim á síðustu árum og mig langaði að framtíð hans yrði á safni eða hjá safnara sem kynni að meta og færi vel með jakkann. Hann er úr viðkvæmu efni og má því ekki verða fyrir miklu hnjaski,“ segir Vera. Uppboðsskrifstofan Julien"s Auctions er ein sú stærsta í Hollywood og sér um að bjóða upp fatnað og hluti stjarnanna. Skrifstofan hefur meðal annars séð um að bjóða upp muni Michaels Jackson, Madonnu og búslóð söngvarans Meatloaf. Skrifstofan taldi að jakkinn færi á milli 4-6.000 dollara en sú upphæð hækkaði umtalsvert. „Ég gat fylgst með uppboðinu því það fer fram bæði á netinu og á staðnum hjá þeim. Það var súrrealísk tilfinning að sjá töluna hækka og hækka en mér skilst að það hafi verið um 20-30 manns að bjóða í hann,“ segir Vera sem veit þó ekki hver er nýr eigandi jakkans. En hversu mikið af söluverðinu fellur í hennar hlut? „Ég veit það ekki enn þá og er að bíða eftir að heyra frá þeim en á von á því að ég fái einhvern skerf af þessu,“ segir Vera hógvær. „Annars finnst mér bara magnað að einhver skuli vera tilbúinn að meta vinnuna manns svona mikið. Það gefur manni hvatningu til að halda áfram.“ Vera er nýflutt heim frá London þar sem hún lærði fatahönnun í Istituto Marangoni. Hún hefur komið sér fyrir í stúdíói ásamt Hönnu felting en þær halda opið hús í stúdíói sínu næstkomandi fimmtudag að Laugavegi 168. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Það var mjög spennandi að fylgjast með uppboðinu,“ segir fatahönnuðurinn Vera Þórðardóttir en jakki sem hún hannaði og poppstjarnan Lady Gaga klæddist seldist á dögunum fyrir 17.500 dollara, eða rúmar 2,2 milljónir íslenskra króna. Það var uppboðsskrifstofan Juliens Auction sem bauð jakkann upp í samvinnu við Veru sem hafði lengi hugsað sér að jakkinn yrði safngripur. Jakkinn hefur verið eftirsóttur frá því að sjálf Lady Gaga klæddist honum, þegar hún kom fram á góðgerðasamkomu með Elton John árið 2010. „Jakkinn hefur verið á ferð og flugi milli sýninga um allan heim á síðustu árum og mig langaði að framtíð hans yrði á safni eða hjá safnara sem kynni að meta og færi vel með jakkann. Hann er úr viðkvæmu efni og má því ekki verða fyrir miklu hnjaski,“ segir Vera. Uppboðsskrifstofan Julien"s Auctions er ein sú stærsta í Hollywood og sér um að bjóða upp fatnað og hluti stjarnanna. Skrifstofan hefur meðal annars séð um að bjóða upp muni Michaels Jackson, Madonnu og búslóð söngvarans Meatloaf. Skrifstofan taldi að jakkinn færi á milli 4-6.000 dollara en sú upphæð hækkaði umtalsvert. „Ég gat fylgst með uppboðinu því það fer fram bæði á netinu og á staðnum hjá þeim. Það var súrrealísk tilfinning að sjá töluna hækka og hækka en mér skilst að það hafi verið um 20-30 manns að bjóða í hann,“ segir Vera sem veit þó ekki hver er nýr eigandi jakkans. En hversu mikið af söluverðinu fellur í hennar hlut? „Ég veit það ekki enn þá og er að bíða eftir að heyra frá þeim en á von á því að ég fái einhvern skerf af þessu,“ segir Vera hógvær. „Annars finnst mér bara magnað að einhver skuli vera tilbúinn að meta vinnuna manns svona mikið. Það gefur manni hvatningu til að halda áfram.“ Vera er nýflutt heim frá London þar sem hún lærði fatahönnun í Istituto Marangoni. Hún hefur komið sér fyrir í stúdíói ásamt Hönnu felting en þær halda opið hús í stúdíói sínu næstkomandi fimmtudag að Laugavegi 168. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira