Ingólfstorg – Kvosin Páll Hjaltason skrifar 2. júlí 2012 10:15 Í lok síðustu viku voru kynntar tillögur úr samkeppni um framtíðarþróun Ingólfstorgs og næsta nágrennis en samkeppnissvæðið náði frá Ingólfstorgi yfir að Vallargarði og Kirkjustræti. Miklar umræður hafa verið um þetta svæði undanfarin ár en það var komin nokkuð flókin staða í skipulagi. Það deiliskipulag sem er í gildi frá 1986 gerir m.a. ráð fyrir töluverðri uppbyggingu við Ingólfstorg auk þess sem fjarlægja mátti gömlu timburhúsin þrjú sem standa við Vallarstræti. Hugmyndir manna um þróun miðborgarinnar hafa breyst mikið síðustu áratugi og í dag er lögð aukin áhersla á byggðarverndun ásamt mikilvægi þess að almannahagsmunir og umhverfisgæði séu höfð að leiðarljósi. Í því ljósi ákvað skipulagsráð Reykjavíkur, í samráði við lóðarhafa, að halda opna alþjóðlega hönnunarsamkeppni um svæðið. Það er í fyrsta skipti sem Reykjavíkurborg tekur þátt í að halda slíka samkeppni um svæði í einkaeigu. Mikil tækifæri felast í miðborg Reykjavíkur en hún er flókið samspil margra þátta og mikilvægt að leiða fram fjölbreyttar úrlausnir í skipulagi. Samkeppnissvæðið er í hjarta borgarinnar og allar ákvarðanir um framtíð þessa viðkvæma borgarhluta þurfa að vera vel hugsaðar. Á svæðinu er t.d. talinn vera upphafspunktur byggðar í landinu. Í forsögn samkeppninnar var m.a. lagt upp með að halda ætti í gömlu timburhúsin og ef þau yrðu færð bæri að koma þeim fyrir á samkeppnissvæðinu. Samkeppnin var í tveimur þrepum og var fyrra þrep opin hugmyndasamkeppni þar sem öllum gafst kostur á að koma með tillögu að framtíðarþróun svæðisins. Alls bárust 68 tillögur sem búa yfir athyglisverðum hugmyndum sem varpa ljósi á möguleika svæðisins. Sumar tillögurnar fela í sér róttæka umbreytingu á samkeppnissvæðinu en aðrar þróa hugmyndir að uppbyggingu út frá sögulegu byggðarmynstri og svæðinu eins og það er í dag. Fimm tillögur voru síðan valdar til frekari útfærslu og af þeim voru valdar þrjár í verðlaunasæti. Í fyrsta sæti varð tillaga frá Ask arkitektum. Vinningstillagan tekur mikið tillit til sögu Kvosarinnar en sýnir um leið áhugaverða þróunarmöguleika. Styrkur hennar felst m.a. í skýrri sýn á þetta viðkvæma svæði. Hún sýnir markvissa uppbyggingu án nokkurs niðurrifs eða tilfærslu á gömlum húsum. Tillagan skiptir uppbyggingunni í þrjá áfanga þar sem hver áfangi hefur skýrt hlutverk. Í Vallarstræti verður fjölbreytt verslunar- og þjónustuhúsnæði sem mun auðga mannlíf og styrkja þjónustu í Kvosinni. Samkomusalurinn við Thorvaldsenstræti 2 (núv. Nasa) er endurbyggður sem skemmti- og ráðstefnusalur. Landsímahúsið er allt skipulagt sem hótelbygging með nýbyggingu við Kirkjustræti. Aðalinngangur í hótel er frá Kirkjustræti og innra skipulag hótels skapar góð tengsl við nærliggjandi almenningsrými, Víkurgarð og Austurvöll. Það sem er einna róttækast í vinningstillögunni er að lagt er til að byggt verði á syðri hluta Ingólfstorgs, þar sem Hótel Ísland stóð einu sinni. Þar er um að ræða sjálfstæða einingu á borgarlandi sem tengist ekki hóteluppbyggingunni og gerir tillagan ráð fyrir að þar verði menningarhús. Nýbygging á þessum reit þarfnast frekari útfærslu og almennrar umræðu en býður upp á spennandi möguleika sem endurvekur og styrkir gamlar götumyndir í elsta borgarhluta Reykjavíkur. Reykjavík stendur á vissum tímamótum í skipulagsmálum. Kyrrstaða síðustu ára hefur gefið tóm til að endurmeta margar fyrri ákvarðanir í ljósi breyttra sjónarmiða og setja fram markvissari sýn til framtíðar. Aukin áhersla á umhverfisgæði, vistvænar samgöngur og almannahagsmuni leiðir fram nýjar lausnir. Þétting byggðar á auk þess ávallt að vera á forsendum þess byggðamynsturs sem fyrir er á hverjum stað og styrkja mannlífið í borginni. Sú niðurstaða sem samkeppni um Ingólfstorg leiddi af sér varðar veginn fyrir aðra uppbyggingu í miðborginni þar sem fólk á alltaf að vera í fyrirrúmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Í lok síðustu viku voru kynntar tillögur úr samkeppni um framtíðarþróun Ingólfstorgs og næsta nágrennis en samkeppnissvæðið náði frá Ingólfstorgi yfir að Vallargarði og Kirkjustræti. Miklar umræður hafa verið um þetta svæði undanfarin ár en það var komin nokkuð flókin staða í skipulagi. Það deiliskipulag sem er í gildi frá 1986 gerir m.a. ráð fyrir töluverðri uppbyggingu við Ingólfstorg auk þess sem fjarlægja mátti gömlu timburhúsin þrjú sem standa við Vallarstræti. Hugmyndir manna um þróun miðborgarinnar hafa breyst mikið síðustu áratugi og í dag er lögð aukin áhersla á byggðarverndun ásamt mikilvægi þess að almannahagsmunir og umhverfisgæði séu höfð að leiðarljósi. Í því ljósi ákvað skipulagsráð Reykjavíkur, í samráði við lóðarhafa, að halda opna alþjóðlega hönnunarsamkeppni um svæðið. Það er í fyrsta skipti sem Reykjavíkurborg tekur þátt í að halda slíka samkeppni um svæði í einkaeigu. Mikil tækifæri felast í miðborg Reykjavíkur en hún er flókið samspil margra þátta og mikilvægt að leiða fram fjölbreyttar úrlausnir í skipulagi. Samkeppnissvæðið er í hjarta borgarinnar og allar ákvarðanir um framtíð þessa viðkvæma borgarhluta þurfa að vera vel hugsaðar. Á svæðinu er t.d. talinn vera upphafspunktur byggðar í landinu. Í forsögn samkeppninnar var m.a. lagt upp með að halda ætti í gömlu timburhúsin og ef þau yrðu færð bæri að koma þeim fyrir á samkeppnissvæðinu. Samkeppnin var í tveimur þrepum og var fyrra þrep opin hugmyndasamkeppni þar sem öllum gafst kostur á að koma með tillögu að framtíðarþróun svæðisins. Alls bárust 68 tillögur sem búa yfir athyglisverðum hugmyndum sem varpa ljósi á möguleika svæðisins. Sumar tillögurnar fela í sér róttæka umbreytingu á samkeppnissvæðinu en aðrar þróa hugmyndir að uppbyggingu út frá sögulegu byggðarmynstri og svæðinu eins og það er í dag. Fimm tillögur voru síðan valdar til frekari útfærslu og af þeim voru valdar þrjár í verðlaunasæti. Í fyrsta sæti varð tillaga frá Ask arkitektum. Vinningstillagan tekur mikið tillit til sögu Kvosarinnar en sýnir um leið áhugaverða þróunarmöguleika. Styrkur hennar felst m.a. í skýrri sýn á þetta viðkvæma svæði. Hún sýnir markvissa uppbyggingu án nokkurs niðurrifs eða tilfærslu á gömlum húsum. Tillagan skiptir uppbyggingunni í þrjá áfanga þar sem hver áfangi hefur skýrt hlutverk. Í Vallarstræti verður fjölbreytt verslunar- og þjónustuhúsnæði sem mun auðga mannlíf og styrkja þjónustu í Kvosinni. Samkomusalurinn við Thorvaldsenstræti 2 (núv. Nasa) er endurbyggður sem skemmti- og ráðstefnusalur. Landsímahúsið er allt skipulagt sem hótelbygging með nýbyggingu við Kirkjustræti. Aðalinngangur í hótel er frá Kirkjustræti og innra skipulag hótels skapar góð tengsl við nærliggjandi almenningsrými, Víkurgarð og Austurvöll. Það sem er einna róttækast í vinningstillögunni er að lagt er til að byggt verði á syðri hluta Ingólfstorgs, þar sem Hótel Ísland stóð einu sinni. Þar er um að ræða sjálfstæða einingu á borgarlandi sem tengist ekki hóteluppbyggingunni og gerir tillagan ráð fyrir að þar verði menningarhús. Nýbygging á þessum reit þarfnast frekari útfærslu og almennrar umræðu en býður upp á spennandi möguleika sem endurvekur og styrkir gamlar götumyndir í elsta borgarhluta Reykjavíkur. Reykjavík stendur á vissum tímamótum í skipulagsmálum. Kyrrstaða síðustu ára hefur gefið tóm til að endurmeta margar fyrri ákvarðanir í ljósi breyttra sjónarmiða og setja fram markvissari sýn til framtíðar. Aukin áhersla á umhverfisgæði, vistvænar samgöngur og almannahagsmuni leiðir fram nýjar lausnir. Þétting byggðar á auk þess ávallt að vera á forsendum þess byggðamynsturs sem fyrir er á hverjum stað og styrkja mannlífið í borginni. Sú niðurstaða sem samkeppni um Ingólfstorg leiddi af sér varðar veginn fyrir aðra uppbyggingu í miðborginni þar sem fólk á alltaf að vera í fyrirrúmi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun