Sýnir með Issey Miyake og Dior á tískuvikunni í París 2. júlí 2012 15:00 Tískusýning Sruli Recht er orðin liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar í París í haust. fréttablaðið/gva „Sýning sem þessi er mjög mikilvæg hönnuðum sem vilja koma sér á framfæri á erlendum mörkuðum og setur okkur í flokk með stóru tískuhúsunum og ýtir undir áhuga kaupenda," segir fatahönnuðurinn Sruli Recht. Tískusýning hans er nú liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar í París í haust og mun hann sýna á sama tíma og tískuhús á borð við Issey Miyake, Pierre Cardin, Dior, Galliano, Hermés, Luis Vuitton og Rick Owens. Hægt er að skoða myndir frá sýningunni hér. Sruli hefur fjórum sinnum áður tekið þátt í tískuvikunni í París en þetta er í fyrsta sinn sem sýning hans er liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar. „Sýningin sem ég setti upp í janúar fékk það góð viðbrögð að okkur var boðið að sýna í Palais Brongniart í haust. Við höfum lagt ómælda vinnu í að undirbúa sýninguna og höfum meðal annars ráðið sýningarstjóra til að stýra sýningunni," segir Sruli sem vinnur ásamt átján manna teymi við að undirbúa herlegheitin. Hann mun sýna um tuttugu heildarklæðnaði á sýningunni sem fram fer í hinni gömlu kauphöll Parísar. Þátttaka hans í tískuvikunni hefur vakið athygli erlendra kaupenda á hönnun hans og að hans sögn hafa um þrjátíu nýir aðilar sýnt merkinu áhuga, þar á meðal Saks Fifth Avenue-verslunin í New York. Verslunin var stofnuð árið 1898 og rekur einnig útibú í Dúbaí, Sádi-Arabíu og Mexíkó. Sruli er uppalinn í Ástralíu en hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin ár og rekur hönnunarverkstæðið Vopnabúrið á Granda. Sruli notar gjarnan íslenskt hráefni í hönnun sinni og vinnur hana í samstarfi við íslenska handverksmenn. Síðasta sumar sagði Fréttablaðið frá því að tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz hefði fallið fyrir hönnun Sruli þegar herralína hans var sýnd í París og festi söngvarinn kaup á þó nokkuð af fatnaði og fylgihlutum úr línunni. sara@frettabladid.is Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ævintýrasmíð bestu vinkvenna með sama barnsföður Lífið Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Lífið samstarf Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Sýning sem þessi er mjög mikilvæg hönnuðum sem vilja koma sér á framfæri á erlendum mörkuðum og setur okkur í flokk með stóru tískuhúsunum og ýtir undir áhuga kaupenda," segir fatahönnuðurinn Sruli Recht. Tískusýning hans er nú liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar í París í haust og mun hann sýna á sama tíma og tískuhús á borð við Issey Miyake, Pierre Cardin, Dior, Galliano, Hermés, Luis Vuitton og Rick Owens. Hægt er að skoða myndir frá sýningunni hér. Sruli hefur fjórum sinnum áður tekið þátt í tískuvikunni í París en þetta er í fyrsta sinn sem sýning hans er liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar. „Sýningin sem ég setti upp í janúar fékk það góð viðbrögð að okkur var boðið að sýna í Palais Brongniart í haust. Við höfum lagt ómælda vinnu í að undirbúa sýninguna og höfum meðal annars ráðið sýningarstjóra til að stýra sýningunni," segir Sruli sem vinnur ásamt átján manna teymi við að undirbúa herlegheitin. Hann mun sýna um tuttugu heildarklæðnaði á sýningunni sem fram fer í hinni gömlu kauphöll Parísar. Þátttaka hans í tískuvikunni hefur vakið athygli erlendra kaupenda á hönnun hans og að hans sögn hafa um þrjátíu nýir aðilar sýnt merkinu áhuga, þar á meðal Saks Fifth Avenue-verslunin í New York. Verslunin var stofnuð árið 1898 og rekur einnig útibú í Dúbaí, Sádi-Arabíu og Mexíkó. Sruli er uppalinn í Ástralíu en hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin ár og rekur hönnunarverkstæðið Vopnabúrið á Granda. Sruli notar gjarnan íslenskt hráefni í hönnun sinni og vinnur hana í samstarfi við íslenska handverksmenn. Síðasta sumar sagði Fréttablaðið frá því að tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz hefði fallið fyrir hönnun Sruli þegar herralína hans var sýnd í París og festi söngvarinn kaup á þó nokkuð af fatnaði og fylgihlutum úr línunni. sara@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ævintýrasmíð bestu vinkvenna með sama barnsföður Lífið Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Lífið samstarf Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira