Daníel Óliver með þriggja ára umboðssamning í Svíþjóð 3. júlí 2012 15:00 „Ég hitti Victoriu fyrst í desember og við vorum að ganga frá samningnum núna, svo þetta er búið að vera langt ferli," segir söngvarinn Daníel Óliver sem skrifaði nýlega undir þriggja ára samning við eina virtustu umboðsskrifstofu Svíþjóðar, Victoria Ekeberg Management. Daníel fluttist til Svíþjóðar fyrir tæpu ári og hefur verið að gera góða hluti þar ytra. „Það fyrsta sem Victoria sagði við mig þegar við hittumst var að ég liti út eins og blanda af James Dean og Elvis Presley og að ef ég hefði sönghæfileika ofan á það þá gæti ég sigrað heiminn," segir Daníel og hlær. Victoria þessi hefur komið mörgum listamönnum á kortið, þar á meðal söngkonunni September sem hefur verið að gera það gott í Bretlandi og Bandaríkjunum. Auk Victoriu sjálfrar mun umboðsmaðurinn Karl Batterbee vinna með Daníel, en hann rekur tónlistarsíðuna og sjónvarpsstöðina Scandipop í Bretlandi. Það er margt í gangi hjá söngvaranum í kjölfar undirritunar samningsins. Ekki nóg með að hann muni koma fram á tónlistarhátíðinni Malmö Beach um næstu helgi og vera á stóra sviðinu á Stockholm Pride í ágúst ásamt Eric Saade og söngkonunni Agnesi, heldur er hann búinn að vera á fullu að taka upp síðustu vikurnar og stefnir á útgáfu stuttskífu fljótlega. „Ég er að taka upp lag með Jonas von der Burg núna og er að fara í stúdíó til Thomas G:son bráðlega," segir hann, en Thomas G:son er maðurinn á bak við Eurovision-smellinn Euphoria með Loreen. - trs Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég hitti Victoriu fyrst í desember og við vorum að ganga frá samningnum núna, svo þetta er búið að vera langt ferli," segir söngvarinn Daníel Óliver sem skrifaði nýlega undir þriggja ára samning við eina virtustu umboðsskrifstofu Svíþjóðar, Victoria Ekeberg Management. Daníel fluttist til Svíþjóðar fyrir tæpu ári og hefur verið að gera góða hluti þar ytra. „Það fyrsta sem Victoria sagði við mig þegar við hittumst var að ég liti út eins og blanda af James Dean og Elvis Presley og að ef ég hefði sönghæfileika ofan á það þá gæti ég sigrað heiminn," segir Daníel og hlær. Victoria þessi hefur komið mörgum listamönnum á kortið, þar á meðal söngkonunni September sem hefur verið að gera það gott í Bretlandi og Bandaríkjunum. Auk Victoriu sjálfrar mun umboðsmaðurinn Karl Batterbee vinna með Daníel, en hann rekur tónlistarsíðuna og sjónvarpsstöðina Scandipop í Bretlandi. Það er margt í gangi hjá söngvaranum í kjölfar undirritunar samningsins. Ekki nóg með að hann muni koma fram á tónlistarhátíðinni Malmö Beach um næstu helgi og vera á stóra sviðinu á Stockholm Pride í ágúst ásamt Eric Saade og söngkonunni Agnesi, heldur er hann búinn að vera á fullu að taka upp síðustu vikurnar og stefnir á útgáfu stuttskífu fljótlega. „Ég er að taka upp lag með Jonas von der Burg núna og er að fara í stúdíó til Thomas G:son bráðlega," segir hann, en Thomas G:son er maðurinn á bak við Eurovision-smellinn Euphoria með Loreen. - trs
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira