Sveddi tönn tekinn höndum í Brasilíu 5. júlí 2012 06:00 Sverrir er annar þeirra sem sjást í brasilískum fréttum af málinu. Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu, handtekinn í Rio de Janeiro vegna smygls á 46.000 e-töflum. Gaf upp falskt nafn. Sverrir Þór Gunnarsson, einnig þekktur sem Sveddi tönn, var handtekinn á Galeão-alþjóðaflugvellinum í Rio de Janeiro í Brasilíu á mánudag grunaður um að hafa skipulagt smygl á 46 þúsund e-töflum til landsins frá Lissabon í Portúgal. Sverrir, sem var einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða um síðustu aldamót, hefur svo árum skiptir verið undir smásjá íslenskra lögregluyfirvalda grunaður um að hafa staðið á bak við mörg stór smyglmál Íslendinga hingað til lands og til Suður-Ameríku. Ekki hefur hins vegar tekist að hafa hendur í hári hans fyrr en nú. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro. Hann þóttist vera 43 ára Breiðhyltingur en þegar nafnið var sent íslenskum yfirvöldum komust þau fljótlega að því að sá maður var alls ekki í haldi lögreglu þar ytra. Heimildarmenn Fréttablaðsins hafa hins vegar staðfest að Sverrir sé annar hinna handteknu sem sjáist á myndskeiðum með brasilískum fréttum af málinu. Fram kemur á fréttavefnum Correio do Brasil að Sverrir hafi verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilískum manni eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún hafi vísað þeim á mennina, sem hún hafi ætlað að afhenda fíkniefnin. Þar segir einnig að Sverrir hafi komið til landsins með sama flugi og konan, og að á hótelherbergi hans hafi fundist hass sem hann hafi komist óáreittur með fram hjá tollvörðum á flugvellinum. Efnin eru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar segir að þetta sé mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem fundist hefur á flugvellinum. Sverrir hefur verið búsettur í Brasilíu og á Spáni síðan um miðjan síðasta áratug og nafn hans hefur ítrekað komið upp við rannsóknir á fíkniefnasmygli til Íslands, einkum frá Suður-Ameríku og Spáni. Sakborningur í fíkniefnamáli benti síðast á Sverri fyrir dómi árið 2010 og sagði hann hafa skipulagt smygl á einu og hálfu kílói af kókaíni til landsins frá Spáni. Í málinu hlaut vinur hans, Davíð Garðarsson, fjögurra ára fangelsisdóm og var Sverris leitað um skeið á Spáni með hjálp þarlendra yfirvalda, án árangurs. Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um málið ef ýtt er á þennan hlekk. - sh Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu, handtekinn í Rio de Janeiro vegna smygls á 46.000 e-töflum. Gaf upp falskt nafn. Sverrir Þór Gunnarsson, einnig þekktur sem Sveddi tönn, var handtekinn á Galeão-alþjóðaflugvellinum í Rio de Janeiro í Brasilíu á mánudag grunaður um að hafa skipulagt smygl á 46 þúsund e-töflum til landsins frá Lissabon í Portúgal. Sverrir, sem var einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða um síðustu aldamót, hefur svo árum skiptir verið undir smásjá íslenskra lögregluyfirvalda grunaður um að hafa staðið á bak við mörg stór smyglmál Íslendinga hingað til lands og til Suður-Ameríku. Ekki hefur hins vegar tekist að hafa hendur í hári hans fyrr en nú. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro. Hann þóttist vera 43 ára Breiðhyltingur en þegar nafnið var sent íslenskum yfirvöldum komust þau fljótlega að því að sá maður var alls ekki í haldi lögreglu þar ytra. Heimildarmenn Fréttablaðsins hafa hins vegar staðfest að Sverrir sé annar hinna handteknu sem sjáist á myndskeiðum með brasilískum fréttum af málinu. Fram kemur á fréttavefnum Correio do Brasil að Sverrir hafi verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilískum manni eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún hafi vísað þeim á mennina, sem hún hafi ætlað að afhenda fíkniefnin. Þar segir einnig að Sverrir hafi komið til landsins með sama flugi og konan, og að á hótelherbergi hans hafi fundist hass sem hann hafi komist óáreittur með fram hjá tollvörðum á flugvellinum. Efnin eru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar segir að þetta sé mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem fundist hefur á flugvellinum. Sverrir hefur verið búsettur í Brasilíu og á Spáni síðan um miðjan síðasta áratug og nafn hans hefur ítrekað komið upp við rannsóknir á fíkniefnasmygli til Íslands, einkum frá Suður-Ameríku og Spáni. Sakborningur í fíkniefnamáli benti síðast á Sverri fyrir dómi árið 2010 og sagði hann hafa skipulagt smygl á einu og hálfu kílói af kókaíni til landsins frá Spáni. Í málinu hlaut vinur hans, Davíð Garðarsson, fjögurra ára fangelsisdóm og var Sverris leitað um skeið á Spáni með hjálp þarlendra yfirvalda, án árangurs. Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um málið ef ýtt er á þennan hlekk. - sh
Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent