Þungarokk í þorpum 6. júlí 2012 15:00 Hér má sjá Hólmkel Leó Aðalsteinsson ásamt bræðrunum Atla, Agli og Viktori Sigursveinssonum en á myndina vantar tvo meðlimi rokksveitarinnar. Fréttablaðið/Ernir "Við spilum á stöðum sem þungarokkshljómsveitir halda aldrei tónleika á," segir Hólmkell Leó Aðalsteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Endless Dark, sem heldur af stað á Íslandstúr á morgun. Fyrstu tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum annað kvöld en að þeim loknum verður rokkað á Grundarfirði, Skagaströnd, Siglufirði, Akureyri og loks á Neskaupstað á rokkhátíðinni Eistnaflugi. "Sumir bæirnir eru bara þorp og það koma kannski rosalega fáir en við ætlum bara að hafa gaman af því," segir Hólmkell en meðlimir sveitarinnar eru frá Ólafsvík og Grundarfirði. Hann bætir við að þeir spili í Kántríbæ og að hann efist um að þungarokk hafi hljómað þar áður. Drengirnir reyndu að fá hljómsveitir frá hverjum bæ til liðs við sig. "Við könnuðum sem dæmi hvort það væri eitthvað band á Siglufirði en það virtist ekki vera svo Ugly Alex, sem kemur frá Akureyri, spilar líka með okkur þar." Hljómsveitin Trust the Lies ferðast með drengjunum allan hringinn og Mercy Buckets spilar jafnframt með þeim á Gauknum. Hólmkell segir sveitina gríðarspennta fyrir Eistnaflugi þó rafmögnuð stemning hafi myndast á tónleikum þeirra þar árið 2010. "Þá þoldu 70 prósent tónleikagesta okkur ekki því við vorum ekki nógu þungir fyrir metalhausana," segir Hólmkell sem óttast ekki að slíkt endurtaki sig. "Við erum orðnir aðeins þekktari og betri en þá." -hþt Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
"Við spilum á stöðum sem þungarokkshljómsveitir halda aldrei tónleika á," segir Hólmkell Leó Aðalsteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Endless Dark, sem heldur af stað á Íslandstúr á morgun. Fyrstu tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum annað kvöld en að þeim loknum verður rokkað á Grundarfirði, Skagaströnd, Siglufirði, Akureyri og loks á Neskaupstað á rokkhátíðinni Eistnaflugi. "Sumir bæirnir eru bara þorp og það koma kannski rosalega fáir en við ætlum bara að hafa gaman af því," segir Hólmkell en meðlimir sveitarinnar eru frá Ólafsvík og Grundarfirði. Hann bætir við að þeir spili í Kántríbæ og að hann efist um að þungarokk hafi hljómað þar áður. Drengirnir reyndu að fá hljómsveitir frá hverjum bæ til liðs við sig. "Við könnuðum sem dæmi hvort það væri eitthvað band á Siglufirði en það virtist ekki vera svo Ugly Alex, sem kemur frá Akureyri, spilar líka með okkur þar." Hljómsveitin Trust the Lies ferðast með drengjunum allan hringinn og Mercy Buckets spilar jafnframt með þeim á Gauknum. Hólmkell segir sveitina gríðarspennta fyrir Eistnaflugi þó rafmögnuð stemning hafi myndast á tónleikum þeirra þar árið 2010. "Þá þoldu 70 prósent tónleikagesta okkur ekki því við vorum ekki nógu þungir fyrir metalhausana," segir Hólmkell sem óttast ekki að slíkt endurtaki sig. "Við erum orðnir aðeins þekktari og betri en þá." -hþt
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira