Verðmunur á gagnamagni um sæstrengi 12. júlí 2012 08:00 farice Farice rekur tvo sæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Annar þeirra, Farice, kemur á land nyrst í Skotlandi en þessi mynd var tekin þegar strengurinn var dreginn á land árið 2004. Mikill munur er á því verði sem íslensk fjarskiptafyrirtæki og fyrirtæki í viðskiptum við gagnaver hér á landi greiða fyrir aðgang að sæstrengjum Farice. Sé tekið dæmi úr verðskrám Farice kemur í ljós að fjarskiptafyrirtækin greiða mánaðarlega 254.375 evrur, jafngildi ríflega 40 milljóna króna, fyrir tiltekinn aðgang að báðum sæstrengjum Farice sé miðað við þriggja ára samningstíma. Fyrir aðgang að öðrum strengja Farice greiða viðskiptavinir gagnavera hins vegar 11.400 evrur mánaðarlega, jafngildi tæpra tveggja milljóna króna, sé miðað við svipaða þjónustu og átján mánaða samningstíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talsverð óánægja með þennan verðmun innan íslensku fjarskiptafyrirtækjanna. Óttast þau að erlendir viðskiptavinir gagnaveranna muni fara inn á markaði þeirra og taka frá þeim viðskipti í krafti verðmunarins. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice, leggur áherslu á að um tvo ólíka markaði sé að ræða. Þá sé þjónustan við þessa tvo hópa ólík auk þess sem viðskiptavinir gagnaveranna kaupi mun meira af gagnamagni sem réttlæti betri kjör. „Íslensku gagnaverin eru í samkeppni við sambærilega þjónustu í Evrópu og ef við rukkuðum umtalsvert hærra verð væru gagnaverin hér einfaldlega ekki samkeppnishæf," segir Ómar og heldur áfram: „Þetta eru tveir ólíkir og aðskildir markaðir og í verðlagningu greinum við á milli eins og lög heimila." Ómar bendir á að íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupi af Farice svokallaða varða þjónustu en það geri hinir ekki. Varða þjónustan sé umtalsvert dýrari en sú óvarða. „Þegar strengir slitna sundur á meginlandi Evrópu, eins og gerist reglulega, þá hefur það ekki áhrif á íslensku fjarskiptafyrirtækin þar sem þau fá aðgang að öðrum strengjum í staðinn. Þetta er þjónusta sem við kaupum af öðrum og kostar mikla peninga. Sú þjónustu sem við seljum þessum tveimur hópum er því ekki fyllilega sambærileg," segir Ómar. Farice sagði þann 29. júní síðastliðinn upp samningum sínum við Símann og Vodafone frá og með október. Viðræður standa yfir um nýja samninga en Farice hefur boðað verulegar verðhækkanir á þjónustu sinni. Farice rekur tvo af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupa aðgang að strengjunum sem er þeim nauðsynlegur til að þau geti boðið upp á Internetþjónustu. Ráðgerð verðhækkun á þjónustu Farice mun því leiða til hækkunar á verði Internetþjónustu til heimila og fyrirtækja. Ómar segir enn mjög mikla ónotaða flutningsgetu á sæstrengjum fyrirtækisins sem valdi því að það þurfi að hækka verð. „Hugsunin er hins vegar sú að þegar nýtingin á strengjunum verður meiri í framtíðinni muni símafyrirtækin njóta þess og þannig lækki verðskráin til þeirra sem skili sér til neytenda," segir Ómar. Farice er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins (30,2%), Landsvirkjunar (28,9%) og Arion banka (39,3%). Fyrirtækið tapaði 8,55 milljónum evra á síðasta ári eða jafngildi 1,34 milljarða króna á núgildandi gengi. Árið 2010 tapaði fyrirtækið tæpum 17 milljónum evra. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Mikill munur er á því verði sem íslensk fjarskiptafyrirtæki og fyrirtæki í viðskiptum við gagnaver hér á landi greiða fyrir aðgang að sæstrengjum Farice. Sé tekið dæmi úr verðskrám Farice kemur í ljós að fjarskiptafyrirtækin greiða mánaðarlega 254.375 evrur, jafngildi ríflega 40 milljóna króna, fyrir tiltekinn aðgang að báðum sæstrengjum Farice sé miðað við þriggja ára samningstíma. Fyrir aðgang að öðrum strengja Farice greiða viðskiptavinir gagnavera hins vegar 11.400 evrur mánaðarlega, jafngildi tæpra tveggja milljóna króna, sé miðað við svipaða þjónustu og átján mánaða samningstíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talsverð óánægja með þennan verðmun innan íslensku fjarskiptafyrirtækjanna. Óttast þau að erlendir viðskiptavinir gagnaveranna muni fara inn á markaði þeirra og taka frá þeim viðskipti í krafti verðmunarins. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice, leggur áherslu á að um tvo ólíka markaði sé að ræða. Þá sé þjónustan við þessa tvo hópa ólík auk þess sem viðskiptavinir gagnaveranna kaupi mun meira af gagnamagni sem réttlæti betri kjör. „Íslensku gagnaverin eru í samkeppni við sambærilega þjónustu í Evrópu og ef við rukkuðum umtalsvert hærra verð væru gagnaverin hér einfaldlega ekki samkeppnishæf," segir Ómar og heldur áfram: „Þetta eru tveir ólíkir og aðskildir markaðir og í verðlagningu greinum við á milli eins og lög heimila." Ómar bendir á að íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupi af Farice svokallaða varða þjónustu en það geri hinir ekki. Varða þjónustan sé umtalsvert dýrari en sú óvarða. „Þegar strengir slitna sundur á meginlandi Evrópu, eins og gerist reglulega, þá hefur það ekki áhrif á íslensku fjarskiptafyrirtækin þar sem þau fá aðgang að öðrum strengjum í staðinn. Þetta er þjónusta sem við kaupum af öðrum og kostar mikla peninga. Sú þjónustu sem við seljum þessum tveimur hópum er því ekki fyllilega sambærileg," segir Ómar. Farice sagði þann 29. júní síðastliðinn upp samningum sínum við Símann og Vodafone frá og með október. Viðræður standa yfir um nýja samninga en Farice hefur boðað verulegar verðhækkanir á þjónustu sinni. Farice rekur tvo af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupa aðgang að strengjunum sem er þeim nauðsynlegur til að þau geti boðið upp á Internetþjónustu. Ráðgerð verðhækkun á þjónustu Farice mun því leiða til hækkunar á verði Internetþjónustu til heimila og fyrirtækja. Ómar segir enn mjög mikla ónotaða flutningsgetu á sæstrengjum fyrirtækisins sem valdi því að það þurfi að hækka verð. „Hugsunin er hins vegar sú að þegar nýtingin á strengjunum verður meiri í framtíðinni muni símafyrirtækin njóta þess og þannig lækki verðskráin til þeirra sem skili sér til neytenda," segir Ómar. Farice er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins (30,2%), Landsvirkjunar (28,9%) og Arion banka (39,3%). Fyrirtækið tapaði 8,55 milljónum evra á síðasta ári eða jafngildi 1,34 milljarða króna á núgildandi gengi. Árið 2010 tapaði fyrirtækið tæpum 17 milljónum evra. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira