Þingforseti segir hótel óboðlegt löggjafanum 13. júlí 2012 09:00 alþingi, þingmenn, þingflokksformenn, forseti alþingis ásta ragnheiður jóhannesdóttir „Ég hef verulegar áhyggjur af þessum tillögum og því sem þær bera með sér gagnvart Alþingi. Það verður að taka tillit til löggjafans," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, um vinningstillögu í samkeppni um hótel í Landsímahúsinu gegnt þinginu. Hún hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem athugasemdum þingsins við tillöguna er komið á framfæri. Þá hefur forsætisnefnd þingsins rætt málið og mun taka það fyrir á sumarfundi sínum í ágúst. „Það er verið að færa byggingar alveg að Alþingisreitnum, alveg út í gangstétt. Þetta þrengir mjög að gömlu húsunum sem við höfum verið að gera upp á Alþingisreitnum og mun skyggja algjörlega á þau." Ásta Ragnheiður segist hafa fundað með borgaryfirvöldum áður en samkeppnin var haldin til að gera þeim grein fyrir afstöðu þingsins. „En það hvarflaði aldrei að okkur að menn ætluðu að færa byggingarnar alveg ofan í skrifstofuhúsnæði þingsins. Hér í þessum gömlu húsum verður bara myrkur ef þetta verður að veruleika, sem löggjafinn getur vart sætt sig við. Almennt er það þannig að þinghús hafa gott rými í kringum sig og það er ekki byggt ofan í þau. Ég held að við eigum að hafa það stolt gagnvart löggjafarsamkundunni að gefa henni gott rými og að þessi fallegu, gömlu hús fái að njóta sín. Það munu þau ekki gera ef þetta verður að veruleika." Ásta Ragnheiður segir annað áhyggjuefni vera umferðina á svæðinu. Nú þegar sé mjög mikil umferð um svæðið vegna fjölmargra hótela. „Það er geysileg umferð um Kirkjustræti og Aðalstræti og hér standa rútur, trukkar, háfjallabílar og bílaleigubílar þvers og kruss um allt og það er nánast ekki hægt að komast hér að. Mér finnst það ekki boðlegt löggjafanum að fá svona mikið byggingamagn á svæðið." Atburðir í nágrenni þinghúsa víða um heim hafa orðið til þess að meira hefur verið hugað að öryggismálum að undanförnu, að sögn Ástu Ragnheiðar. Þess vegna þurfi að vera auðveld aðkoma að húsinu og nefnir hún sem dæmi að á reitnum séu gömul og viðkvæm timburhús. Rætt hefur verið um að Alþingi kaupi Landsímahúsið og noti undir skrifstofur. Ásta Ragnheiður segir þingið hafa skoðað ýmsar leiðir til að leysa húsnæðisvandann, en hún viti ekki betur en að eigendur hússins vilji bara reka þar hótel. - þeb Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
„Ég hef verulegar áhyggjur af þessum tillögum og því sem þær bera með sér gagnvart Alþingi. Það verður að taka tillit til löggjafans," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, um vinningstillögu í samkeppni um hótel í Landsímahúsinu gegnt þinginu. Hún hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem athugasemdum þingsins við tillöguna er komið á framfæri. Þá hefur forsætisnefnd þingsins rætt málið og mun taka það fyrir á sumarfundi sínum í ágúst. „Það er verið að færa byggingar alveg að Alþingisreitnum, alveg út í gangstétt. Þetta þrengir mjög að gömlu húsunum sem við höfum verið að gera upp á Alþingisreitnum og mun skyggja algjörlega á þau." Ásta Ragnheiður segist hafa fundað með borgaryfirvöldum áður en samkeppnin var haldin til að gera þeim grein fyrir afstöðu þingsins. „En það hvarflaði aldrei að okkur að menn ætluðu að færa byggingarnar alveg ofan í skrifstofuhúsnæði þingsins. Hér í þessum gömlu húsum verður bara myrkur ef þetta verður að veruleika, sem löggjafinn getur vart sætt sig við. Almennt er það þannig að þinghús hafa gott rými í kringum sig og það er ekki byggt ofan í þau. Ég held að við eigum að hafa það stolt gagnvart löggjafarsamkundunni að gefa henni gott rými og að þessi fallegu, gömlu hús fái að njóta sín. Það munu þau ekki gera ef þetta verður að veruleika." Ásta Ragnheiður segir annað áhyggjuefni vera umferðina á svæðinu. Nú þegar sé mjög mikil umferð um svæðið vegna fjölmargra hótela. „Það er geysileg umferð um Kirkjustræti og Aðalstræti og hér standa rútur, trukkar, háfjallabílar og bílaleigubílar þvers og kruss um allt og það er nánast ekki hægt að komast hér að. Mér finnst það ekki boðlegt löggjafanum að fá svona mikið byggingamagn á svæðið." Atburðir í nágrenni þinghúsa víða um heim hafa orðið til þess að meira hefur verið hugað að öryggismálum að undanförnu, að sögn Ástu Ragnheiðar. Þess vegna þurfi að vera auðveld aðkoma að húsinu og nefnir hún sem dæmi að á reitnum séu gömul og viðkvæm timburhús. Rætt hefur verið um að Alþingi kaupi Landsímahúsið og noti undir skrifstofur. Ásta Ragnheiður segir þingið hafa skoðað ýmsar leiðir til að leysa húsnæðisvandann, en hún viti ekki betur en að eigendur hússins vilji bara reka þar hótel. - þeb
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira