Telja að makríllinn kunni að valda búsifjum sjófugla 13. júlí 2012 07:30 Erpur Snær Hansson, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir að margir hallist að þeirri kenningu að ágangur makrílsins geti að miklu leyti útskýrt þær búsifjar sem lundinn og aðrir sjófuglar hafi orðið fyrir síðustu ár. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er sama sinnis. „Veiðimenn hér eru búnir að vera að tala um það í fjögur ár að makríllinn sé að éta undan lundanum," segir hann. Bæjarstjórinn segist undrast, rétt eins og Erpur Snær, að ekki sé veitt meira fjármagn til rannsókna á áhrifunum sem fylgja því þegar rúmlega milljón tonna makrílstofn berst inn í íslenska lögsögu. „Okkur finnst það grætilegt að það sé ekki lögð meiri alvara í að rannsaka lífríki sjávar. Þá í Þekkingarsetri Vestmannaeyja klæjar í fingurna að fá að rannsaka þetta en útlitið er ekki gott því á sama tíma berst Náttúrustofa Suðurlands í bökkum vegna niðurskurðar á fjárframlögum frá ríkinu," segir bæjarstjórinn. Hann segir enn fremur að setja eigi í forgang málefni er varða þessa undirstöðuatvinnugrein. „Við bjóðum alla okkar aðstoð í slíkar rannsóknir, okkur ber líka skylda til þess því makríllinn er orðinn ein af stoðunum undir atvinnulífinu hér en á sama tíma og við gleðjumst yfir því þykir okkur grætilegt hve illa gengur hjá lundanum og það er algjör firra að skrifa þá illgengni á reikning veiðimanna með háfa. Það er eitthvað annað að gerast sem veldur þessu." Hann segir að í raun sé þó nokkur fjöldi lunda í Eyjum en að lítið beri á ungfuglinum sem greinilega eigi í erfiðri lífsbaráttu. Magnús Kr. Guðmundsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Rósinni, segist heldur ekki fara varhluta af áhrifum makrílgöngunnar. „Það er erfiðara að sjá hrefnu eftir að makríllinn ruddist inn flóann," segir hann. Fréttablaðið hefur sagt frá því að hrefnuveiðimenn íhugi að hverfa með skip sitt úr Faxaflóanum þar sem minna æti sé eftir fyrir hrefnuna þar. Reyndar nærist hrefna einnig á makríl ef í harðbakka slær en þá er svo mikil hreyfing á henni að nær vonlaust er fyrir veiðimenn að eiga við hana. Ekki eru þó allir ósáttir við ágang makrílsins en síðustu daga hafa fjölmargir lagt leið sína niður á höfn á Reykjanesi, Akranesi, í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar með stöng í hendi og mokað upp makríl. jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira
Erpur Snær Hansson, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir að margir hallist að þeirri kenningu að ágangur makrílsins geti að miklu leyti útskýrt þær búsifjar sem lundinn og aðrir sjófuglar hafi orðið fyrir síðustu ár. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er sama sinnis. „Veiðimenn hér eru búnir að vera að tala um það í fjögur ár að makríllinn sé að éta undan lundanum," segir hann. Bæjarstjórinn segist undrast, rétt eins og Erpur Snær, að ekki sé veitt meira fjármagn til rannsókna á áhrifunum sem fylgja því þegar rúmlega milljón tonna makrílstofn berst inn í íslenska lögsögu. „Okkur finnst það grætilegt að það sé ekki lögð meiri alvara í að rannsaka lífríki sjávar. Þá í Þekkingarsetri Vestmannaeyja klæjar í fingurna að fá að rannsaka þetta en útlitið er ekki gott því á sama tíma berst Náttúrustofa Suðurlands í bökkum vegna niðurskurðar á fjárframlögum frá ríkinu," segir bæjarstjórinn. Hann segir enn fremur að setja eigi í forgang málefni er varða þessa undirstöðuatvinnugrein. „Við bjóðum alla okkar aðstoð í slíkar rannsóknir, okkur ber líka skylda til þess því makríllinn er orðinn ein af stoðunum undir atvinnulífinu hér en á sama tíma og við gleðjumst yfir því þykir okkur grætilegt hve illa gengur hjá lundanum og það er algjör firra að skrifa þá illgengni á reikning veiðimanna með háfa. Það er eitthvað annað að gerast sem veldur þessu." Hann segir að í raun sé þó nokkur fjöldi lunda í Eyjum en að lítið beri á ungfuglinum sem greinilega eigi í erfiðri lífsbaráttu. Magnús Kr. Guðmundsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Rósinni, segist heldur ekki fara varhluta af áhrifum makrílgöngunnar. „Það er erfiðara að sjá hrefnu eftir að makríllinn ruddist inn flóann," segir hann. Fréttablaðið hefur sagt frá því að hrefnuveiðimenn íhugi að hverfa með skip sitt úr Faxaflóanum þar sem minna æti sé eftir fyrir hrefnuna þar. Reyndar nærist hrefna einnig á makríl ef í harðbakka slær en þá er svo mikil hreyfing á henni að nær vonlaust er fyrir veiðimenn að eiga við hana. Ekki eru þó allir ósáttir við ágang makrílsins en síðustu daga hafa fjölmargir lagt leið sína niður á höfn á Reykjanesi, Akranesi, í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar með stöng í hendi og mokað upp makríl. jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira