Björgum Ingólfstorgsumræðunni Hjálmar Sveinsson skrifar 18. júlí 2012 06:00 Þessa dagana er rætt af kappi um verðlaunatillögu að skipulagi á húsareitnum milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis. Það er von. Þetta er í kvosinni miðri, í næsta nágrenni við Alþingishúsið og rétt þar hjá sem landnámsskálinn fannst fyrir fáeinum árum. Borgaryfirvöld hljóta að fylgjast vandlega með umræðunum og taka mark á málefnalegum og vel rökstuddum athugasemdum. En borgaryfirvöld eiga og mega ekki taka mark á rangfærslum, órökstuddum alhæfingum og dylgjum. Til þess þarf reyndar nokkra staðfestu. Sérstaklega á tímum þegar vantraustið er ríkjandi tilfinning og auðvelt að þyrla upp ryki. Nærtækt dæmi er grein eftir Sverri Björnsson hönnuð sem birtist í blaðinu í gær. Nafn greinarinnar „skuggaleg áform“, segir sína sögu um málflutninginn. Ég sé ekki betur en að nánast allt sem Sverrir fullyrðir í greininni sé rangt. Það er rangt að minnka eigi „sólarsýnina“ við Austurvöll. Fyrirhugað hallandi mansardþak með kvistum á Landsímahúsinu, eins og er á Hótel Borg, mun ekki hafa nein áhrif á sólskinið á Austurvelli. Það er rangt að til standi að króa af elsta hús Reykjavíkur, Aðalstræti 10, milli „hárra stórhýsa“. Nýbygging, sem tillagan gerir ráð fyrir að rísi syðst á Ingólfstorgi, þar sem hið glæsilega Hótel Ísland var áður, er aðeins þrjár hæðir. Það er með skemmtilegum þakgarði fyrir almenning. Tillöguhöfundar gera ráð fyrir að þarna verði menningarhús. Ekki hótel. Það er rangt að búa eigi til „þröngt og skuggalegt sund“ þar sem Vallarstræti er. Þvert á móti er þarna gert ráð fyrir fallegri, þröngri götu, álíka þröngri og göturnar í Grjótaþorpi, með verslun og þjónustu á aðra hönd en menningarhús á hina. Það er rangt að loka eigi fyrir akandi umferð almennings um miðbæinn til að „hægt sé að þjónusta risavaxið hótel“. Að vísu stendur til að loka Vallarstræti og Veltusundi fyrir akandi umferð. En það er til að gera svæðið meira aðlaðandi fyrir fótgangandi vegfarendur og hefur ekkert með hótelið að gera. Það er í fimmta lagi rangt að taka eigi „af okkur stóran hluta útivistarsvæðsins á Ingólfstorgi“. Tillagan gerir ráð fyrir að sólríkari hluta torgsins, norðurhlutanum, verði lyft upp og að sá hluti torgsins stækki verulega þegar torgið breikkar til austurs og lengist til norðurs. Ingólfstorg nær þá alveg að Fálkahúsinu og að húsunum við Veltusund, þar sem nú er fjöldi bíla í sólbaði á degi hverjum. Í lok greinar sinnar hvetur Sverrir fólk til að greiða atkvæði sitt gegn „umhverfisofbeldinu“ á vefnum Ekkihotel.is. Sé farið þangað inn kemur í ljós að þar hefur tekist að fá yfir 10.000 manns til að skrifa undir svipaðar rangfærslur og eru í grein Sverris. Það er frekar dapurt. Það breytir samt ekki því að hugsa þarf vandlega hvert skref sem tekið er á þessum slóðum. Ég tel ekki að verðlaunatillagan sé gallalaus en ég er sannfærður um að hún er skref í rétta átt. Hún getur orðið mikilvæg lyftistöng fyrir mannlíf, þjónustu og menningu í miðborginni. Höldum endilega áfram að ræða kosti og galla verðlaunatillögunnar af kappi. Hættum upphrópunum og rangfærslum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er rætt af kappi um verðlaunatillögu að skipulagi á húsareitnum milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis. Það er von. Þetta er í kvosinni miðri, í næsta nágrenni við Alþingishúsið og rétt þar hjá sem landnámsskálinn fannst fyrir fáeinum árum. Borgaryfirvöld hljóta að fylgjast vandlega með umræðunum og taka mark á málefnalegum og vel rökstuddum athugasemdum. En borgaryfirvöld eiga og mega ekki taka mark á rangfærslum, órökstuddum alhæfingum og dylgjum. Til þess þarf reyndar nokkra staðfestu. Sérstaklega á tímum þegar vantraustið er ríkjandi tilfinning og auðvelt að þyrla upp ryki. Nærtækt dæmi er grein eftir Sverri Björnsson hönnuð sem birtist í blaðinu í gær. Nafn greinarinnar „skuggaleg áform“, segir sína sögu um málflutninginn. Ég sé ekki betur en að nánast allt sem Sverrir fullyrðir í greininni sé rangt. Það er rangt að minnka eigi „sólarsýnina“ við Austurvöll. Fyrirhugað hallandi mansardþak með kvistum á Landsímahúsinu, eins og er á Hótel Borg, mun ekki hafa nein áhrif á sólskinið á Austurvelli. Það er rangt að til standi að króa af elsta hús Reykjavíkur, Aðalstræti 10, milli „hárra stórhýsa“. Nýbygging, sem tillagan gerir ráð fyrir að rísi syðst á Ingólfstorgi, þar sem hið glæsilega Hótel Ísland var áður, er aðeins þrjár hæðir. Það er með skemmtilegum þakgarði fyrir almenning. Tillöguhöfundar gera ráð fyrir að þarna verði menningarhús. Ekki hótel. Það er rangt að búa eigi til „þröngt og skuggalegt sund“ þar sem Vallarstræti er. Þvert á móti er þarna gert ráð fyrir fallegri, þröngri götu, álíka þröngri og göturnar í Grjótaþorpi, með verslun og þjónustu á aðra hönd en menningarhús á hina. Það er rangt að loka eigi fyrir akandi umferð almennings um miðbæinn til að „hægt sé að þjónusta risavaxið hótel“. Að vísu stendur til að loka Vallarstræti og Veltusundi fyrir akandi umferð. En það er til að gera svæðið meira aðlaðandi fyrir fótgangandi vegfarendur og hefur ekkert með hótelið að gera. Það er í fimmta lagi rangt að taka eigi „af okkur stóran hluta útivistarsvæðsins á Ingólfstorgi“. Tillagan gerir ráð fyrir að sólríkari hluta torgsins, norðurhlutanum, verði lyft upp og að sá hluti torgsins stækki verulega þegar torgið breikkar til austurs og lengist til norðurs. Ingólfstorg nær þá alveg að Fálkahúsinu og að húsunum við Veltusund, þar sem nú er fjöldi bíla í sólbaði á degi hverjum. Í lok greinar sinnar hvetur Sverrir fólk til að greiða atkvæði sitt gegn „umhverfisofbeldinu“ á vefnum Ekkihotel.is. Sé farið þangað inn kemur í ljós að þar hefur tekist að fá yfir 10.000 manns til að skrifa undir svipaðar rangfærslur og eru í grein Sverris. Það er frekar dapurt. Það breytir samt ekki því að hugsa þarf vandlega hvert skref sem tekið er á þessum slóðum. Ég tel ekki að verðlaunatillagan sé gallalaus en ég er sannfærður um að hún er skref í rétta átt. Hún getur orðið mikilvæg lyftistöng fyrir mannlíf, þjónustu og menningu í miðborginni. Höldum endilega áfram að ræða kosti og galla verðlaunatillögunnar af kappi. Hættum upphrópunum og rangfærslum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun