Fetar í fótspor Alexanders McQueen 30. júlí 2012 10:00 Aníta Hirlekar lagði mikið upp úr litum og þæfingu í útskriftarlínu sinni eins og sjá má á kjól fyrirsætunnar sem gengur hér eftir palli útskriftarsýningar Central Saint Martins. Aníta Hirlekar útskrifaðist með BA í fatahönnun frá virta listaháskólanum Central Saint Martins í London í síðustu viku og hefur fengið inngöngu í eftirsóknarvert meistaranám hans. Sama nám hefur verið stökkpallur fyrir þekkta hönnuði á borð við Alexander McQueen. „Við vorum fjórar úr bekknum sem komust inn af sautján sem sóttu um,“ segir Aníta og telur að 10 til 15 grunnnámsnemar skólans hafi komist inn í meistaranámið. Fyrir utan McQueen námu John Galliano, Paul Smith, Sarah Burton og Stella McCartney við skólann. Aníta útskrifaðist af fatahönnunarbraut með áherslu á mynstur. Útskriftarlínan er þó ekki byggð á þrykkingu mynsturs heldur þæfði hún blúndu, ull og ýmis efni saman. Grunnnámið náði yfir fjögur ár og fór eitt þeirra í starfsnám fyrir tískuhús Christian Dior og Diane Von Furstenberg. Útskriftarsýningin fór fram í júní og fékk hún að taka þátt í stærri sýningu. „Allir sýndu í skólanum en daginn eftir voru ég og 42 aðrir valdir úr þessum rúmlega 140 manna hópi til að sýna á flottari tískusýningu fyrir fjölmiðla. Það komu eiginlega allir þangað, eins og Vogue, Style.com og Catwalking.com,“ segir hún. Flíkur Anítu hafa vakið nokkra athygli. Veftímaritið Afflante birti umfjöllun og Rough Online notaði kjól í myndaþætti sínum The Graduate. „Það eru fleiri verkefni á dagskrá. Þessi stílisti hefur látið mynda aðra kjóla og þeir birtast í myndatökum. Tímaritið ID hefur einnig verið í sambandi og fékk kjól í myndatöku en ég veit ekki hvað þeir gera,“ segir hún. Aníta sýnir næstu útskriftarlínu í febrúar 2014. „Útskriftarnemar meistaranámsins sýna oft á London Fashion Week og ég stefni allavega á það,Ï segir hún.- hþt Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Aníta Hirlekar útskrifaðist með BA í fatahönnun frá virta listaháskólanum Central Saint Martins í London í síðustu viku og hefur fengið inngöngu í eftirsóknarvert meistaranám hans. Sama nám hefur verið stökkpallur fyrir þekkta hönnuði á borð við Alexander McQueen. „Við vorum fjórar úr bekknum sem komust inn af sautján sem sóttu um,“ segir Aníta og telur að 10 til 15 grunnnámsnemar skólans hafi komist inn í meistaranámið. Fyrir utan McQueen námu John Galliano, Paul Smith, Sarah Burton og Stella McCartney við skólann. Aníta útskrifaðist af fatahönnunarbraut með áherslu á mynstur. Útskriftarlínan er þó ekki byggð á þrykkingu mynsturs heldur þæfði hún blúndu, ull og ýmis efni saman. Grunnnámið náði yfir fjögur ár og fór eitt þeirra í starfsnám fyrir tískuhús Christian Dior og Diane Von Furstenberg. Útskriftarsýningin fór fram í júní og fékk hún að taka þátt í stærri sýningu. „Allir sýndu í skólanum en daginn eftir voru ég og 42 aðrir valdir úr þessum rúmlega 140 manna hópi til að sýna á flottari tískusýningu fyrir fjölmiðla. Það komu eiginlega allir þangað, eins og Vogue, Style.com og Catwalking.com,“ segir hún. Flíkur Anítu hafa vakið nokkra athygli. Veftímaritið Afflante birti umfjöllun og Rough Online notaði kjól í myndaþætti sínum The Graduate. „Það eru fleiri verkefni á dagskrá. Þessi stílisti hefur látið mynda aðra kjóla og þeir birtast í myndatökum. Tímaritið ID hefur einnig verið í sambandi og fékk kjól í myndatöku en ég veit ekki hvað þeir gera,“ segir hún. Aníta sýnir næstu útskriftarlínu í febrúar 2014. „Útskriftarnemar meistaranámsins sýna oft á London Fashion Week og ég stefni allavega á það,Ï segir hún.- hþt
Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira