Íslandsmeistarinn er farinn til Bandaríkjanna Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 17. ágúst 2012 07:00 Signý Arnórsdóttir er efst á stigalistanum hjá konum og verður með á mótinu í Kiðjabergi.Fréttablaðið/Seth Fjórða og næstsíðasta mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi á þessu keppnistímabili hefst á Kiðjabergsvelli í dag. Íslandsmeistararnir í höggleik karla og kvenna eru fjarverandi á Securitas-mótinu vegna verkefna erlendis en keppni um stigameistaratitilinn er gríðarlega spennandi. Haraldur Franklín Magnús úr GR, sem er tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili, í holukeppni og höggleik, mun ekki leika á fleiri mótum á þessu tímabili hér á landi vegna háskólanáms í Bandaríkjunum. Valdís Þóra Jónsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik kvenna, er að keppa með íslenska landsliðinu í Finnlandi líkt og Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR, Bjarki Pétursson úr GB og Rúnar Arnórsson úr GK. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er að keppa á Áskorendamótaröðinni í Danmörku og stór hópur ungra afrekskylfinga er að keppa með sínum sveitum á Íslandsmóti unglinga sem fram fer á Akureyri. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknar verða 54 holur samtals, 18 holur á dag í þrjá daga og ættu úrslitin að ráðast síðdegis á sunnudag. Keppni um efstu sætin á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar er hörð og spennandi. Haraldur Franklín er þar efstur með 5.266 stig en þar á eftir kemur Hlynur Geir Hjartarson úr GOS, með 4.205 stig. Hann verður á meðal keppenda líkt og Þórður Rafn Gissurarson úr GR sem er í þriðja sæti með 3.997 stig. GR-ingarnir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson mæta einnig til leiks í Kiðjabergið en þeir eru í 6. og 7. sæti stigalistans. Þrátt fyrir að það vanti marga góða kylfinga á þetta mót eru tólf af alls tuttugu efstu á stigalistanum skráðir til leiks. Signý Arnórsdóttir, GK, Íslandsmeistari í holukeppni kvenna, er efst á stigalistanum (4.692 stig) og hún verður með í Kiðjaberginu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR (4.502 stig) og Guðrún Brá Björgvinsdóttir (84.232 stig) úr GK eru í öðru og þriðja sæti og þær verða báðar með á þessu móti. Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Fjórða og næstsíðasta mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi á þessu keppnistímabili hefst á Kiðjabergsvelli í dag. Íslandsmeistararnir í höggleik karla og kvenna eru fjarverandi á Securitas-mótinu vegna verkefna erlendis en keppni um stigameistaratitilinn er gríðarlega spennandi. Haraldur Franklín Magnús úr GR, sem er tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili, í holukeppni og höggleik, mun ekki leika á fleiri mótum á þessu tímabili hér á landi vegna háskólanáms í Bandaríkjunum. Valdís Þóra Jónsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik kvenna, er að keppa með íslenska landsliðinu í Finnlandi líkt og Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR, Bjarki Pétursson úr GB og Rúnar Arnórsson úr GK. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er að keppa á Áskorendamótaröðinni í Danmörku og stór hópur ungra afrekskylfinga er að keppa með sínum sveitum á Íslandsmóti unglinga sem fram fer á Akureyri. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknar verða 54 holur samtals, 18 holur á dag í þrjá daga og ættu úrslitin að ráðast síðdegis á sunnudag. Keppni um efstu sætin á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar er hörð og spennandi. Haraldur Franklín er þar efstur með 5.266 stig en þar á eftir kemur Hlynur Geir Hjartarson úr GOS, með 4.205 stig. Hann verður á meðal keppenda líkt og Þórður Rafn Gissurarson úr GR sem er í þriðja sæti með 3.997 stig. GR-ingarnir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson mæta einnig til leiks í Kiðjabergið en þeir eru í 6. og 7. sæti stigalistans. Þrátt fyrir að það vanti marga góða kylfinga á þetta mót eru tólf af alls tuttugu efstu á stigalistanum skráðir til leiks. Signý Arnórsdóttir, GK, Íslandsmeistari í holukeppni kvenna, er efst á stigalistanum (4.692 stig) og hún verður með í Kiðjaberginu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR (4.502 stig) og Guðrún Brá Björgvinsdóttir (84.232 stig) úr GK eru í öðru og þriðja sæti og þær verða báðar með á þessu móti.
Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira