Telja leka Gunnars til fjölmiðla vera einstakt tilfelli 22. ágúst 2012 06:30 Gunnar Andersen taldi Guðlaug Þór Þórðarson hafa látið Kastljós hafa gögn um sig. Nú hefur Gunnar verið ákærður fyrir að hafa látið DV hafa gögn um Guðlaug Þór. fréttablaðið/gva FME og Landsbankinn létu kanna hvort upplýsingaleki sem leiddi til ákæru Gunnars Andersen hefði verið einstakt tilfelli. Niðurstaða beggja var að svo sé. Starfsmaður Landsbankans er enn í ótímabundnu leyfi. Fjármálaeftirlitinu (FME) er ekki kunnugt um að Gunnar Andersen, fyrrum forstjóri þess, hafi lekið trúnaðargögnum um fjármál einstaklinga eða fyrirtækja til fjölmiðla eða annarra aðila nema í einu tilviki sem var kært til lögreglu. Það mál snýst um að Gunnar er talinn hafa fengið starfsmann Landsbankans til að afla gagna um fjármál alþingismannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem síðan var komið til DV. Landsbankinn telur einnig að um einstakt tilfelli hafi verið um að ræða. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Gunnar og umræddur starfsmaður Landsbankans hafa verið ákærðir fyrir brot á þagnarskyldu með því að brjóta bankaleynd vegna málsins. Gunnar hefur auk þess verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur sakborningunum enn ekki verið birt ákæran, sem var gefin út um miðjan júlí. Brot á þagnarskyldu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Ekki náðist í Gunnar Andersen við vinnslu fréttarinnar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er hann staddur erlendis. Í svari FME við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort úttekt eða rannsókn hafi farið fram innan stofnunarinnar á því, hvort fleiri dæmi um upplýsingaleka á borð við þann sem Gunnar er ákærður fyrir hafi átt sér stað, segir að svo sé ekki. „Umræddur upplýsingaleki varð ekki innan Fjármálaeftirlitsins, gögn tengd honum hafa aldrei verið í vörslu stofnunarinnar. Hann tengist því ekki almennri starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Við leggjum áherslu á að strangar öryggisreglur eru í gildi um meðferð gagna innan stofnunarinnar til að tryggja öryggi við meðferð þeirra. Okkur er ekki kunnugt um annað tilvik en það sem þú nefnir og kært var til lögreglu,“ segir í svari eftirlitsins. Starfsmaður Landsbankans sem hefur verið ákærður er í ótímabundnu leyfi. Því hefur ekki verið breytt. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum var farið yfir málið þegar það kom upp. Að lokinni þeirri athugun var það niðurstaða bankans að um einstakt tilfelli hefði verið að ræða þar sem viðkomandi starfsmaður hefði sýnt mikinn dómgreindarskort. thordur@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Sjá meira
FME og Landsbankinn létu kanna hvort upplýsingaleki sem leiddi til ákæru Gunnars Andersen hefði verið einstakt tilfelli. Niðurstaða beggja var að svo sé. Starfsmaður Landsbankans er enn í ótímabundnu leyfi. Fjármálaeftirlitinu (FME) er ekki kunnugt um að Gunnar Andersen, fyrrum forstjóri þess, hafi lekið trúnaðargögnum um fjármál einstaklinga eða fyrirtækja til fjölmiðla eða annarra aðila nema í einu tilviki sem var kært til lögreglu. Það mál snýst um að Gunnar er talinn hafa fengið starfsmann Landsbankans til að afla gagna um fjármál alþingismannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem síðan var komið til DV. Landsbankinn telur einnig að um einstakt tilfelli hafi verið um að ræða. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Gunnar og umræddur starfsmaður Landsbankans hafa verið ákærðir fyrir brot á þagnarskyldu með því að brjóta bankaleynd vegna málsins. Gunnar hefur auk þess verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur sakborningunum enn ekki verið birt ákæran, sem var gefin út um miðjan júlí. Brot á þagnarskyldu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Ekki náðist í Gunnar Andersen við vinnslu fréttarinnar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er hann staddur erlendis. Í svari FME við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort úttekt eða rannsókn hafi farið fram innan stofnunarinnar á því, hvort fleiri dæmi um upplýsingaleka á borð við þann sem Gunnar er ákærður fyrir hafi átt sér stað, segir að svo sé ekki. „Umræddur upplýsingaleki varð ekki innan Fjármálaeftirlitsins, gögn tengd honum hafa aldrei verið í vörslu stofnunarinnar. Hann tengist því ekki almennri starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Við leggjum áherslu á að strangar öryggisreglur eru í gildi um meðferð gagna innan stofnunarinnar til að tryggja öryggi við meðferð þeirra. Okkur er ekki kunnugt um annað tilvik en það sem þú nefnir og kært var til lögreglu,“ segir í svari eftirlitsins. Starfsmaður Landsbankans sem hefur verið ákærður er í ótímabundnu leyfi. Því hefur ekki verið breytt. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum var farið yfir málið þegar það kom upp. Að lokinni þeirri athugun var það niðurstaða bankans að um einstakt tilfelli hefði verið að ræða þar sem viðkomandi starfsmaður hefði sýnt mikinn dómgreindarskort. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Sjá meira