Um 150 Íslendingar fóru með hlutverk í Noah 24. ágúst 2012 06:30 Russell Crowe fer með hlutverk Noah. Alls unnu 220 manns að kvikmyndinni Noah, sem tekin var upp að hluta til hér á landi, og voru Íslendingar meira en helmingur þeirra. Um 150 Íslendingar fóru með misstór hlutverk í myndinni. Leigðar voru samtals 3.650 nætur á hótelherbergjum. Tökuliðið leigði þrjátíu jeppa, tíu sendibíla og 75 fólksbíla. Þetta kemur fram í svörum frá Julie Kuehndorf, upplýsingafulltrúa stórmyndarinnar, sem Fréttablaðið óskaði eftir. Meira en 300 fyrirtæki áttu í viðskiptum við framleiðendur myndarinnar, meðal annars vegna leigu og kaupa á tækjum, bensíni og mat. Undirbúningur vegna framleiðslu myndarinnar hér á landi hófst í nóvember síðastliðnum þegar Darren Aronofsky, leikstjóri myndarinnar, kom fyrst til Íslands að skoða tökustaði. Meðal tökustaða voru Djúpavatnsleið, Sandvíkurklofi, Lambhagatjörn og Undirhlíðanáma við Kleifarvatn, Sandvík, Hafnir, Reynisfjara, Raufarhólshellir, Leirhnjúkur við Mývatn, Hamragarðaheiði og Svartiskógur. Tökustaðir eru fleiri í Noah en nokkurri annarri erlendri kvikmynd sem hér hefur verið tekin upp. Tökur á Íslandi tóku fjórar vikur, sem er þriðjungur heildartímans sem áætlaður er í tökur. Aðrir hlutar verða teknir upp í nágrenni New York. „Nú, þegar tökum á Íslandi er lokið, vil ég nota tækifærið og þakka okkar frábæra íslenska starfsfólki fyrir óendanlegan dugnað, sem og Íslendingum fyrir göfuga gestrisni með því að bjóða Noah velkominn til landsins," segir Aronofsky. „Ísland er magnaður staður sem bauð okkur upp á ótrúlega fjölbreytta tökustaði. Takk, Ísland. Ég hlakka til að koma aftur!" Frumsýning Noah er áætluð í mars 2014. sunna@frettabladid.is Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Alls unnu 220 manns að kvikmyndinni Noah, sem tekin var upp að hluta til hér á landi, og voru Íslendingar meira en helmingur þeirra. Um 150 Íslendingar fóru með misstór hlutverk í myndinni. Leigðar voru samtals 3.650 nætur á hótelherbergjum. Tökuliðið leigði þrjátíu jeppa, tíu sendibíla og 75 fólksbíla. Þetta kemur fram í svörum frá Julie Kuehndorf, upplýsingafulltrúa stórmyndarinnar, sem Fréttablaðið óskaði eftir. Meira en 300 fyrirtæki áttu í viðskiptum við framleiðendur myndarinnar, meðal annars vegna leigu og kaupa á tækjum, bensíni og mat. Undirbúningur vegna framleiðslu myndarinnar hér á landi hófst í nóvember síðastliðnum þegar Darren Aronofsky, leikstjóri myndarinnar, kom fyrst til Íslands að skoða tökustaði. Meðal tökustaða voru Djúpavatnsleið, Sandvíkurklofi, Lambhagatjörn og Undirhlíðanáma við Kleifarvatn, Sandvík, Hafnir, Reynisfjara, Raufarhólshellir, Leirhnjúkur við Mývatn, Hamragarðaheiði og Svartiskógur. Tökustaðir eru fleiri í Noah en nokkurri annarri erlendri kvikmynd sem hér hefur verið tekin upp. Tökur á Íslandi tóku fjórar vikur, sem er þriðjungur heildartímans sem áætlaður er í tökur. Aðrir hlutar verða teknir upp í nágrenni New York. „Nú, þegar tökum á Íslandi er lokið, vil ég nota tækifærið og þakka okkar frábæra íslenska starfsfólki fyrir óendanlegan dugnað, sem og Íslendingum fyrir göfuga gestrisni með því að bjóða Noah velkominn til landsins," segir Aronofsky. „Ísland er magnaður staður sem bauð okkur upp á ótrúlega fjölbreytta tökustaði. Takk, Ísland. Ég hlakka til að koma aftur!" Frumsýning Noah er áætluð í mars 2014. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira