Leikarar í lélegum farsa Sighvatur Björgvinsson skrifar 24. ágúst 2012 06:00 Tuttugu og sjö nýir þingmenn voru kjörnir til setu á Alþingi Íslendinga fyrir röskum þremur árum. Aldrei hafa fleiri nýliðar bæst í hóp þingmanna. Reynslan hefur sýnt, að nokkrir en langt í frá allir úr þessum hópi eru efnilegir – gætu átt eftir að láta mikið að sér kveða efir að hafa aflað sér meiri reynslu og yfirgripsmeiri þekkingar í starfi ásamt því að hafa sýnt fram á fylgi við sig og málflutning sinn í fleiri en einum kosningum. Þingmennska er nefnilega eins og hvert annað starf. Það krefst þess að aflað sé reynslu og þekkingar og sýnt fram á getu í starfi. Þannig sækir þingmaður sér varanlegan stuðning. Slíkur stuðningur næst ekki í fyrstu tilraun. Þingmaðurinn þarf að sanna sig. Gömlum hundi í pólitík eins og mér þykir með fádæmum þegar fólk, sem setið hefur þrjá vetur á þingi, eða jafnvel aldrei komið þar nálægt, heldur sig vera þess umkomið að taka að sér forystu í stjórnmálaflokki og þar með hugsanlega að þurfa að axla forystuábyrgð fyrir þjóð sína. Messaguttar kalla ekki eftir skipstjórnarsætinu eftir sinn fyrsta túr. Þó sumir af hinum nýju þingmönnum séu efnilegir og hafi óvænt fengið meiri ábyrgðarstörf en nýliðum eru jafnan fengin er oft sárgrætilegt að hlusta á hve mikið skortir á þekkingu þeirra jafnvel á eigin umfjöllunarefnum þegar þeir mæta spyrlum ljósvakamiðla. Eru þá eins og álfar út úr hól og virðast ekki einu sinni gera sér grein fyrir því sjálfir. Á það jafnt við um suma af mínum samherjum sem aðra og geri ég þar ekki upp á milli. Þegar verst lætur er eins og leikari sé að reyna að leika stjórnmálamann í lélegum farsa – og fari auk þess illa með hlutverkið. Við Íslendingar eigum mikið af hæfileikaríku fólki – fleiri slíka einstaklinga nú en þegar menn eins og Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Matthías Bjarnason, Ólafur Björnsson, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Benedikt Gröndal, Hannibal Valdimarsson, Eysteinn Jónsson, Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson, Lúðvík Jósepsson, Eðvarð Sigurðsson, Björn Jónsson og Magnús Kjartansson settu svip á löggjafarsamkomu okkar og standa mér enn í fersku minni. Fáir eru þar nú, sem nálgast gætu þeirra samjöfnuð. Að 10-15 einstaklingum undanteknum, sem þar sitja nú, er mér til efs að aðrir eigi þar nokkurt erindi. Hvernig stendur á því? Hvers vegna vilja þeir hæfileikamiklu Íslendingar, sem við eigum, ekki taka að sér að gegna löggjafarstörfum fyrir þjóð sína? Andrúmsloftið á Alþingi skapa alþingismenn sjálfir. Viðhorfið til þeirra skapast af almenningsálitinu. Ætli þeir beri ekki jafna ábyrgð á því hvernig komið er – alþingismennirnir sjálfir og íslenska þjóðin. Í lýðræðisríki fá þjóðir þá eina stjórnmálamenn sem þær velja sér sjálfar. Sagt er að slíkar þjóðir fái þá eina stjórnendur, sem þær eiga skilið. Sé framboðið ekki í stíl við væntingarnar er meira en lítið að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðun Mest lesið Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Tuttugu og sjö nýir þingmenn voru kjörnir til setu á Alþingi Íslendinga fyrir röskum þremur árum. Aldrei hafa fleiri nýliðar bæst í hóp þingmanna. Reynslan hefur sýnt, að nokkrir en langt í frá allir úr þessum hópi eru efnilegir – gætu átt eftir að láta mikið að sér kveða efir að hafa aflað sér meiri reynslu og yfirgripsmeiri þekkingar í starfi ásamt því að hafa sýnt fram á fylgi við sig og málflutning sinn í fleiri en einum kosningum. Þingmennska er nefnilega eins og hvert annað starf. Það krefst þess að aflað sé reynslu og þekkingar og sýnt fram á getu í starfi. Þannig sækir þingmaður sér varanlegan stuðning. Slíkur stuðningur næst ekki í fyrstu tilraun. Þingmaðurinn þarf að sanna sig. Gömlum hundi í pólitík eins og mér þykir með fádæmum þegar fólk, sem setið hefur þrjá vetur á þingi, eða jafnvel aldrei komið þar nálægt, heldur sig vera þess umkomið að taka að sér forystu í stjórnmálaflokki og þar með hugsanlega að þurfa að axla forystuábyrgð fyrir þjóð sína. Messaguttar kalla ekki eftir skipstjórnarsætinu eftir sinn fyrsta túr. Þó sumir af hinum nýju þingmönnum séu efnilegir og hafi óvænt fengið meiri ábyrgðarstörf en nýliðum eru jafnan fengin er oft sárgrætilegt að hlusta á hve mikið skortir á þekkingu þeirra jafnvel á eigin umfjöllunarefnum þegar þeir mæta spyrlum ljósvakamiðla. Eru þá eins og álfar út úr hól og virðast ekki einu sinni gera sér grein fyrir því sjálfir. Á það jafnt við um suma af mínum samherjum sem aðra og geri ég þar ekki upp á milli. Þegar verst lætur er eins og leikari sé að reyna að leika stjórnmálamann í lélegum farsa – og fari auk þess illa með hlutverkið. Við Íslendingar eigum mikið af hæfileikaríku fólki – fleiri slíka einstaklinga nú en þegar menn eins og Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Matthías Bjarnason, Ólafur Björnsson, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Benedikt Gröndal, Hannibal Valdimarsson, Eysteinn Jónsson, Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson, Lúðvík Jósepsson, Eðvarð Sigurðsson, Björn Jónsson og Magnús Kjartansson settu svip á löggjafarsamkomu okkar og standa mér enn í fersku minni. Fáir eru þar nú, sem nálgast gætu þeirra samjöfnuð. Að 10-15 einstaklingum undanteknum, sem þar sitja nú, er mér til efs að aðrir eigi þar nokkurt erindi. Hvernig stendur á því? Hvers vegna vilja þeir hæfileikamiklu Íslendingar, sem við eigum, ekki taka að sér að gegna löggjafarstörfum fyrir þjóð sína? Andrúmsloftið á Alþingi skapa alþingismenn sjálfir. Viðhorfið til þeirra skapast af almenningsálitinu. Ætli þeir beri ekki jafna ábyrgð á því hvernig komið er – alþingismennirnir sjálfir og íslenska þjóðin. Í lýðræðisríki fá þjóðir þá eina stjórnmálamenn sem þær velja sér sjálfar. Sagt er að slíkar þjóðir fái þá eina stjórnendur, sem þær eiga skilið. Sé framboðið ekki í stíl við væntingarnar er meira en lítið að.
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun